Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1978, Síða 55

Frjáls verslun - 01.03.1978, Síða 55
Samdráttur í sjónvarps auglýsingum á Islandi Sjónvarpið ekki jafn sterkur auglýsingamiðill vegna þess að áhorfendum hefur fækkað Framleiðslukostnaður orðinn mjög hár Mikill samdráttur hefur orð- ið í sjónvarpsauglýsingum á Islandi á undanförnum tveim- ur árum. Fyrir þann tíma juk- ust þær mjög ört, á árunum 1974 og 1975. Enginn veit með vissu hvað veldur þessu, en vafalaust valda örar verðhækk- anir á auglýsingum í sjónvarpi nokkru ium. Til dæmis meira en tvöfaldast verð á þeim á tíma- bilinu frá 1. nóvember 1973, þegar mínútan kostaði 23 þús- und krónur, til 1. nóvember 1975, er mínútan hækkar í 52 þúsund krónur. Þrátt fyrir þetta aukast aug- lýsingar mjög ört og hraðar en verður hækkar. A árinu 1973 námu þær 37,8 milljónum, á ár- inu 1974 65,5 milljónum og á árinu 1975 128,8 milljónum. 1. marz 1976 hækkar verð á auglýsingum um 50% í 76 þús- und krónur mínútan. Senni- lega hefur mælirinn þá verið fullur, því að á árinu nema auglýsingar í sjónvarpi aðeins 155,9 milijónum og aukast því frá fyrra ári um aðeins 27,1 milljónir. Sama þróun heldur áfram 1977, en það ár verða auglýsingar sjónvarpsins 168 milljónir króna og aukast því aðeins um 12,1 milljón króna. Auður Óskarsdóttir, auglýs- ingastjóri sjónvarpsins segist ekki kunna skýringar á þess- um breytingum. Hún segir þó að aukningar hafi orðið á síð- ustu mánuðum, frá áramótum. Verð á sjónvarpsauglýsingum var í október 1976 84 þúsund krónur hver mínúta, og hækk- aði ekki fyrr en í október 1977 í 102 þúsund krónur á mínútu. Hér er um miklu minni hækk- anir að ræða en nemur hækkun annars verðlags í landinu. Verð- ur því að teljast fróðlegt, ef hægt væri að gera sér grein fyrir hvað veldur þessum sam- drætti. Ymsir hafa nefnt að fram- leiðslukostnaður á auglýsinga- myndum sé orðinn mjög hár. Menn nefna mjög mismunandi tölur, enda fer kostnaður eftir mörgu. Það breytir miklu hvort myndin er leikin, hvaða þulur er fenginn, hvort tónlist er ný eða af plötum, hvort mikið er af útitökum og fjölmargt fleira mætti nefna. Auður Óskarsdóttir, auglýs- ingastjóri, segist hafa orðið þess vör, að verð á auglýsinga- myndum þyki hátt. Hún segir að þrátt fyrir það fari hlutfall íslenzkra mynda vaxandi og hafi gert það allt frá byrjun. Hún bendir á að auglýsinga- verð sjónvarpsins sé nú mun lægra en það var í upphafi, en þá var miðað við að mínútan kostaði álíka mikið og heil- síða i dagblaði. Þær reyndust ekki útgengilegar á því verði og voru því lækkaðar úr 12 þúsund krónum í níu þúsund og síðar aftur í 12 þúsund kr. mínútan. Varla verður um annað að ræða en ágiskanir, þar til hér verða gerðar athuganir á áhrif- um sjónvarpsauglýsinga og á því, hversu stór og hvernig lagaður áhorfendahópur sjón- varpsins er. Margir þeirra sem auglýsa mikið telja að sjón- varpið sé ekki jafn sterkur aug- lýsingamiðill og áður einfald- lega vegna þess að sjónvarps- áhorfendum hefur fækkað. i.< tT** *y Í* M ** •»*»>«. • Auglýsingaþjónustan gerði þessa opnuauglýsingu í lit fyrir sér- rit. Þar fer saman falleg hönnun og ítarlegar upplýsingar. FV 3 1978 55
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.