Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1978, Page 55

Frjáls verslun - 01.03.1978, Page 55
Samdráttur í sjónvarps auglýsingum á Islandi Sjónvarpið ekki jafn sterkur auglýsingamiðill vegna þess að áhorfendum hefur fækkað Framleiðslukostnaður orðinn mjög hár Mikill samdráttur hefur orð- ið í sjónvarpsauglýsingum á Islandi á undanförnum tveim- ur árum. Fyrir þann tíma juk- ust þær mjög ört, á árunum 1974 og 1975. Enginn veit með vissu hvað veldur þessu, en vafalaust valda örar verðhækk- anir á auglýsingum í sjónvarpi nokkru ium. Til dæmis meira en tvöfaldast verð á þeim á tíma- bilinu frá 1. nóvember 1973, þegar mínútan kostaði 23 þús- und krónur, til 1. nóvember 1975, er mínútan hækkar í 52 þúsund krónur. Þrátt fyrir þetta aukast aug- lýsingar mjög ört og hraðar en verður hækkar. A árinu 1973 námu þær 37,8 milljónum, á ár- inu 1974 65,5 milljónum og á árinu 1975 128,8 milljónum. 1. marz 1976 hækkar verð á auglýsingum um 50% í 76 þús- und krónur mínútan. Senni- lega hefur mælirinn þá verið fullur, því að á árinu nema auglýsingar í sjónvarpi aðeins 155,9 milijónum og aukast því frá fyrra ári um aðeins 27,1 milljónir. Sama þróun heldur áfram 1977, en það ár verða auglýsingar sjónvarpsins 168 milljónir króna og aukast því aðeins um 12,1 milljón króna. Auður Óskarsdóttir, auglýs- ingastjóri sjónvarpsins segist ekki kunna skýringar á þess- um breytingum. Hún segir þó að aukningar hafi orðið á síð- ustu mánuðum, frá áramótum. Verð á sjónvarpsauglýsingum var í október 1976 84 þúsund krónur hver mínúta, og hækk- aði ekki fyrr en í október 1977 í 102 þúsund krónur á mínútu. Hér er um miklu minni hækk- anir að ræða en nemur hækkun annars verðlags í landinu. Verð- ur því að teljast fróðlegt, ef hægt væri að gera sér grein fyrir hvað veldur þessum sam- drætti. Ymsir hafa nefnt að fram- leiðslukostnaður á auglýsinga- myndum sé orðinn mjög hár. Menn nefna mjög mismunandi tölur, enda fer kostnaður eftir mörgu. Það breytir miklu hvort myndin er leikin, hvaða þulur er fenginn, hvort tónlist er ný eða af plötum, hvort mikið er af útitökum og fjölmargt fleira mætti nefna. Auður Óskarsdóttir, auglýs- ingastjóri, segist hafa orðið þess vör, að verð á auglýsinga- myndum þyki hátt. Hún segir að þrátt fyrir það fari hlutfall íslenzkra mynda vaxandi og hafi gert það allt frá byrjun. Hún bendir á að auglýsinga- verð sjónvarpsins sé nú mun lægra en það var í upphafi, en þá var miðað við að mínútan kostaði álíka mikið og heil- síða i dagblaði. Þær reyndust ekki útgengilegar á því verði og voru því lækkaðar úr 12 þúsund krónum í níu þúsund og síðar aftur í 12 þúsund kr. mínútan. Varla verður um annað að ræða en ágiskanir, þar til hér verða gerðar athuganir á áhrif- um sjónvarpsauglýsinga og á því, hversu stór og hvernig lagaður áhorfendahópur sjón- varpsins er. Margir þeirra sem auglýsa mikið telja að sjón- varpið sé ekki jafn sterkur aug- lýsingamiðill og áður einfald- lega vegna þess að sjónvarps- áhorfendum hefur fækkað. i.< tT** *y Í* M ** •»*»>«. • Auglýsingaþjónustan gerði þessa opnuauglýsingu í lit fyrir sér- rit. Þar fer saman falleg hönnun og ítarlegar upplýsingar. FV 3 1978 55

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.