Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1978, Side 58

Frjáls verslun - 01.03.1978, Side 58
Fjórðungssamband INIorðlendinga: \ næstu tíu árum þarf að útvega 400-500 manns atvinnu árlega Lnnið að gerð iðnþróunaráætlunar fyrir IMorðurland Sveitarfélög á Norðurlandi hafa með sér samtök sem nefn- ast Fjórðungssamband Norð- lendinga og hefur sambandið skrifstofu á Akureyri. Þegar Frjáls verslun var á Akureyri fyrir skömmu var fram- kvæmdastjóri Fjórðungssam- bandsins, Áskell Einarsson- heimsóttur. — Ef ég á að skilgreina hvað Fjórðungssambandið er, sagði Áskell, — þá má segja í stuttu máli að það sé samstarfsstofnun allra sveitarfélaga á Norður- landi á sviði sveitarstjórnar- mála og allra mála sem snerta fjórðunginn í heild. Sambandið heldur þing einu sinni á ári og á vegum þess starfa 7 milli- þinganefndir, sem undirbúa þingið og ýmsa samstarfsfundi. Það má geta þess að sambandið hefur engin bein völd, en getur vissulega haft áhrif. Það er tengiliður milli fjórðungsins og ýmissa ríkisstofnana, svo sem Framkvæmdastofnunar vegna áætlanagerða um framkvæmdir hér. í nefndum hjá okkur eiga sæti menn, sem hafa sérþekk- ingu á ýmsum sviðum, en ekki bara sveitarstjórnamenn. Á ráðstefnum okkar er líka opið fyrir alla sem áhuga hafa. Með þessum hætti geta þessir menn haft áhrif á vissan hátt. — Þessar nefndir sem ég tal- aði um, sagði Áskell, — fjalla um landbúnaðarmál, iðnþróun, ferðamál, sjávarútveg, þjón- ustudreifingu, samgöngumál og menningarmál. Þá kýs fjórð- ungssambandið einnig í fræðslu- ráð fjórðungsins. Æðsta stjórn milli þinga er Fjórðungsráð, en það er skipað 6 mönnum af Norðurlandi vestra og 6 af Norðurlandi eystra og er reynt að láta hvert hérað hafa sinn fulltrúa í ráðinu. Nefndirnar starfa sjálfstætt og án íhlutun- ar ráðsins. Þetta er sem sagt jf' 11 i . Víða er húsnæðisskortur norðanlands, þótt byggingarfram- kvæmdir séu í fullum gangi. Þcssi nýju raðhús eru á Ólafsfirði. 58 FV 3 1978

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.