Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1978, Síða 71

Frjáls verslun - 01.03.1978, Síða 71
Siglósíld Vfir 90> af framleiðslunni er selt til Sovétríkjanna — Vandamál, hve þessi markaður er ráðandi í sölunni — Frá upphafi hefur starfsemi þessa fyrirtækis verið mjög svipuð. Við höfum verið að framleiða svipaða vöru, úr sama hráefninu og fyrir sömu markaði, sagði Egill Thorarensen hjá Siglósíld þeg- ar Frjáls verslun heimsótti hann á dögunum. — Mest eru það gaffalbitar sem við framleiðum og að* alkaupandinn eru Sovéfríkin. Hráefnið er kryddsíld. Hins vegar höfum við undanfarið verið að gera tilraunir með nýjar sósutcgundir fyrir innanlandsmarkað, auk þess sem verið er að kanna nýja markaði í Evrópu. Þessum gaffalbitum hefur verið vel tekið, en við höfum staðið gagnvart því vandamáli, að kaupmenn hafa ekki skilyrði til að geyma þessa vöru. Dósirnar þurfa undantekning- arlaust að vera í kæli til að endast. Þess vegna höfum við farið út í að setja síðasta söludag á dós- irnar. Það setur okkur að vísu skorður, að við getum ekki framleitt nema upp í pantanir. Þá höf- um við farið fram á það við okkar umboðsmenn, að þeir athugi hvort kaupmenn hafi kæligeymslur áður en þeim er seld þessi vara. — Hráefnið fáum við aðal- lega með milligöngu Síldarút- vegsnefndar frá saltendum sunnanlands. Það hafa ekki verið nein vandræði að útvega hráefni, en hins vegar er vandamál að fjármagna kaupin á þeim. Við semjum um hráefn- iskaupin á haustin og kaupum birgðir fyrir allt árið í einu. Síðustu innkaup kostuðu okkui- 140 milljónir og þetta þarf að staðgreiða. TUNNUKOSTNAÐUR 24 MILLJÓNIR Á síðustu árum hefur okkur tekist að fjármagna þetta með afurðalánum frá Landsbankan- um auk þess sem ríkið hefur lánað okkur. En við höfum á- huga á að fara ódýrari leiðir við hráefnisöflun. Árið 1976 gerðum við tilraun til að salta síld hér sjálfir og fer.gum við einn bát til að sigla með afla sinn hingað. Við söltuðum svo í tunnur sem höfðu verið notað- ar hér árið áður. Sú söltun staðfesti að hægt er að afla þessa hráefnis á mun ódýrari hátt og spara jafnvel nokkra milljónatugi á ári. Árið eftir óskuðum við eftir sérstökum kvóta fyrir okkur, sem við gæt- um síðan úthlutað bátum, eða þá að bátar fengju aukakvóta, gegn því að koma með aflann hingað. Þó þetta hefði létt að- eins fjármögnunarþunganum af ríkissjóði, auk þess sem þetta hefði gert okkur samkeppnis- færari vegna lækkaðs vöru- verðs, þá fékkst ekki leyfi. Við gripum þá til þess að flytja tunnur frá okkur suður og lét- um salta í þær þar, en einungis í litlum mæli. Alla vega er sú aðferð ódýrari en að kaupa nýj- ar tunnur af Síldarútvegsnefnd, en tunnukostnaður var 24 millj- ónir hjá okkur á síðasta ári. 90% AF FRAMLEIÐSLUNNI TIL SOVÉTRÍKJANNA Hjá Siglósíld starfa að jafn- aði 70—80 manns, mest konur. — Okkur skortir verulega vinnuafl, sagði Egill. — Siðasta ár var starfað hér með aðeins 75% af mögulegum afköstum. Bæði plássið og vélakosturinn bjóða upp á meiri afköst. Hins vegar er það ekki okkar mesta vandamál. Það stærsta er hve einn markaður er ráðandi í söl- unni hjá okkur. Yfir 90% af framleiðslunni fer til Sovétríkj- anna og ef sá markaður brygð- ist, þá þyrfti sennilega að loka fyrirtækinu. Vegna þessa höf- um við ákveðið að gera sér- stakt átak í markaðsleit og til- boðum um nýjungar í fram- leiðslu. Við erum tilbúnir með nýjar uppskriftir, en umbúða- formið er ekki ákveðið. Við vildum gjarnan breyta alveg um umbúðir og erum núna að fá lánaða vél sem lokar plast- ílátum. Sölustofnun lagmetis hefur verið að vinna að kynn- ingu á okkar afurðum og nú er bara að bíða eftir árangrinum. Rússneski markaðurinn hefur í rauninni líf okkar í hendi sér og því er mikilvægt að stækka markaðssvæðið. En ég vil end- urtaka það, að til þess að ná fótfestu á nýjum mörkuðum er mikilvægt fyrir okkur að fá hráefni á lægsta mögulega verði. FV 3 1978 71
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.