Frjáls verslun - 01.03.1978, Síða 77
Utvegsbankinn, Siglufirði:
Mest aukning í lánum til
húsbygginga
Tekjuaukning á Siglufirði um 56% miili ára
í viðtölum, sem Frjáls verzlun á við forsvarsmenn fyrirtækja
úti um land, kemur oft fram að bankaútibú staðarins styðji dyggi-
lega við atvinnulífið og sifarfsemi fyrirtækjanna. Til þess að kynn-
ast nánar starfsemi eins svona útibús heimsótti Frjáls verzlun
Sigurð Hafliðason útibússtjóra Útvegsbankans á Siglufirði. Sig-
urður hefur starfað' við útibúið
á s.l. ári.
‘ S3
— Utibúunum er í rauninni
alveg miðstýrt frá aðalbankan-
um, sagði Sigurður. — Okkur
eru settar ákveðnar reglur um
útlán. Að vísu er ekki settur
neinn ákveðinn útlánskvóti, en
við verðum að sæta þeim tak-
mörkunum sem útlánaþak
Seðlabankans setur okkur.
Hvað snertir okkar útibú, þá er
svolítið tillit tekið til þess, að
staða þess er góð gagnvart aðal-
bankanum. Ástæða þess að úti-
búið hérna hefur orðið sterkt,
er m.a. sú, að stærstu atvinnu-
fyrirtækin hérna hafa sína
lánafyrirgreiðslu úr Landsbank-
anum, sem ekki fær nein inn-
lán héðan í staðinn. Innlánin
koma aftur til okkar, eða í
sparisjóðinn. Það hafa heyrst
raddir um að útibúið sé að fjár-
magna hluti úti um land og
Siglfirðingar eigi mikla pen-
inga inni fyrir sunnan. Þetta er
mesti misskilningur. Þó bæjar-
búar eigi kannski inni hjá ein-
um banka, þá skulda þeir þess
meira í öðrum. Hins vegar eru
þessi mál alltaf viðkvæm, ekki
síst þegar eftirspurnin eftir
peningum er svona mikil. Allir
vilja jú skulda.
MEIRIHÁTTAR LÁNA-
BEIÐNIR FYRIR AÐAL-
BANKASTJÓRN
— Við höfum enga ákveðna
formúlu yfir það hvað við lán-
11 ár, en var settur útibússtjóri
Sigurður Hafliðason
útibússtjóri.
um hverjum aðila hverju sinni.
Ef um lán til fyrirtækja er að
ræða verður bara að vega og
meta eftir því sem skynsamleg-
ast þykir, en ef um lánabeiðnir
í hærri stærðargráðum er að
ræða verðum við að bera þær
undir aðalbankastjórnina.
— Hér er mest aukning í lán-
um til húsbygginga, sagði Sig-
urður, — en sjávarútvegurinn
tekur alltaf sitt til sín. Flestir
smærri útgerðaraðilar og salt-
fiskverkunarstöðvar eru í við-
skiptum hjá okkur. Við erum í
rauninni skikkaðir til að lána í
sjávarútveginn, og það verður
stundum til þess að ekki er
hægt að lána góðum viðskipta-
vinum í öðrum greinum. En það
sem mér finnst setja svip sinn
á fjármál í bænum núna, er hve
tekjuaukning fólks er mikil. Á-
ætlað er að hún hafi verið um
56% á síðasta ári. Aukin fjár-
ráð fólks hafa ýtt af stað fram-
kvæmdum eins og húsbygging-
um og það veldur aftur meiri
eftirspurn eftir lánum.
HLAUPAREIKNINGAR
ALGENGASTIR
Einstaka menn hafa tekið eft-
ir þvi, að sárafáir nota ávísana-
reikninga á Siglufirði, en
hlaupareikningar eru algengir.
— Þetta kann að hljóma undar-
lega fyrir einhverja, sagði Sig-
urður, en þetta hefur bara þró-
ast svona og mér finnst þetta í
sjálfu sér ekkert athyglisvert.
Þetta hefur einfaldað alla fram-
kvæmd hjá okkur, því við þurf-
um ekki að láta prenta nema
eina tegund af eyðublöðum.
Þeir fáu sem hafa ávísanareikn-
inga nota líka hlaupareiknings-
eyðublöð. En það er ekki þar
með sagt að allir hafi yfirdrátt-
arheimildir, sem hafa hlaupa-
reikning. Það hafa einungis fáir
og helst fyrirtæki.
Að sögn Sigurðar er ekki
mikið um að beðið sé um lán til
stofnunar nýrra iðnfyrirtækja
á Siglufirði. — Hér er sjórinn
gjöfull þegar vel gefur, sagði
Sigurður, — Þess vegna fara
menn út í eitthvað honum tenat
og stofna fyrirtæki á því sviði.
:FV 3 1978
77