Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1978, Page 59

Frjáls verslun - 01.04.1978, Page 59
vinnslustöðva og útgerðar- menn. Yfirleitt mæti ég skiln- ingi þeirra manna, sem ég hef samskipti við. Þeir finna það sjálfir, að Sjávarfréttir eru réttur vettvangur fyrir auglýs- ingar þeirra.“ „Ég undrast það stundum að ekki skuli fleiri seljendur á neyzluvörum fyrir karlmenn sækjast eftir að auglýsa í Sjáv- arfréttum. Blaðið nær fyrst og fremst til karlmanna, þó að ekki sé það eingöngu. Sem dæmi má nefna, að ef sjómenn einir eru nefndir, eru þeir milii 5 og 6 þúsund talsins og al- mennt með meira en meðal kaupmátt. Mér virðist augljóst að þar sé mikill markaður fyr- ir föt, snyrti- og hreinlætisvör- ur og þess háttar. En seijendur á þessum vörum skilja þetta ekki enn.“ „Ekki get ég sagt, að ég eigi í neinum vandamálum í sam- skiptum við mína viðskipta- menn. Þó verð ég að fylgjast með hvað er að garast í sjávar- útvegi. Ég verð að vita hvað snýr aftur og fram á skipi.“ „Það er ákaflega áhugavert að fylgjast með því, sem er að gerast í sjávarútvegi, en það verð ég að gera, til að get.a rætt við viðskiptamenn mína af einhverju viti. Til dæmis má nefna, að togarinn Óskar Magnússon er með hjálpar- krana á skutpalli í stað gálga. Til að skilja þetta verð ég að hafa hugmynd um hvað gálgi og skutpallur eru. Ég verð að fylgjast með hvar og hvenær er vertíð fyrir hverja íiskteg- und, svo sem loðnuvertíð, neta- vertíð fyrir norðan og sunnan, rækjuvertíð á mismunandi stöð- um og svo framvegis. Það er til dæmis mjög athyglisvert að fylgjast með nýjungum eins og þeirri, að nú verður þyngd á fiski stimpluð inn á tölvu af stúlkunum, sem hreinsa og pakka fiskinn. Þannig sér tölv- an um birgðareikning, launa- reikning fyrir ákvæðisvinnu og margt fleira.“ „Sjávarfréttir flytja ein- göngu greinar um sjávarútveg, á sem breiðustum grundvelli. Reynt er að hafa efnið þannig, að sem mesUsé-íjallað um nýj- ar mánaðarrit um svo afmark- ungar og það spm er framund- að efni selst í á milli 6-7 þús- an í fiskvinnslu og útgerð. Und- þúsund eintökum og aðeins í irtektir kaupenda gefa okkur áskrift, hljóta menn að hafa til kynna að'þétta takist. Þeg- eitthvað í ritið að sækja.“ Tímaritum vex fisltur um hrygg: Fólk vill fá meira að vita en sýnt er í siónvarpinu í Business Week birtist fyrir nokkru grein, þar sem segir að tíma- rit séu nú að afla sér aukinna auglýsinga. Haft er eftir Robert J. Coen, aðstoðarforstjóra auglýsingaskrifstofunnar McCann-Ericson í New York, að það stóra fyrirtæki hafi eytit' 2,6% minna i aug- lýsingar í tímaritum 1975 en árið áður. En á árinu 1976 byrjaði þró- unin að snúast við. Flest tíma- rit höfðu meiri auglýsingar en árið áður og í Business Week sagði að aukningin til október- loka 1976 hefði numið allt frá 11% hjá Time til 85% hjá People. Meðalaukning hjá viku- ritum var 13% og hjá 80 helztu mánaðarritum í Bandaríkjun- um nam aukningin að meðaltali 15,5% miðað við sama tíma ár- ið áður. En hvað veldur? Alvin Hempel, einn af forstjórum Bonon & Bowles auglýsinga- stofunnar segir að það sé vegna þess, að nú vilji fólk fá að vita meira en það fær að vita á 30 sekúndum í sjónvarpi. Hempel segir einnig að það sé meiri vandi að búa til góðar tímarita- auglýsingar, þar sem ekki sé hægt að nota tónlist og hreyf- ingu. En megin orsökin fyrir vin- sældum tímarita er sú, að aug- lýsendur hafa meiri hugmynd um við hvern þeir eru að tala, segir Don Johnston, forstjóri J. Walter Thompson auglýsinga- Vikuritin bandarísku hafa auk- ið auglýsingasölu sína. skrifstofunnar í New York. í sjónvarpi er verið að ávarpa næstum alla í senn og ekki hentar að tala sama mál við alla. í dagblöðum er talað til allra á tilteknum svæðum, en í tímaritum er talað til áhuga- hópa, sem hafa áhuga og vit á sömu hlutum. 51) FV 4 1978

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.