Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1978, Page 8

Frjáls verslun - 01.07.1978, Page 8
■HHHBHHHHHHHHHHHBHHBHHHHHHHHHHHHnBHflnHMMBHNÍ áfangar Þórður Magnússon, varð þann 15. júlí s. I. fjármálalegur framkvæmdastjóri Fríhafnarinn- ar á Keflavíkurflugvelli, en það er nýtt starf í fyrirtækinu. Þórður er fæddur í Reykjavík 15. maí 1949. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1970, en fór síðan í viðskiptadeild Háskóla íslands og lauk þaðan prófi 1974. Að námi loknu hélt Þórður til Bandaríkjanna, þar sem hann stundaði nám í rekstrarhagfræði við University of Minnesota á árunum 1975— 76. í ársbyrjun 1976 vann Þórður að markaðs- þætti svokallaðs ullar- og skinnaverkefnis á vegum Útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins, og hafði það starf með höndum, þar til hann tók við framkvæmdastjórastöðunni. — Starf mitt í Fríhöfninni sagði Þórður, er fólgið í fjármálastjórn fyrirtækisins, umsjón með bókhaldi, stjórnun innkaupa, eftirliti með birgðum, stjórnun söludeilda og starfsmanna- halds. Nú yfir sumartímann starfa 80 manns í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli, á skrifstofunni og í verzlununum tveimur. Þórður Ásgeirsson, skrifstofustjóri í sjávar- útvegsráöuneytinu var á síðasta fundi Alþjóða hvalveiöiráðsins í London í júní s. I. kosinn for- maður ráðsins. Þórður sagði, aó nú ættu alls 17 þjóðir aðild aö ráðinu, en þrjár til viöbótar væru í þann veginn að ganga í það. — Hlutverk mitt sem formaður, sagöi Þórð- ur, er að stýra aðalfundum ráðsins, sem haldnir eru árlega, auk aukafunda. Formaður kemur fram út á við fyrir hönd þess, undirbýr fundi í samvinnu við framkvæmdastjóra, en Alþjóða hvalveiðiráðið hefur aðalskrifstofu í Cambridge á Englandi og hefur formaður jafnframt yfir- umsjón með skrifstofunni. Þórður hefur einnig ýmsum öðrum skyldum að gegna fyrir Alþjóða hvalveiðiráðið. Hann gerir skýrslu eftir hvern fund, tekur afstöðu til, eftir ákveðnum reglum, hvaða áheyrnarfulltrú- ar eigi rétt til að sitja fundi ráðsins, auk ýmissa annarra starfa. Þórður sagði, að einnig væri mikið að gera milli funda, t. d. svara hinum fjölmörgu bréfum sem formanni berast m. a. frá ýmsum friöunarsamtökum. Þóröur Ásgeirsson er fæddur 31. marz 1943 í Reykjavík. Að stúdentsprófi loknu nam hann við Háskóla íslands og lauk þaðan lögfræði- prófi 1968. í tvö ár starfaði hann hjá lagadeild Sameinuðu þjóðanna, fyrra árið í New York, en seinna árið á Kýpur. Síðan réðist hann til sjáv- arútvegsráðuneytisins 1970, þar sem hann hefur starfað síðan.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.