Frjáls verslun - 01.07.1978, Qupperneq 13
Vöruvelta Innkaupastofnunar
Reykjavíkurborgar jókst lítillega á
árinu, eða um 8.7% og nam alls um
1.480.8 millj. kr. Gefnar voru út um
1715 sölunótur borið saman við
1455 árið á undan. Verðútreikning-
ar voru 1070 en voru 818 árið 1976.
Pantanir voru alls 985 en 941 árið á
undan.
Stærstu liðirnir voru, eins og oft-
ast áður, kaup á asfalti fyrir Mal-
bikunarstöð, stálpípum og dælum
fyrir Hitaveitu Reykjavíkur og jarð-
strengjum ásamt spennistöðvar-
búnaði fyrir Rafmagnsveituna.
Fulltrúar starfsmanna í stjórn KEA
Fyrir skömmu var tekinn upp sá
háttur hjá Kaupfélagi Eyfirðinga, að
þar skyldu tveir fulltrúar starfs-
manna sitja stjórnarfundi með mál-
frelsi og tillögurétti. Er þetta sami
háttur og tekinn var upp hjá Sam-
bandinu fyrir nokkru, og reyndar
hefur verið tekinn upp víðar innan
samvinnuhreyfingarinnar.
Fulltrúarnir voru kosnir með al-
mennri kosningu meðal starfs-
manna KEA, annars vegar meðal
starfsmanna á Akureyri og hins
vegar meðal starfsmanna utan Ak-
ureyrar. Fulltrúi starfsmanna á Ak-
ureyri var kosinn Sigmundur
Björnsson, og til vara Gunnar
Hallsson. Fulltrúi starfsmanna utan
Akureyrar var kosinn Rögnvaldur
S. Friðbjörnsson, Dalvík, og til vara
Kristján L. Jónsson, Dalvík.
Hagstæður samanburður
I athugun sem nýlega var gerð á
fargjöldum milli nokkurra borga
innan Evrópu kemur í Ijós að far-
gjöld Flugleiða eru mun lægri en
fargjöld annarra flugfélaga á svip-
uðum leiðum. Sem dæmi má taka
Keflavík/Kaupmannahöfn, Kaup-
mannahöfn/Madrid, Helsingfors/-
Nissa, Osló/Róm, og Stokkhólm-
ur/Barcelona. Kaupmannahöfn/-
Madrid er 48% hærra en gjaldið
milli Kaupmannahafnar og Kefla-
víkur, Helsingfors/Nissa 71%
hærra, Osló/Róm 71.8% hærra og
Stokkhólmur/Barcelona 43.2%
hærra. Samanburður á fargjöldum
innanlands leiðir svipað í Ijós. Far-
gjöld innanlands í þeim löndum
sem athuguð voru, en þau eru
Noregur, Svíþjóð og Danmörk, eru
til muna hærri en hér á landi eða allt
upp í 288.7% hærri.
Kalda borðið
-kjörið i hádeginu
Kræsingar kalda borðsins í Blómasal eru löngu víðkunn-
ar. Óleljandi tegundir af kjöt og sjávarrcttum auk íslenskra
þjóðarrétta. Tískusýningar í hádeginu á föstudögum.
Bjóðið^ viðskiptavinum og kunningjum í kræsingar kalda
borðsins.
Verið velkomin, Hótel I.oftleiðir.
HÓTEL
LOFTLEIÐIR
13