Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1978, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.07.1978, Blaðsíða 23
Margir ímynda sér Holland fyrst og fremst sem landbúnaðarland. Mikið er flutt af ágætis landbúnaðarframleiðslu frá Hollandi til ná- grannalanda. Þar eru líka nytháar kýr og aðrir góðir gripir. En iðnaður er aðalatvinnugrein landsmanna. lands og Þýzkalands liggur einnig um Holland. Landið tengist öllum þessum grönnum sínum með stuttum landleiðum og siglingum. Sjálft er Holland rækilega fleygaö af fljótum og síkjum. Stórfljót eins og Rín, Meuse, Scheldt og Yssel eru samgönguleiðir frá náttúrunn- ar hendi, sem liggja til sjávar og járnbrautakerfið stefnir inn í hjarta Evrópu. Vegna góðra samgangna hefur Holland eðlilega orðið við- skipta- og samgöngumiðstöð V,- Evrópu. Hafnarborgir og verzlun- arborgir byggðust upp og þjóna nú mikilvægu hlutverki í allri heimsverzluninni eins og Rotter- dam og Amsterdam gera. Þróun efnahagsmála Mjög greinilegur bati varð í efnahagslífi Hollendinga áriö 1976 eftir þrengingar olíukreppunnar. Iðnaðarframleiðsla og útflutningur jukust samhliða því að verðbólgan hjaðnaði. Veiku punktarnir voru litlar fjárfestingar og áframhald- andi atvinnuleysi. i fyrra batnaði ástandið á vinnu- markaðinum, en útflutningur dróst saman. Engu aö síður voru út- flutningstekjurnar mjög ríflegar vegna útflutnings á jarðgasi. Spár sérfræöinga um yfirstandandi ár gera ráö fyrir batnandi ástandi í atvinnumálum. Þaö veröur aðeins lítilvæg aukning einkaneyzlu og kaup hækkar sömuleiðis lítið. Horfur í útflutnings- og fjárfest- ingarmálum lofa ekkert sérlega góðu. Landbúnaður Landbúnaður hefur verið í stöð- ugri framför í Hollandi. Um 2.1 milljón hektara lands eru nú í rækt, um 62% eru notuð til grasræktar, 33% fyrir kornrækt og 5% til rækt- unar grænmetis, ávaxta og fyrir gróðurhúsaræktun. Hollendingar flytja mikið til annarra landa af kartöflum og fræi meðal annars. Búpeningur þeirra er mikill og sem dæmi má nefna, að nautgripir eru um 4 milljónir, svín um 7 milljónir og alifuglar 68 milljónir. Árleg mjólkurframleiðsla nemur 10 mill- jón tonnum og meðalnyt á kú er 4 þús. kíló með fituinnihaldi 3.96%. Hver hæna í Hollandi verpir að meðaltali 247 eggjum á ári. Og þar höfum við það. Garðyrkja Garöyrkja er stunduð mjög ötul- lega í Hollandi. Ræktunarsvæðin eru yfirleitt ekki stór en garðyrkju- bændur fá uppskeru af sama landskikanum nokkrum sinnum á ári. Ræktun undir gleri hefur auk- izt gífurlega síöan um aldamótin. Mikið magn af grænmeti og ávöxtum er flutt út til Þýzkalands, Frakklands, Belgíu og Bretlands. Ræktun útsæðiskartaflna er talin til garðyrkju í Hollandi. Afurðirnar í þeirri grein eru fluttar út til fjölda margra landa. Til garðyrkjunnar telst ennfremur ræktun lauka, blóma, trjáa, plantna, grænmetis- og blómafræja. Útflutningur hol- lenzkra blómlauka nemur um 500 milljón gyllinum á ári. Afskorin blóm eru í stöðugt ríkara mæli flutt flugleiðis til fjarlægra landa. Fiskveiðar Úthafsveiðar og veiðar með ströndinni eða á Yssel-vatni eru allt mikilvægir þættir í hollenzku efnahagslífi. Árið 1976 var heild- araflinn um 256 þús. tonn, þar af 70 þús. tonn af ostrum, kræklingi og skelfisk. Stór hluti af aflanum er seldur til annarra landa. Þannig nam útflutningur á ferskri, reyktri og saltaðri síld einvörðungu um 46 þús. tonnum áriö 1976. Námaiðnaður Hollendingar framleiöa um 1.4 milljónir tonna af olíu á ári, 97 þúsund milljón rúmmetra af jarð- gasi og 3 milljón tonn af salti á ári. Hluti þessarar framleiðslu er nýttur í hollenzkum iönaði. Það hafa fundizt jarðgaslindir fyrir norðan Holland, þar sem fólgnir eru um 2350 milljarðar rúmmetra af gasi. Árleg framleiðsla þess verður nú fljótlega komin yfir 100 þús. mill- jónir rúmmetra, en þar af verður rúmlega helmingur fluttur út. Framleiðsluiðnaður Holland er mjög háþróað iðnað- arland, sem farið hefur ört fram að þessu leyti síðan um aldamótin. Af 4.6 milljónum starfandi mönnum í Hollandi eru um 33% við vinnu í hinum ýmsu greinum iðnaðar, sem nánar er fjallað um annars staðar í blaðinu. Byggingariðnaður Hollenzki byggingariðnaöurinn mætir vel þörfum innanlands fyrir nýbyggingar, svo sem nýjar verk- smiðjur, stofnanir og íbúðarhús- næði. Um 110 þúsund ný heimili eru byggð á hverju ári, eða um 8 á hverja 1000 íbúa. Flest verktaka- 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.