Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1978, Side 29

Frjáls verslun - 01.07.1978, Side 29
starfandi í Hollandi og sinkverk- smiðja. Nokkrar verksmiðjur hafa sérhæft sig í úrvinnslu á kopar og blýi. Þær smíða m. a. skipsskrúfur og kirkjuklukkur. Meir en 1600 vélsmiðjur fram- leiða margvíslegan vélbúnað svo sem gufuvélar, tiltekin tæki í kjarnorkuver, skipavélar, dælur, járn- og trésmíðavélar, kælitæki, skrifstofuvélar, brýr, krana, lyftur, olíuhreinsunartæki og heilar verk- smiðjur, ef því er að skipta. Árið 1976 luku skipasmíöa- stöövar í Hollandi, sem eru 300 talsins, við smíði á 121 hafskipi, samtals 634 þúsund brúttótonn. Þar af voru 592 þús. tonn í skipum, sem skrásett voru utan Hollands. Nokkrar samsetningarverk- smiðjur í bílaiönaði starfa í Hol- landi og ein þeirra smíðar bíla eftir eigin teikningum. Bílaiðnaðurinn sendir frá sér einkabíla, strætis- vagna, vörubíla, tengivagna, her- bíla, dráttarvélar og fleiri landbún- aðartæki. Athyglisverð flugvélaframleiðsla Síðan 1945 hefur hollenzki flug- vélaiðnaöurinn hannað og fram- leitt kennsluflugvélar og mikið happafley í farþegaflugi, Fokker F-27. Árið 1969 varö skipulags- breyting í flugvélaiðnaðinum. Hol- lendingar höföu um nokkurt skeið smíðað hluta í erlendar flugvélar en þetta ár var afráðið að hol- lenzku flugvélaverksmiðjurnar sameinuðust þýzkum verksmiðj- um og síðan hefur verið um hol- lenzk-þýzka samsteypu á þessu sviði að ræða. Hollenzkir flugvélasmiöir fást líka við gerð geimskipa í samvinnu við aðrar iðngreinar og vísinda- stofnanir í Hollandi og utanlands. Fyrsta hollenzka gervitunglið, ANS, þótti hin bezta smíð og nú er unnið að undirbúningi að smíði á geimtæki, sem ætlað er að mæla infrarauða geisla úti í geimnum. Hollendingar eru miklir hjólreiða- garpar Það eru starfandi 36 reiðhjóla- verksmiðjur í Hollandi og þær framleiða árlega um 1 milljón fót- stiginna reiðhjóla og 60 þúsund skellinöðrur. Vélknúnu hjólin eru PHILIPS-samsteypan Phllips-verksmiðjurnar í Eindhoven. Philips-fyrirtækið hóf starfsemi sína 1891 og framleiddi þá Ijósaperur. Nú starfa í þágu þessarar heimskunnu samsteypu 400 þús. manns, þar af 23% í Holiandi, 51% í öðrum löndum V.-Evrópu og 26% utan V.-Evrópu, m. a. vaxandi fjöldi í þróunarlöndunum. Alls hafa fyrirtæki Philips verksmiðjur í 50 löndum. Framleiðslan frá Philips er mjög fjölbreytileg, en henni má skipta í tvo aðalþætti: vörur fyrir neytendamarkað eins og Ijósaperur, útvarps- og sjónvarpstæki, og heimilistæki, en hins vegar tæki til notkunar hjá stofnunum og fyrirtækjum eins og fjarskiptatæki, tölvur og lækninga- tæki. SHELL í Hollandi Shell-fyrirtækið, eða Royal Dutch Shell var stofnsett árið 1907 af hol- lenzku fyrirtæki og öðru brezku. Aðeins 10% starfsmanna hjá sam- steypunni eru nú f Hollandl en í V.-Evrópu fæst það fyrst og fremst við rekstur olíuhreinsunarstöðva eins og í Rotterdam. Þessar stöðvar framleiða síðan ýmsar efnavörur unnar úr olíu. f fjarlægari heimshlut- um fæst Shell við olíulelt og vinnsiu og tekur þátt í rekstri margra annarra fyrirtækja. Shell rekur skipafélag til að annast olíuflutninga. Það annast um helming allrar olíuvinnslu og flutninga frá olíusvæðum Hollendinga. 29

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.