Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1978, Page 30

Frjáls verslun - 01.07.1978, Page 30
að meirihluta til seld erlendis, en reiðhjólin fara aöallega á heima- markað. Rafiðnaðurinn framleiðir allar hugsanlegar tegundir raftækja og rafbúnaðar, allt frá fullbúnum orkuverum til lítilla smára. Áherzl- an er hins vegar lögð á framleiðslu útvarps- og sjónvarpstækja, glóð- arlampa og heimilistækja. Verk- smiðjurnar, sem starfa á þessu sviði eru 214 talsins og meira en 65% af veltu þeirra er vegna út- flutnings. önnurfyrirtæki í málmiðnaði eru aðallega húsgagnaverksmiðjur, verkfærasmiðjur, nagla- og skrúfusmiðjur, ofnasmiðjur og fleira. Matur, drykkur, munaður — nóg af því Flest fyrirtækin í þessari grein vinna úr innlendum hráefnum. Svo er um mjólkurbúin 140 að tölu, sem vinna úr 96% af allri mjólkur- framleiðslunni. Smjör, ostar, nið- ursoðin mjólk og þurrmjólk eru allt miklar útflutningsafurðir. Magnið er frá 170 þúsund tonnum upp í nærri 400 þúsund tonn af hverri tegund á ári, eða á bilinu 66— 98% af heildarframleiðslu. Aðrar verksmiðjur framleiða kjötvörur, meðal annars 870 þús. tonn til útflutnings árlega. Meira en 80 verksmiðjur sjóöa niður ávexti og grænmeti og 25 verk- smiðjur sjóða niður sjávarafurðir. Þá er Holland mesti útflytjandi kartöflumjöls í heimi og sykur- verksmiöjur og sælgætisgerðir skipta tugum. Bjórverksmiðjur eru 17 talsins og flytja út 2 milljónir hektólítra af framleiðslu sinni. Sjenever og aðrar áfengistegundir eru framleiddar í nærri 40 verk- smiöjum og flytja út í miklu magni til allra heimshorna. Þá er öflug framleiðsla á smjör- líki, kakó og súkkulaði, kaffi og tó- baki. Holland er mesti útflytjandi á kókossmjöri og kókosmjöli í heim- inum. Ein stærsta olíuhreinsunarstöð í heimi Efnaiónaðurinn byggir fram- leiðslu sína fyrst og fremst á vinnslu jarðgass, olíu og salts. Verksmiðjur DSM-Holland gegna forystuhlutverki í framleiðslu á köfnunarefnisáburði, en búa líka til undirstöðuefni í gerviþræði, trefjaplast, gervigúmmí og plast- efni. Sjö olíuhreinsunarstöðvar starfa í Hollandi og vinna úr rúm- lega 100 milljón tonnum af jarðolíu á ári. Ein þeirra, sem hefur fram- leiðslugetu upp á 27 milljón tonn á ári, er meðal hinna stærstu sinnar tegundar í heiminum. Aðrar verk- smiðjur framleiöa sóda, fosfat, sápu, þvottaefni, málningu og ilm- vötn. Um vefjariðnaðinn hollenzka er það aö segja, að hann flytur inn öll hráefni og flytur út um 45% af framleiöslu sinni. í baömullariön- aðinum og gerviefnaiðnaði eru 67 verksmiðjur en 41 í ullariðnaði. I tengslum við þennan iðnað er svo fatagerð með 490 fyrirtækjum. Hér hefur veriö getið helztu þátta í hollenzkum iðnaði. Margt er þó ótalið eins og pappírsiðnaður og gleriðnaður, trjáiðnaður, ÞJÓNUSTA SEM HENTAR ÞÉR. i KL. 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 AÐALBANKINN BANKASTRÆTI 5 SIMI 2 72 00 BREIÐHOLTSUTIBU ARNARBAKKA2 SIMI74600 ÚTIBUIÐ GRENSASVEG113 UTIBUIÐ' LAUGAVEG1172 SIMI 84466 , SIMI 20120 AFGREIÐSLAN UMFERÐARMIOSTÖÐ SÍMI 2 25 85 li 1 |:| jli iió— Sí Viö bjóöum bankaþjónustu ALLAN DAGINN. Sértu viöskiptamaður Verzlunarbankans færð þú þig afgreiddan hvenær dags sem er i einhverri afgreiðslunni. Meöfylgjandi tafla sýnir þér hvar opið er á hverjum tíma dags Velkomin til viöskipta - allan daginn VíRZLUNflRBflNKINN 30

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.