Frjáls verslun - 01.07.1978, Blaðsíða 47
Eitthvað fyrir alla
á ferðalagi um Holland
Það er fleira í Hollandi, sem
gleður auga ferðamannsins en
vindmyllur og tréskór. Landið hef-
ur upp á ótrúlega margt að bjóða,
sem ferðafólk á öllum aldri kann
vel aö meta. Með auknum ferðum
íslendinga á eigin bílum um meg-
inland Evrópu er Holland sjálf-
sagður viðkomustaður og þaö þarf
enginn að vera í vandræðum með
að skipuleggja dvöl sína þar. Þeir,
sem ekki eru á bíl njóta góðs af
greiðum járnbrautarsamgöngum
og kannski eru enn aðrir, sem vilja
skoöa Holland aö hætti margra
Hollendinga — á reiðhjóli?
Það eru nefnilega skipulagðir
þriggja og fjögurra daga hjól-
reiðatúrar um austurhiuta Hol-
lands fyrir ferðamenn og flytja bílar
þá farangur manna á milli hótela.
Gisting á hóteli, í eins manns her-
bergi kostar frá 25 gyllinum og upp
í 100, eða þar yfir, þegar komið er
á fyrsta flokks hótel í stærstu
borgunum. Fyrir 13 gyllini er hægt
að borða þríréttaða máltíð en það
eru 700 veitingahús sem bjóða
þessi sérstöku kjör og eru merkt
sem ferðamannastaðir. Skrá yfir
þá er hægt að fá á upplýsinga-
skrifstofum hollenzka feröamála-
ráðsins eða hjá ferðaskrifstofum.
Viö Norðursjóinn eru margir
kílómetrar af breiðri og fallegri
sandströnd, sem er tilvalin fyrir
margs konar sjávaríþróttir. Meira
en einn sjöundi af yfirborði Hol-
lands er vatn: ár, vötn, lækir, síki
og skipaskurðir. Þetta býður ótal
tækifæri til útivistar. Það er hægt
að leigja báta svo að segja alls
staðar.
Ef þú ert í leit að vindmyllunum
skaltu fara til Kinderdijk hjá Rott-
erdam og þú nærð einum 19 sam-
an á eina mynd. Þjóðbúningarnir?
Jú, þá færðu að sjá í Volendam,
Marken og Sþakenburg.
Meðfram allri strandlengjunni
eru sandhólar, iðandi af fjölbreyti-
Skofiunarferð f Amsterdam. Bátsferfi á síkjunum er eftlrmlnnlleg og
gefur gófia mynd af þessarl fornfrægu borg.
47