Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1978, Side 62

Frjáls verslun - 01.07.1978, Side 62
Samvinna kauptúnanna hlýtur að aukast Rætt við Alexander Stefánsson, sveitar- stjóra í Ólafsvík Á Snæfellsnesi er stutt á milli kauptúnanna og við inntum Alex- ander Stefánsson, sveitarstjóra í Ólafsvík að því, hvort ekki væri hugsanleg einhver samvinna þeirra í milli t. d. á atvinnusviðinu. „Jú, það er mín skoðun að það hljóti að koma að því að kauptúnin hér á Nesinu taki upp víðtækari samvinnu sín á milli í ýmsum efn- um. Þú nefndir atvinnumálin og þarerjú ýmislegt, sem vinna mætti að, t. d. aflamiðlun og svo einnig það mál sem er hjartans mál allra hér á Nesinu, og um leið kannski svolítiö deilumál, þ. e. a. s. fiski- mjölsverksmiðjan. Við teljum, og raunar held ég að það sé einnig skoðun stjórnvalda að hér á Nes- inu verði að rísa ný fiskimjölsverk- smiöja. Á öllum stööunum eru litlar verksmiðjur, en þær eru gamlar og orðnar úreltar, því þær geta ekki unnið svokallaðan feitan fisk. Nú er í gangi athugun á staðsetningu nýrrar fiskimjölsverksmiðju. Hér á Nesinu eru tvö fyrirtæki, Nesmjöl og Jöklamjöl, sem hafa á stefnu- skrá sinni byggingu slíkrar smiðju. Afstaða stjórnvalda er sú, að hér á Nesinu skuli byggð ein stór fiski- mjölsverksmiðja. Vandinn nú er bara að staðsetja hana. öll kaup- túnin hér vilja náttúrlega fá fyrir- tækiö, sem getur bara verið á ein- um stað. En þetta er hlutur sem við verðum að koma okkur saman um. Atvinnulíf hér er ekki ýkja fjöl- breytt. Sjórinn er okkar lífgjafi, en vissulega væri æskilegt að skjóta fleiri stoðum undir atvinnulífiö. Sveitarfélagið hefur ekki tekið beinan þátt í atvinnulífinu hér, en hefur reynt að búa þannig um hnútana að mönnum sé gert auð- velt að hrinda fyrirætlunum sínum í framkvæmd. Við höfum til dæmis í í Ólafsvík starfar sumarhótel í fyrsta sinni nú í sumar. Snæfellsnes er frægt fyrir stórbrotið og fagurt landslag. SKOÐIÐ SNÆFELLSNES. - GISTIÐ HJÁ OKKUR. 38 vel búin tveggja manna herbergi. Vistlegur matsalur. Heimilislegur matur, kaffi og kaffibrauð, grillréttir allan daginn. Þægileg setustofa þar sem spjallað er saman og horft á sjónvarp. SJÓBÚÐIR HF. Ólafsvík. - Sími (93)6300. 62

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.