Frjáls verslun - 01.07.1978, Síða 66
Hagkvæmast að vera
eingöngu með matvöruna
— segir einn af eig-
endum Vöruhússins
Hólmkjörs í Stykkis-
hólmi
í kauptúnum á Snæfellsnesi er
það víða svo að í beinni sam-
keppni við kaupfélagsverzlanir
eru reknar nokkuð öflugar verzl-
anir í einkaeign. Ein slík er Vöru-
húsið Hólmkjör í Stykkishólml,
sem þeir eiga og reka Benedikt
Lárusson, Bjarni Lárusson og
Svanlaugur Lárusson.
Vöruhúsið Hólmkjör er til húsa í
nýrri og glæsilegri byggingu, sem
er um 800 fermetrar að flatarmáli.
Vöruúrvalið er mjög fjölbreytt, allt
frá matvöru og nýlenduvöru upp í
fatnað og efni til klæðagerðar.
Verzlunin er öll á einum gólffleti og
þar eru einnig til húsa undir sama
þaki, verzlanirnar Pálminn og
Veðramót. ,,Við höfum ávallt verið
með fjölbreytt vöruúrval, en þykj-
umst sjá að hagkvæmara væri að
halda sig nær eingöngu við mat-
vöruna," sagði Svanlaugur, er
blaðamenn Frjálsrar verzlunar
ræddu við hann.
„Auðvitað eru allt önnur viöhorf
í þessari grein verzlunar úti á landi
en í stórum kaupstöðum," sagði
Bjarni er við inntum hann eftir hver
væri munurinn á að reka matvöru-
verzlun í kauptúni og í kaupstöð-
um á Reykjavíkursvæðinu. „Allt
lagerhald hjá okkur úti á landi er
meira. Það þýðir meiri fjárfestingu
í húsnæði, kælibúnaöi og síðast
en ekki sízt, vörunum sjálfum. Það
leiðir náttúrlega af sjálfu sér að
rýrnun verður eitthvað meiri þegar
lagerinn er af þessari stærð. Ann-
ars erum við vel settir með það að í
þessu nýja húsi eru fyrirtaks
frystigeymslur og kæliherbergi
fyrir ávexti og fleira. Þess má geta
aö þessar geymslur eru þaö miklar
hjá okkur að hitinn frá vélunum,
sem halda þessum herbergjum
köldum, nægir til þess að hita upp
allt húsið.
Þegar við byggðum þetta hús
héldum við að ef til vill væri þetta of
stórt, svona í fyrsta stökki, en síðar
IW'MllltUMIllllW
! ■ IIHL-I
í im&mem
fm
;.fl|
anna herbergjum sem öll eru i|ieð baði.
350 manna danssalur ásamt litlum fundarsölum
Tökum að oíOair minni og stærri ráðstefm«*»
Útveg jiim bátsferðir um Breiðafjarðar
ikjósanleg aðstaða fyrir sjóstangaveiði
S»ssfe '-m
66