Frjáls verslun - 01.07.1978, Qupperneq 68
Held lagernum í lágmarki,
en kaupi ört inn
— segir Nanna Jóns-
dóttir, sem rekur
tízkuverzlun í Stykk-
ishólmi
í smærri kauptúnum úti á
landi starfa verzlanir oftast á
breiðum grundvelli, það er að
segja, þær hafa á boðstóium
fleiri vöruflokka en gerist hjá
kollegum þeirra í stærri kaup-
stöðum. Þetta kemur náttúr-
lega til af smæð markaðarins.
Sums staðar rekst maður þó á
sérverzlanir í kauptúnum og þá
náttúrulega helzt þeim stærri. í
Stykkishólmi eru til dæmis
tvær verzlanir sem hafa nær
eingöngu með tízkuvöru að
gera. Við litum inn í aðra
þeirra, Pálmann, og höfðum tal
af eigandanum, Nönnu Jóns-
dóttur.
„Við hófum þetta starf tvær
saman, en nú er ég ein eftir.
Svona búð úti á landi gerir ekki
meira en rétt að standa undir
sér. Maður verður að leggja
ansi hart að sér og leggja á sig
mikla aukavinnu til að halda
þessu sæmilega í horfinu.
Verzlunin á allan sinn lager
sjálf og þessir hlutir eru í dag
orðnir það dýrir að ég reyni að
halda öllu lagerhaldi í lág-
marki. Hins vegar reyni ég að
kaupa því örar inn. Það er liðin
tíð að hægt sé að bjóða fólki úti
á landi hvað sem er að ganga í.
Ungt fólk í dag, hvar sem það
er búsett, fylgist vel með því
sem er að gerast í tízkuheim-
inum í það og það skiptið. Það
gerir miklar kröfur og þeim
kröfum verður maður að mæta
vilji maður ekki heltast úr lest-
inni. Ég fer því til Reykjavíkur á
um það bil 10 daga fresti og
kaupi inn það sem nýjast er, í
það og það skiptið. Þannig
reyni ég að vera með á nótun-
um og vera með lagerhald í
lágmarki."
......... . 1
Ungt fólk í dag fylgist vel með því sem gerist í tízkuheiminum, segir
Nanna Jónsdóttir, eigandi Pálmans í Stykkishólmi. Hér er blómarós úr
Hólminum að virða fyrir sér vöruúrvalið í verzluninni.
68