Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1978, Side 69

Frjáls verslun - 01.07.1978, Side 69
Mikil hreyfing í byggingarvörum Samtal við Þórð Þórðarson, verzlun- arstjóra í byggingar- vöruverzluninni Veðramót Verzlunin Veðramót í Stykk- ishólmi, sem er íeigu Trésmiðju Stykkishólms er önnur af tveimur byggingarvöruverzlun- um á staðnum. Hin er í eigu kaupfélagsins. Þórður Þórðar- son, verzlunarstjóri tjáði okkur að Veðramót höndlaði með efni til innréttinga alls konar, svo og efni til miðstöðva og vatns- lagna. Grófari byggingarvörur hefur verzlunin ekki verið með. Þórður gat þess, að nokkuð mikil hreyfing væri í þessum vörum í ekki stærri bæ en Stykkishólmi. Byggingariðnað- ur hefði tekið mikið stökk þar fyrir nokkrum árum og síðan hefði salan verið nokkuð jöfn. ,,Við kaupum allt okkar efni frá aðilum í Reykjavík. Það veldur vissulega nokkrum vandræðum, til dæmis varð- andi þær vörur sem fluttar eru inn og seldar í smásölu af sama aðilanum fyrir sunnan. Við verðum nánast að taka þessa hluti á smásöluveröi og það gerir það náttúrulega að verk- um að hingað komið verður þetta nokkru dýrara en út úr búð í Reykjavík." — • - Það er þó nokkur hreyfing í þessum vörum í ekki stærri bæ, sagði verzlunarstjórinn í Veðramóti. 69

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.