Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1978, Síða 75

Frjáls verslun - 01.07.1978, Síða 75
þó að koma til aðgerðir af hálfu hins opinbera. Við höfum reyndar skotið fleiri fótum undir reksturinn, til að nýta mannafla og tæki, þegar lítið er að gera. Til dæmis höfum við farið inn á smíði skelfiskvinnsluvéla og höf- um selt þó nokkrar og fleiri eru í smíðum. Það eykur hagkvæmnina aö geta nýtt mannskap og tæki á þennan hátt og vonandi er að framhald geti orðið á þessari framleiðslu. Hér í stöðinni starfa nú milli 40 og 60 manns. Okkur hefur gengið nokkuð erfiölega að fá vinnuafl upp á síðkastið. Tekjur manna í skelfiskinum eru orðnar svo miklar að vonlaust er að keppa þar við," sagði Ólafur aö lokum. Sveitarfélagið tekur þátt í skelfiskvinnslu „Hér í Búðardal búa um 300 manns, en í öllum hreppnum eru líklega búsettir um 470 manns, sagði oddvitinn í Búðardal, Har- aldur Árnason, í viðtali við blaða- mann Frjálsrar Verzlunar. Kaup- túnið hér hefur fyrst og fremst byggzt upp á þjónustu við ná- grannasveitirnar og er því hrein- ræktað sveitakauptún. Vart er grundvöllur fyrir sjávarútvegi hér, þar sem siglingaleið til kauptúns- ins er ófær nær því öllum skipum nema sérstaklega standi á sjávar- föllum." ,,Við höfum þó aðeins verið aö reyna fyrir okkur með skelfisk- vinnslu og höfum í hyggju að halda því áfram. Atvinnuuppbygging hér hefur verið hæg og sígandi. At- vinna hefur alltaf verið næg, utan það að skort hefur atvinnutæki- færi fyrir kvenfólk og unglinga. Skelfiskvinnslan kæmi til með að breyta allmiklu þar um. Þegar við vorum með tilraunavinnsluna, sem ég gat um áöan, veitti það 20— 30 konum vinnu.“ Hver er helzti kosturinn við skelfiskvinnsluna umfram aðrar greinar sjávarútvegs? „Helzti kosturinn er sá, að stofnkostnaður yrði lítill fyrir okk- ur. Húsnæði til vinnslunnar er þegar fyrir hendi, þar sem er slát- urhús kaupfélagsins. Frysti- geymslur höfum við einnig í tengslum við sláturhúsið. Véla- kostur til vinnslunnar er lítill. Við þyrftum einungis að festa kaup á einni vél, svonefndum hristara, sem skilur fiskinn frá skelinni." En hvernig verður hráefnisöflun háttað, þar sem þið eigið engan bát tíl að gera út á miðin? ,,Við eigum okkar framleiðslu- númer og leyfi til skelfiskveiða í Breiðafirði. Við hyggjumst gera samning viö bátseiganda annars staðar um að veiða upp í og nýta þennan kvóta okkar, og síðan yrði aflanum landað í Stykkishólmi og ekið hingað inneftir. Nú, það veldur okkur nokkrum aukakostn- aði, en það er álit þeirra manna, sem um þetta mál hafa fjallað, að þessi vinnsla eigi samt sem áöur aö geta borið sig." Tekur sveitarfélagið á einhvern annan hátt beinan þátt í atvinnu- lífinu hér í Búðardal? „Nei, svo er ekki. Við teljum rétt Snœfellingar! Allar algcngar innlcndar og erlcndar vörur. SPORTVÖRUR alls konar. GJAFAVÖRUR, mikið úrval. BÚSÁHÖLD. LEIKFÖNG. SKÓFATNAÐUR. NÆRFATNAÐUR. SJÓKLÆÐNAÐUR. SKJÓLFATNAÐUR. Allar nauðsynlegar vörur fyrir ferða- fólk. Gjörið svo vel að líta inn og skoðið. HAFNAR- BÚÐIN RIFI Hellissandi. Sími 93-6655 - 6645 (heima). 75
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.