Frjáls verslun - 01.07.1978, Qupperneq 80
— segir Borghildur
Hjartardóttir, hótel-
eigandi í Búðardal
„Nei, hótelrekstur getur vart
borgaö sig hér í Búðardal, miöaö
við þær aðstæður, sem nú eru hér.
Rétt hér hjá hefur verið komið á fót
Eddu hóteli. Það keppir við okkur
um þá litlu sumarumferð, sem hér
fer um, en lætur okkur síðan um að
þrauka veturinn, því þá er í Eddu
hótelinu heimavist fyrir skólabörn.
Manni finnst þetta að sjálfsögðu
anzi hart aðgöngu og raunar ó-
skiljanlegt, því umferð hér um er
ekki svo mikil að hún standi undir
rekstri tveggja hótela,“ sagði
Borghildur Hjartardóttir, sem
ásamt eiginmanni sínum, Ásgeiri
Guðnasyni, hefur nú í 27 ár rekið
gistiheimilið Bjarg í Búðardal.
,,Já, þaö er margt sem maður
ekki skilur í þessum málum," sagöi
Borghildur, „því er til dæmis
þannig variö að hótel sem aöeins
starfa á sumrin fá styrk frá hinu
opinbera á við þau sem starfa allt
árió og þrauka vetrarmánuðina
þegar viðskipti eru lítil sem engin."
Aðspurð sagði Borghildur að
hún teldi að umferð um dalina
hefði dregizt saman á síöustu ár-
um. „Það eru svo margir sem not-
færa sér þjónustu flóabátsins
Baldurs og fara meö honum frá
Stykkishólmi yfir á Brjánslæk á
Baröaströnd og svo aftur til baka.
Þetta sparar fólki náttúrulega
töluverðan akstur, en í stað þess
missir það af þeirri náttúrufegurð
sem dalirnir búa yfir og hér eru
einnig margir staöir, sem frægir
eru úr sögum."
Ég er hér með 7 herbergi og get
tekið á móti 16—17 manns í rúm.
Við höfum aldrei verið með svefn-
pokapláss, enda finnst mér af því
lítil menning, tel heldur að vinna
ætti að því að lækka gistiverð,
þannig að það væri á allra færi að
gista á þokkalegu og sómasam-
legu hóteli," sagði Borghildur
Hjartardóttir aö lokum.
Borghildur Hjartardóttir og Hótel Bjarg á minni myndinni.
„Borgar sig vart að reka
hótel á svona stað“
80