Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1978, Side 82

Frjáls verslun - 01.07.1978, Side 82
ti! umrædu Hagur Hollendinga Ekki fer mörgum sögum af beinum samskiptum íslands og Hollands á þess- um síðustu tímum greiðra samgangna og milliríkjasamvinnu. Leiðir íslands og Hollands liggja þó víða saman og hafa gert í áratugi. Þannig má nefna aðild landanna að Atlantshafsbandalaginu og Evrópusamtökum á sviði efnahags- og viðskiptamála. Svo hefur viljað til að ís- land hefur eignazt góða vini meðal hol- lenzkra ráðamanna, sem síðar hafa látið að sér kveða í alþjóðlegri samvinnu. Þannig var það um Stikker og Luns, sem báðir kynntust málefnum íslands og ís- lenzkum ráðamönnum vel áður en þeir voru útnefndir í framkvæmdastjóraem- bætti hjá Atlantshafsbandalaginu. Hafa íslendingar notið góðs af þeim kunn- ingsskap. Af Hollendingum má smáþjóð sem íslendingar læra margt. Hollendingar hafa sem smáþjóð á alþjóðavísu gert sér glögga grein fyrir nauðsyn samtaka um að tryggja öryggi og velferð síns eigin lands og nágranna, sem byggja stjórnar- far sitt á sömu lýðræðishefðinni. Viðhorf Hollendinga til þjóðfélagsmála og upp- byggingar trausts efnahagslífs eru lær- dómsrík. Hollendingar hafa kappsam- lega unnið að því í innbyrðis sátt og samlyndi að gera land sitt að öflugu iðnaðarríki, sem veitir borgurunum góð og örugg lífsskilyrði. Til að ná þessum markmiðum hafa Hollendingar verið ó- feimnir við að brjóta niður tollmúra, hleypa inn í landið erlendu fjámagni til atvinnuuppbyggingar og ganga opnir til samvinnu við önnur ríki um sameiginleg verkefni á hinum ýmsu sviðum. Lífskjör Hollendinga eru á við það bezta, sem gerist í heiminum. Því marki hafa þeir náð með þjóðarsátt, með því að hugsa fyrst um það hvað þjóðarafkomunni í heild sé fyrir beztu áður en einstakir hagsmunahópar eða einstaklingar hafa læðst í kökuna til að brjóta af henni girnilega mola. Það er athyglisvert, að þátttaka laun-. þega i verkalýðsfélögum er aukaatriði í Hollandi. Um helmingur launþega stendur utan verkalýðssambanda og semur beint við vinnuveitendur sína um kaup og kjör. Það hefur ekki orðið al- varleg vinnudeila í Hollandi síðan 1967. Samt unir almenningur í Hollandi vel við sitt og kvartar ekki. Þvert á móti blasa hvarvetna við óyggjandi merki um velferð byggða á traustum grunni. Þar er ekki tjaldað til einnar nætur. Öfgakennd sparnaðar- ráðstöfun Viðskiptavinir matvöruverzlana hafa margir komið að máli við blaðið og bent á afskaplega hvimleiðar tilkynningar, sem blasi við þeim, þegar komið er að búðarkössunum og vörur eru greiddar. Þar er tekið fram, að viðskiptamönnum sé ætlað að greiða fyrir jafnsjálfsagða hluti og plastpoka undir vörur, sem keyptar eru í verzluninni. Gjaldið í þessu sambandi er smámunir, en spurningin snýst fyrst og fremst um hugarfar kaup- manna og þjónustu. Kaupmenn verða að gæta að stöðu sinni í almenningsálitinu. Að þeim er hart sótt úr ýmsum áttum og óvægilega. Þeir við- skiptahættir, sem hér hafa verið gerðir að umtalsefni eru nánasarlegir og spilla aðeins fyrir áliti kaupmannastéttarinnar. 82

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.