Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1978, Síða 8

Frjáls verslun - 01.08.1978, Síða 8
I STIKLAÐ A STORU... 30 ára Bandaríkjaflug Liðin eru 30 ár síðan Loftleiðir fóru sitt fyrsta farþegaflug til Bandaríkjanna. Þessi ferð átti eftir að verða upphaf merks áfanga í sögu íslenskra flugmála. Flug Loft- leiða yfir Atlantshaf hefur um árabil verið snar þáttur í rekstri félagsins og síðar Flugleiða og með sanni má segja að farþegaflutningar milli New York og Luxemborgar með viðkomu á Islandi hafi um langa hríð verið merk grein i íslenskri at- vinnulífs- og efnahagssögu. Frá því í ágúst 1948 þar til árið 1952 flugu Loftleiðir óreglulega milli íslands og New York, en 1952 hófust vikulegar ferðir milli Islands og Bandaríkjanna og áfram til Evrópu. Lág fargjöld yfir Atlantshaf, sem tilkynnt voru í ársbyrjun 1953, vöktu mikla athygli, öfluðu félaginu mikilla viðskipta og með þeim náði félagið til viðskiptavina sem að öðrum kosti hefðu notað skipa- ferðir eöa ekki ferðast. I maí 1955 hófu Loftleiðir reglulegar ferðir New York/Reykjavík/Luxemborg, og óx sú flugleið með miklum hraða að ferðatíðni og farþegafjölda. Fram yfir 1960 voru Skymaster flugvélar í þessu flugi, en eftir að Loftleiðir fengu sína fyrstu Cloudmaster flugvél 1959, voru Skymaster flug- vélar teknar úr notkun á leiðinni. Síðar tóku við skrúfuþotur af gerð- inni Rolls Royce 400 og nú flýgur félagið þessa leið með DC-8-63 þotum sem rúma 249 farþega hver, en af þeim eiga Flugleiðir nú þrjár flugvélar og hafa auk þess tvær samskonar flugvélar á leigu. Þegar litið er til baka yfir 30 ára þróunar- sögu flugs yfir Atlantshaf má því með sanni segja að brotið hafi verið blað i sögu íslenskra flugmála með fyrsta flugi Loftleiða til New York. „Ráð og réttir" Búvörudeild Sambandsins hefur um langt skeið haldið uppi margs konar leiðbeiningar- og vörukynn- ingarstarfsemi í sambandi við framleiðsluvörur sínar. Nú fyrir skömmu var hafin útgáfa á röð lítilla leiðbeiningabæklinga, sem gefnir verða út undir nafninu ,,Ráð og réttir". Það eru Kjötiðnaðarstöð og Afurðasala, sem standa sameigin- lega að þessari útgáfu, og vferður í þessum bæklingum kynnt meðferð á kjöti, unnum kjötvörum og inn- mat. Gerð hefur verið sérstök laus- blaðamappa til að safna þessum bæklingum í, og verður hún seld í þeim verzlunum, sem selja Goða- vörur. Bæklingunum verður síðan dreift ókeypis til neytenda á sömu stöðum. Pylsupotturmeð kryddi 500 g GOÐA-pylsa, t.d. Reykt Medister eða Dalapylsa 1 stór laukur 2 tsk karrý 1 tsk kúmen 2 msk hveiti 4 dl vatn 2 súputeningar 1 epli 1/2 sellerírót 1. Skerið pylsuna í bita og laukinn í sneiðar. 2. Kraumið laukinn í örlítilli feiti, bætið pylsubitunum í og brúnið aðeins. 3. Stráið karrýinu í pottinn og látið það sjóða upp. Bætið kúmeninu í. 4. Hrærið saman hveiti og vatn og hellið því í pottinn, hrærið vel í á meðan. 5. Rífið eplið og sellerírótina út í pottinn og látið sjóða í nokkrar mínútur. Bragðbætið með salti, pipar og súputeningum ef þörf krefur. Berið kartöflur, hrís- grjón og/eða grænmeti mcð. Verslunarskólar og vlðskipta- menntun á framhaldsskólastigi Skólar þeir sem veita viðskipta- menntun á framhaldsskólastigi eru: Verslunarskóli íslands, Samvinnu- skólinn, fjölbrautaskólar og fram- haldsdeildir við ýmsa grunnskóla. Verslunarskóli (slands og Sam- vinnuskólinn voru og eru að nokkru leyti enn einkaskólar, en frá 1976 starfa þeir í samræmi við lög nr. 51/1976 og eru að mestu kostaðir af ríkissjóði. Báðir skólarnir hafa nú fram- haldsdeildir, sem útskrifa stúdenta. Unnið er að því að ganga frá námsskrá fyrir viðskiptamenntun á framhaldsskólastigi og er gert ráð fyrir að námstími verði þrjú ár. Við Verslunarskóla Islands sem er fjögra ára skóli stunda nú nám 673 nemendur samkvæmt skýrslu menntamálaráðuneytisins, þar af eru 461 nemandi í verslunardeild, en fyrstu tvö námsárin teljast til þeirrar deildar. Þeir sem Ijúka prófi með sæmilegum árangri frá versl- unardeildum geta síðan haldið námi áfram og lokið stúdentsprófi, að öllu jöfnu, eftir tveggja ára viö- bótarnám, í þeirri deild eru nú 212 nemendur. Samvinnuskólinn að Bifröst er tveggja ára skóli. Framhaldsdeild skólans er í leiguhúsnæði í Reykjavík og út- skrifar sú deild stúdenta. I viðskiptanámi í fjölbrautaskól- um og framhaldsdeildum eru nú við nám um 750 nemendur. Orkusöluaukning 2.8% hjá RR. Orkukaup og orkuvinnsla Raf- magnsveitu Reykjavíkur árið 1977 námu samtals 368,964 GWh, og var aukning frá fyrra ári 2,5%, en 4,8% árið áður. Orkukaup frá Lands- virkjun námu 367,583 GWh, voru 201,395 GWh keyptar við 132 kV spennu (54,8% af heildarkaupum), en 166,188 GWh viö lægri spennu. Eigin orkuvinnsla í Elliðaárstöð nam 1,381 GWh. Töp í dreifikerfi reiknast 7%. Raforkukaupin í heild námu kr. 1.232.634.254. Meðalverð keyptrar orku á árinu var 3,35 kr/kWh. Meðalverð keyptrar orku árið áður var 2,57 kr/kWh, og hefur hækkunin numið 30,0%. Sala raforku samkvæmt sölu- skýrslu nam 339,0 GWh á árinu, en 329,8 GWh árið áður, svo aö orku- söluaukning samkvæmt því hefur orðið 2,8% frá fyrra ári. Gjaldskrá Rafmagnsveitunnar hækkaði um 14% 01.01. 1977 og um 21% 01.11. 1977. í bæði skiptin voru hækkanirnar samfara breyt- ingum á heildsöluverði raforku frá Landsvirkjun. Meðalverð seldrar orku 1977 var 12,32 kr/kWh (9,88 kr/kWh árið áður). Flefur hækkunin numið 24,7% frá fyrra ári. Árið 1977 nam heildarsala raf- orku frá Rafmagnsveitu Reykjavík- ur 4143 Mkr að meðtöldum sölu- skatti og verðjöfnunargjaldi. Enn- fremur innheimti Rafmagnsveitan 1804 Mkr fyrir Hitaveitu Reykja- víkur. Nýtt erlent lán var tekið á árinu til framlengingar á eldri erlendum lánum. Var það tekið hjá Hambros Bank í London, og nam fjárhæð þess um 560 Mkr. Afborganir eldri 8
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.