Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1978, Síða 23

Frjáls verslun - 01.08.1978, Síða 23
Ferðamálasjóður lánaði 87 milljónir í fyrra Ferðamálasjóður veitti í fyrra sjö aðilum 10 lán, samtals að upphæð kr. 87 milljónir. Umsóknir, sem bárust voru alls 14, að upp- hæð tæpar 300 millj. króna. Þá var og leitað eftir tána- fyrirgreiðslu til 14 annarra framkvæmda, sem voru aðeins á hönnunarstigi. Næstu tvö árin á undan, 1975 og 1976, bárustsjóðnum 19 umsóknir um lán, að upphæð kr. 229 millj. Ferðamálasjóður veitti fimm aðilum sex lán úr sjóðnum að upphæð rúmar 33 milljónir. Lánveitingar í fyrra voru til eftir- talinna aðila: Hótel KEA, 2 lán, 15 millj. og 7 millj., til breytingar og stækkunar. Hótel Ólafsfjörður, 10 millj., nýtt hótel. Hótel Höfn, Siglufirði, 5 millj. til breytingar og endurbótar. Hótel Valaskjálf, Egilsstöðum, 12 millj., viðbygging við félags- heimili til gistihússrekstrar. Hótel Borgarnes, 2 lán, 10 millj. og 3 millj., til viðbyggingar. Hótel Ólafsvík, (Sjóbúðir h.f.) 3 millj. Hótel Saga, 2 lán, 15 millj. og 7 millj. Á síðastliönum þremur árum hafa tvö lán verið veitt til Reykja- víkur en 14 til annarra staða. í fyrra rættist töluvert úr fjár- hagsvanda Ferðamálasjóðs en hann var mjög mikill árin tvö á undan. Lánakjör hafa nú verið bætt og verðtrygging lækkuö. Lánakjör sjóðsins hafa frá upphafi verið verðtryggð að fullu, sem hefur leitt til allmikilla vanskila. Eldri lög um Ferðamálasjóð kváðu á um að endurlán úr sjóðnum skyldu vera að fullu verðbundin. Með nýjum lögum, sem öðluðust gildi á miðju ári 1976 var ákvæöi þetta rýmkað nokkuð. Þetta leiddi til þess aó sjóðnum tókst á árinu 1977 að ákveða verulega rýmri lánakjör. Tókst að lækka verð- tryggingarhlutfall útlána niður í 50% og ákvarða vaxtafót til sam- ræmis við það. í eftirfarandi töflu sést annars vegar vaxtafótur og verðtrygg- ingarhlutfall sjóðsins á árunum 1975, 1976 og 1977 og hins vegar lánstimi fyrir sömu ár. Miklar umræður hafa oröiö á fundum stjórnarnefndar Ferða- málasjóðs undanfarin ár um fjár- mögnun og uppbyggingu sjóösins en taflan hér aö ofan sýnir samsetn- ingu fjármagns í milljónum króna í útlánum sjóðsins frá 1970. Sjóðnum tókst ekki að afla sér lánsfjármagns á árinu 1975 og 1976, sem leiddi til að útlán voru verulega lægri en annars hefði orðið. Framlag ríkissjóðs hefur vaxið nokkuð hin síðari ár og var kr. 25 milljónir á árinu 1977. Mjög hertar innheimtuaðgerðir skiluðu nokkrum árangri á árinu 1977, þó ekki hafi sá árangur orðið slíkur sem vænzt var, en eigin fjármögn- un sjóðsins í útlánum umfram framlag ríkissjóðs á því ári var 9 millj. króna. Á ferðamálaráðstefnu, sem haldin var í vor var gerö ályktun, þar sem minnt er á, að fram til árs- ins 1977 hafi lán Ferðamálasjóðs verið með slíkum afarkjörum, að engum atvinnuvegi í landinu hafi um árabil verið boðið upp á annað eins. Lán hafi verið um árabil með 91/2: vöxtum og bæði vextir og af- borganir aö fullu tryggt með vísi- tölu framfærslukostnaðar. Telur ráöstefnan, aö hægt sé að sýna fram á, að meðalþungi afborgana og vaxta á 15 ára lánstímabili fari yfir 80% á ári. Ráðstefnan taldi óhjákvæmilegt að breyta eldri lán- um teknum hjá sjóðnum til sam- ræmis við núgildandi útlánareglur hans til að koma í veg fyrir stöðvun á rekstri fyrirtækja á sviði ferða- mála, sem hneppt eru í fjötra þessara ,,ólána“ eins og það er orðað. Vaxta- Vísitala (V) Láns- fótur Gengi (G) tími 1975 9.5 100%(V) 15 ár 1976 9.5 100% (V) 15 ár 1977 13.0 50% (G) 8— 15 ár Tekin Framlag á Eigið fé Lán- lán fjárlögum í útlánum veitingar 1970 6.0 1.0 (-2.1) 4.9 1971 12.0 5.0 (- 1.4) 15.6 1972 25.0 5.0 (-0.9) 29.1 1974 8.0 10.0 2.7 20.7 1975 0.0 15.0 8.1 23.1 1976 0.0 16.2 (-6.2) 10.0 1977 53.0 25.0 9.0 87.0 23
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.