Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1978, Page 33

Frjáls verslun - 01.08.1978, Page 33
viö sjó sem eftir er, er í Austur— Scheldt. Áætlað hafði veriö að Ijúka henni á þessu ári, en fram- kvæmdir munu standa yfir til árs- ins 1985. ( fyrstu var áformað að endurbyggja flóðgarðana með- fram ám og vogum og þræða þannig 700 km strönd, en í staðinn var ákveðiö að byggja stíflurnar sem eru um 50 km samanlagt. ( Austur-Scheldt hafa verið gerðar nokkrar smáeyjar úr grjóti og steinsteypu, en á milli þeirra verða síðan stíflurnar með opnanlegum lokum úr stáli. Umdeildar aðgerðir Enn eru uppi miklar deilur um þessar framkvæmdir í Hollandi og leggja bændur áherzlu á að sjón- um sé algjörlega haldið utan við stíflurnar, en umhverfisverndar- menn segja að nauðsynlegt sé að hleypa honum inn fyrir. Bændurnir eru að hugsa um jarðveginn í ræktunarskyni og vilja vernda hann gegn salti úr sjónum, en um- hverfissinnar líta á fjölskrúðugt fuglalífið, sem nú þrífst á þessum slóðum og byggist á því að vað- fuglar fái æti úr sjó. Því yrði stefnt í hættu, ef áhrifa flóðs og fjöru gætti ekki lengur innan við stíflurnar. Einnig er þess að gæta, að flóða- hætta getur skapazt af fljótunum ef þau fá ekki frárennsli í sjó og eins er það mikil mengun í þeim aö hún gæti orðið sízt betri fyrir gróðurfarið en saltið í sjónum. Því hafa hollenzkir tæknimenn gert stíflurnar opnanlegar með geysi- stórum lokum, sem opnaðar eru eftir þörfum til að hleypa út frá- rennsli ánna og sjónum inn fyrir, ef þörf þykir vegna lífríkis óshólm- anna eða til aö tryggja nægilega hátt vatnsyfirborö þannig að sigl- ingar geti óhindrað farið fram á skipaskurðunum inni í landi. Frá Öshólmasvæðinu. Þessi tækjabúnaður er notaður til að flytja grjót og önnur fyllingarefni í stífluna. StíflUgarðurinn við Ysselvatn, sem er 30 kílómetra langur. 'i'wrfíd

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.