Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1978, Síða 38

Frjáls verslun - 01.08.1978, Síða 38
Aer Lingus flaug í gegnum verkfall Þegar 2300 af um 5000 starfs- mönnum írska flugfélagsins Aer Lingus lögðu niður vinnu í marz ákvað stjórn félagsins að halda uppi flugferðum þó svo að þau viðbrögð virtust í fljótu bragði út í loftið og stjórnarmenn þyrftu að biðja fyrir sér. Verkfallsmenn voru úr flugstarfsmannadeild hinna herskáu verkalýðssamtaka, WorkersUnion of Ireland aðallega flugreyjur, flugafgreiðslufólk og skrifstofumenn á jafnmikilvægum stöðum og í launadeildum, bók- haldi og tölvudeildum. Það þótti sýnt, að Aer Lingus myndi skyndilega tapa á milli 18.2 og 36.4 milljón dollurum í inn- komnum tekjum, ef flugstarfsemi félagsins stöðvaðist. Aer Lingus tókst ekki aöeins að halda sér á lofti þessa 54 örlaga- ríku verkfallsdaga, heldur gat fé- lagið annazt að fullu mjög við- kvæma leiguflutninga yfir páskana og 75% af öllu venjulegu farþega- flugi sínu. Þegar verkfallið var yfir- staöið í maí, var nýtingin í flutn- ingum félagsins komin í 80% af meðalflutningi. Tapið varð um 6.4 milljónir dollara. Forstjórar skipta um hlutverk Gagnvart farþegunum leit öll starfsemin mjög eðlilega út — með nokkrum undantekningum þó. Afgreiöslumennirnir sem tóku á móti farangri og farmiðum voru háttsettir deildarstjórar og for- stjórar, sem urðu að vinna öll sín störf í höndunum, því aö tölvurnar voru óstarfhæfar. Um borð í vél- unum voru kannski aðstoðarfram- kvæmdastjórar frá skrifstofum Aer Lingus erlendis að bjóða farþeg- um drykki. Þeir höfðu verið kallaðir til írlands frá starfsstöðum sínum utanlands í miklum flýti og látnir fara á tveggja daga skyndinám- skeið. Þessir starfsmenn, sem komu til Dublin frá skrifstofum Aer Lingus 38 erlendis, unnu saman 14 talsins í hópum og lærðu þannig nauðsyn- legustu atriói varðandi öryggis- búnað flugvélanna og tækjabúnaö í farþegaklefa. Nógu margir komust í gegnum prófin svo að hægt væri að hafa 14 flugvélar flugfærar. Þeir, sem féllu á prófinu, voru aftur á móti látnir fara á enn meira skyndinámskeiö, sem sé eina kennslustund í með- ferðferð farangurs, farmiðaútgáfu og þess háttar. Borgað út í hönd Launagreiðslur ollu miklum vandræðum, þar sem starfslið launadeilda og tölvudeilda var í verkfalli. En þeim sem störfuðu var borgað með handskrifuðum ávís- unum og upphæðir miðaðar við vikulaunin síðustu áöur en verkfall hófst. Félagið þurfti að fá talsvert af leiguvélum til að annast flutn- inga fyrir sig þennan tíma og gerðu sumir flugstjórar kröfu til þess að leigan væri borguð á staðnum, — fyrir flugtak. Málin voru þá einfaldlega leyst með því að einhver yfirmaður Aer Lingus skrifaði út tékka á flugvélastæð- inu. Símalaust í ofanálag Það olli enn meiri vandræðum, aó Irland var símasambandslaust við umheiminn meðan á þessum aðgerðum stóð og varð því að senda þriggja manna nefnd til London til að leigja flugvélar fyrir flugið hvern dag eftir að áætlun hafði verið samin í aðalstöðvunum í Dublin. Þegar flugáætlun var endanlega samin voru gerð af henni Ijósrit, sem send voru með flugvélum til aðalskrifstofa félags- ins. Þá auglýsti félagið áætlun sína daglega í blöðunum. Talsmenn Aer Lingus viður- kenna að flugáætlunin hafi staðizt misjafnlega vel. Margar ferðir, einkanlega ætlaðar kaupsýslu- mönnum í innanlandsflugi, voru felldar niður en hins vegar tókst að halda uppi flugi á flestum Evrópu- leiðum félagsins, sem gefa mest í aðra hönd. Og þessar ferðir voru farnar á réttri áætlun. „Farþegar okkar í ferðum til Evrópulanda höfðu ekki á tilfinningunni, að verkfall væri hjá félaginu", sagöi talsmaður félagsins. Árangur metinn Fulltrúar annarra flugfélaga hafa verið að meta árangur af þessum viðbrögðum Aer Lingus— manna við verkfallsaögerðum. Þeir segja alveg Ijóst, að það séu nú þrír menn aö vinna verk, sem einn ætti að geta annað. Verkalýðsfélagið, sem boðaði vinnustöðvun, þykir hafa sett verulega niður vegna þessa máls. Það sættist loks á launahækkun, sem er litlu hærri en félagið bauð upphaflega og er lítils viröi, þegar frá er dregið launatap verkfalls- manna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.