Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1978, Page 47

Frjáls verslun - 01.08.1978, Page 47
þaö rynni út úr sjóðnum aftur, jafnað jafn mikla gengissveiflu og myndun 'sjóðanna olli. Sjóðirnir hefðu engu til leiðar komið öðru en því að flytja gengisfellingu fram í tíma, sem aó • sjálfsögðu er nokkur kostur ef við getum metið hvað er gott árferói svo aö við getum þá fellt gengið en haldið því stöðugu þegar ár- ferði er vont. 2) Ef með einhverjum hætti tækist að safna erlendum sjóðum til ávöxtunar erlendis vaknar að lokum sú spurning hvernig eigi að ávaxta þá. Ekki er alls kostar trúlegt að okkur gæfist vel að fara meö þessa sjóði hjálpar- laust á svipaðan hátt og erlendir einstaklingar og stórfyrirtæki gera þ.e. með því að fjárfesta þau í einkafyrirtækjum eða opinberum skuldabréfum. Okkur skortir algerlega kunn- áttu og aðgang að upplýsingum um þá miöl- unarmöguleika sem fyrir hendi eru. Af þess- um sökum yrðum viö að leita inn á þá fjár- magnsmarkaði sem við eigum sjálfir þegar viðskipti á — þ.e. markaði milliríkja lána. Við yrðum sem sé að veita sömu kjör og okkur eru sjálfum boðin. En þaö merkir að hagkvæmara væri að greiða uþp eitthvað af þeim lánum sem við höfum sjálfir tekið fremur en að veita öðrum lán — lánveitandi hlýtur að hafa ein- hvern kostnað af lánveitingunni þannig að raunverulegur hagnaður lánveitanda er minni en kostnaður lántakanda. Þessi röksemd styrkist enn þegar litið er til þess að vonandi hafa þau lán sem við höfum þegar tekið skilað góðum afrakstri, þ.e. að ávöxtun erlendra fjármuna á okkar áhættu hérlendis hafi skilað meiru en lánin til þeirra kostuðu. Lán til annarra á sömu kjörum og við njótum er í raun viðurkenning þess að fyrri fjárfestingar okkar eða nýjar fjárfestingar sviþaðar hinum eldri hafi verið rangar. Ahættusamir lántakendur Raunar mun það vera svo að við njótum lélegri kjara á erlendum lánamörkuðum. Við kváðum greiða nokkuð hærri vexti en margir aðrir. Ástæðan fyrir þessu getur ekki verið nema ein: Við þykjum áhættusamlegri lán- takar en aðrir. Áður en horfið er frá þessum ráóagerðum um ávöxtun bindiskyldusjóðsins er rétt að vekja athygli á því að kauþa verður það er- lenda fé sem sjóðurinn á að ávaxta frá ein- hverjum sem endanlega er utan bankakerfis- ins. Þetta þýðir það aö peningaeiningin sem keypt er fyrir kemur aftur inn í þjóðarbúið úr Seðlabankanum. Hún hefur því hringsól sitt aftur og skilar enn J í auknu þeningamagni. Svo að margfaldari peningamagnsins veröur eftir þessa aðra umferð í raun * en ekki J . En þessi leikur heldur áfram svo margfaldar- inn verðureftir3. umferð ^ og svo framvegis. Þessi ávöxtun bindiskyldusjóðsins hefur í raun í för með sér að bindiskyldan hefur verið lækkuð og afnumin meö öllu ef maður treyst- ist til að taka markgildi óendanlega margra umferða eins og gert var í skýrslunni í upp- haflegu margfaldaraformúlunni. Raunar er málum nú háttað einmitt á þennan veg að svo miklu leyti sem bindiskyldusjóðurinn er not- aður til lánveitinga. Að lokum er rétt að vekja athygli á því að einu rökin sem í skýrslunni eru færð fyrir beitingu bindiskyldusjóðsins til ávöxtunar fjármuna erlendis eru hliðstæður við Japan, V.-Þýzkaland og Sviss. Hér er í raun ekki um neina hliðstæðu að ræða: Þessar þjóðir þrjár eiga allar trausta gjaldmiðla sem annarra þjóða menn og fyrirtæki vilja gjarnan hafa á hendi. Þessar þrjár þjóðir geta því leyft seðlabönkum einum aö kaupa erlent fé við innlendu fé án þess að eiga það á hættu að hið innlenda fé skili sér allt inn í þjóðarbúið aftur og raski bindiskyldunni og peninga- margfaldaranum sem af henni hlýst. Jafn- framt hafa allar þessar þjóðir mikil og vaxandi umsvif í öðrum löndum og geta því mjög auðveldlega ávaxtað erlenda sjóði sína ör- ugglega án þess það hafi ófyrirsjáanleg áhrif á þeirra eigin hagkerfi. Þó er að sjálfsögðu meginmunurinn sá að þessar þjóðir eru alls ekki í skuld við útlönd eins og við íslendingar. (Reyndar er trúlegt að þessar þrjár þjóðir hafi einkum keyþt $US og þá líklega í þeim til- gangi að halda gengi dalsins uppi). 47

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.