Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1978, Síða 51

Frjáls verslun - 01.08.1978, Síða 51
Leiðbeiningar við lausn vandamála Bandaríski stjórnvísinda- maðurinn Ph. D. Robert N. McMurry svarar bréfum, sem fjalla um stjórnunar- vandamál. Deildarstjóri spyr: — Eg er afskaplega hissa á því hve viðkvæmt fólk er fyrir hreinskilinni og réttmætri gagnrýni á störf þess, eða ábendingum sem það túlkar á augabragði sem óréttmæta gagn- rýni. Þótt ég leggi mig í lima við að fara sem varlegast við að benda skrifstofufólki mínu á ýmislegt smávægilegt, sem betur mætti fara, þá veldur það oft og iðulega því að einhver stekkur upp á nef sér. Til að mynda heldur einn skrifstofumannanna því fram að aðfinnslur mínar hafi orðið til þess að hann var ekki hækkaður í laun- um en þess í stað fluttur í starf, sem hann telur lítilvægara. Það var hinsvegar alls ekki ætlun mín. Hann er góður starfskraftur, sem ég einfaldlega taldi að gæti orðið enn betri með dálítilli tilsögn, og þannig hækkað í launum fremur en hið gagnstæða. Nú er því eðli- legt að ég spyrji: Get ég á einhvern hátt endurbætt aðferðir mínar og hæfni mína til þess að leiöbeina starfsfólki mínu með þeirra hag og fyrirtækisins að leiðarljósi? Svar McMurrys: — Þrátt fyrir að þér gangi gott eitt til með hjálpsemi þinni við starfs- fólkið, bendir allt til þess að leið- beiningarnar séu þannig fram settar, að það taki þeim sem ávít- um og aðfinnslum, sem draga úr því kjarkinn og fremur letji það en hvetji. Varðandi það ákveöna dæmi, sem þú nefndir, er ástæða til að spyrja á móti, hvort starfsmaöur- inn hafi haft einhverja ástæðu til þess að búast ekki við launa- hækkun og hvort vitneskjan um það hafi ef til vill borist strax á eftir gagnrýni þinni á störf hans. Fannst þér ef til vill sjálfum engin furða þótt hann fengi ekki launa- hækkun í Ijósi þeirrar hegðunar hans, sem þér var þyrnir í augum? Brotalöm í hæfni stjórnanda Rétt er að hugleiða þann mögu- leika, að þótt þú hafir á nærfærn- islegan máta, og með fyllstu kurteisi, bent á það sem betur mætti fara í starfi hans og fram- komu, hafi hann tekið þessu sem óþarfa afskiptasemi. Hann telur tilganginn vera annan en að leið- beina honum á hlutlausan hátt. Það sem þér finnst vera rétt fram- koma í þessum tilvikum, álítur hann vera frekju, drottnunargirni og jafnvel ruddaskap. Það er sál- fræðileg staðreynd að sú fram- koma gagnvart öðrum starfs- mönnum, sem stjórnandi telur vera sína sterkustu hlið og þá hár- réttu, reynist oft vera stærsta brotalömin í hæfni hans sem stjórnanda. í þínum augum ertu ef til vill mjög eðlilegur, en í augum starfsfólksins ertu afturá móti til- ætlunarsamurog uppáþrengjandi. Mismunandi kröfur Vafalaust vertu sjálfur mjög fær starfsmaður sem gerir strangar kröfur til sjálfs þín. Það sem þú telur ófullnægjandi vinnuframlag, gæti því verið fullkomlega óað- finnsluvert í augum starfsfólksins, — það gerir einfaldlega ekki jafn strangar kröfur og þú sjálfur. Af því leiðir, að gagnrýni þín og tillögur um endurbætur, skoðast af starfs- fólkinu sem órökstudd og ótíma- bær gagnrýni byggð á persónu- legum metnaði fremur en þörf. Sá máti sem þú viðhefur þegar þú setur fram gagnrýni þína, er vafa- laust bæði hreinskiptinn og ein- lægur aö þínum dómi. En starfs- fólkinu finnst hann afturá móti bera vott um hroka og yfirlæti í meira mæli en þú gerir þér grein fyrir. Sjálfsskoðun En hvað skyldi vera til ráða? Mín tillaga er sú, að þú reyndir að skoða sjálfan þig úr svolítilli fjar- lægð. Settu þig í spor starfsfólks- ins og reyndu að gera þér grein fyrir þeim tilfinningum sem hjá þér kynnu að vakna ef þinn yfirmaður tæki uppá þvi að leiðbeina þér á sama hátt og þú gerir viö þitt starfsfólk. Sé þér nægileg alvara, er ein aðferð til sem gæti verulega hjálp- að. Leitaðu til þinna yfirmanna og spurðu þá hvað þeir álíta vera í fari þínu sem orsaki þessi vandamál. Sennilega hafa þeir tekið eftir því fyrir löngu og enn sennilegra er að þeir hafi rætt málefnið við aðra starfsmenn og sín á milli. Þar er eflaust þá ráðgjöf að fá, sem gæti leitt til þess að unnt verði aö breyta framkomu þinni þannig að forðað verði frá frekari árekstrum. 51
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.