Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1978, Side 53

Frjáls verslun - 01.08.1978, Side 53
byggd Ekkert framboð á lóðum í Kópavogi f ram til 1980 „Bðerinn hefur ekki haft nein efni á að veita atvinnufyrir- tækjum sérstakar ívilnanir vegna upp- byggingar í Kópa- vogi“, segir bæjar- stjórinn — Það er ákaffega einfalt mál, að eins og nú standa sakir eru nánast engar nýjar lóðir til hér i Kópavogi, hvorki til atvinnu- rekstrar né fyrir íbúðarbyggingar. Engar horfur eru á að úthlutun á nýjum lóðum geti farið fram í ná- inni framtíð, allavega ekki á þessu ári og sennilega mjög lítið á því næsta. Þetta sagði Björgvin Sæmunds- son, bæjarstjóri í Kópavogi, þegar Frjáls verzlun innti hann eftir lóöa- framboði í Kópavogskaupstað. — Eftir næsta ár má búast viö nýrri bylgju, ef við getum orðað það þannig, því aö við erum með skipulagt hverfi fyrir að minnsta kosti 2000 manna byggð í bland- aðri byggð, fyrst og fremst einbýl- is- og raðhúsum, norðan Nýbýla- vegar í Fossvogi. Það hafa orðið tafir á framkvæmdum þarna vegna uppgjörs erfðafestu, en á þessu svæði eru bújarðir. Við erum þó að ná endanlegu eignarhaldi á þeim núna. Við fengum nýlega yfirmat í Ástúninu, sem er 17 hektara jörð með húsum, og varð það 83 mill- jónir. í undirmati, sem fram fór í fyrra voru þessar eignir metnar á 128 milljónir og þótti okkur það auðvitað hrikalegt verð fyrir 17 hektara lands, sem við áttum í raun og veru. Björgvin Sæmundsson bæjar stjóri Þá er aðeins eftir að gera samn- inga um eina jörð, tiltölulega litla og er því trúlegt að 1980 verði hægt aö úthluta lóöum á þessu svæði, sem er f framhaldi af Snæ- landshverfinu svonefnda, en þaö teygir sig niður í Fossvogsdalinn. Hið nýja hverfi verður í framhaldi af því til austurs, alveg austur á há- hæðina. Holræsamál óleyst að sunnan- verðu Að öðru leyti er fyrirhugað að íbúðarbyggð rísi í suðurhlíðinni á Kópavogshálsinum sunnanverð- um, en þar er enn mikið óbyggt. Þar hefur þó staðið á einu grund- vallaratriði, sem eru holræsamál. Byggingabann hefur gilt þarna í um það bil 20 ár, því að nýtt ræsi veröur að leggja út í Kópavoginn, langt út fyrir Kársnes, jafnvel í gegnum Álftanesið til sjávar. Þetta er ekki fullkannað enn, en Kópa- vogur tekur þátt í rannsóknum á holræsamálum með Reykjavíkur- borg. Kópavogur hefur leyst þessi mál að norðanverðu í samvinnu viö Reykjavík og á um 17% í Foss- vogsræsinu, en að sunnanverðu þurfa Kópavogsbúar sennilega að standa alveg einir að framkvæmd- um upp á mörg hundruð milljónir króna. Þannig er viðbúið að það taki að minnsta kosti 5—10 ár að gera suðurhlíðina byggingarhæfa. Þar mun hins vegar rísa 3—4000 mannabyggð, þegarað þvíkemur. Kópavogur — 45 þús. manna bær? Til lengri framtíðar hafa Kópa- vogsbúar innan lögsagnarum- dæmis síns lönd þriggja annarra jarða, Smárahvamm, Fífuhvamm og Vatnsenda. Allar þessar jarðir eru í einkaeign og Vatnsendi er óðal, sem á að ganga að erfðum og ekki má selja. Ef samningar tækjust um skipulag þessara jarða fyrir bæjarfélagið getur Kópavog- ur vaxið upp í aö verða 40—45 þúsund manna bær. Núna eru Kópavogsbúar um 13 þúsund. Að vísu er mið tekið af stærö landsins, þegar þessar tölur eru nefndar og gert ráð fyrir nýtingu til íbúöarbygginga. Bæjarstjórinn tók þó fram að hlutfall lóða til atvinnu- rekstrar yrði væntanlega hærra en í eldri hverfum og því gætu þessar mannfjöldaspár breytzt. Þörf er mikil fyrir iðnaðarlóðir. Nú er næstum fullbyggt 25 hektara land austast á Digraneshálsi, þar sem risið hafa iðnfyrirtæki og verzlanir síðustu þrjú—fjögur árin. Þetta land var fengið í makaskiptum við Reykjavíkurborg. Allar lóðir þar eru nú búnar og allt er uppurið á öðrum iðnaðarsvæðum íbænum. í landi Smárahvamms, niðri í dalnum skammt austan íþrótta- vallarins, hefur verið skipulagt iðnaðarhverfi en sá er hængur á, að ekki hefur verið samiö við eig- endur landsins og holræsagerð 53

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.