Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1978, Page 59

Frjáls verslun - 01.08.1978, Page 59
Aætla að framleiða fyrir 800 milljónir í ár eftir það. Plastmálningin er stærsta framleiðslutegundin, en auk hennar framleiðir Málning hf. olíumálningu, klorgúmmálningu, ýmsar lakktegundir, lím, þynna, þéttiefni, steypuhjálparefni og gólfefni alls kyns. Stöðugt framleiðslueftiriit í rann- sóknarstofu. Fyrirtækið rekur rannsóknar- stofu, þar sem fram fer stöðugt framleiðslueftirlit, þróun nýrra vörutegunda og veitt er tæknileg ráðgjafarþjónusta. Á rannsóknar- stofunni starfa þrír verkfræðingar og tveir aðstoðarmenn. Ekki eru mörg einkafyrirtæki hér á landi, sem reka rannsóknarstofu, en hins vegar hafa málningarfram- leiðendur rekið slíkar rannsóknar- stofur. Rannsóknarstofa Málning- ar er ein stærsta einkarannsókn- arstofa á landinu. Sífellt er verið að þróa nýjar I rannsóknarstofunni hjá Málningu hf. Málning hf. er að leita fyrir sér um lóð í ná- grannabyggðarlög- unum Við Kárnesbrautina í Kópavogi er eitt elzta iðnfyrirtæki í Kópa- vogi, Málning hf., sem stofnað var 1953. Þegar fyrirtækið hóf starf- semi sína, störfuðu hjá því um 15 manns, en nú eru starfsmenn milli 50—60. Á síðasta ári framleiddi Málning hf. um Vh milljón lítra af málningu og öðrum framleiðslu- vörum og velta fyrirtækisins var um 600 milljónir. ( ár er áætlað að framleiða fyrir um 800 milljónir. Þeir Stefán Guöjohnsen og Öskar Maríusson eru fram- kvæmdastjórar Málningar hf. Stefán viöskiptalegur fram- kvæmdastjóri, en Óskar tækni- legur framkvæmdastjóri. F. V. spjallaði við þá nýlega og fékk upplýsingar um starfsemi fyrir- tækisins. Fyrstir í framleiðslu plastmáln- ingar hér Eigendur Málningar hf. komu frá málningarverksmiöjunni Hörpu, en tildrögin að stofnuninni voru þau, að komin var fram nýjung í framleiðslu þ. e. plastmálning, og var fyrirtækið stofnað með það fyrir augum að framleiða þessa málningu með framleiðsluleyfi frá fyrirtækinu Glidden í Bandaríkjun- um. Fljótlega eftir stofnunina fór framleiðslutegundum fjölgandi og hefur þeim fjölgað jafnt og þrétt 59

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.