Frjáls verslun - 01.08.1978, Qupperneq 60
vörutegundir og endurbæta fram-
leiösluna. Ein tegund málningar,
sem rutt hefur sér mjög til rúms á
íslenzkum markaöi, enda gerö fyrir
íslenzkar aöstæöur, en hraun-
málningin, en þessi málning er
þróuö á rannsóknarstofu Máln-
ingar hf. Hraunmálningin, sem er
sendin akrýlmálning, var fyrst sett
á markaðinn 1966, en hefur síöan
verið í sífelldri þróun. Þaö var ekki
fyrr en 1974, sem henni var
ætlaður stór hlutur á íslenzka
markaönum. Hraunmálningin
hefur verið mest notuö utanhúss,
en oft notuð innanhúss til að ná
fram sérstakri áferð.
Hafa selt framleiðsluleyfi til Fær-
eyja
íslenzkir málningarframleiöend-
ur standa frammi fyrir því, að tollar
á innfluttri málningu lækka og
1980 eiga þeir aö falla úr gildi. Þeir
Stefán og Óskar töldu, aö íslenzk
framleiösla gæti fyllilega staöið
samanburö viö innflutta málningu
hvað verð og gæöi snertir, en hins
vegar gætu íslenzku framleið-
endurnir veitt miklu meiri ráö-
gjafarþjónustu.
Undanfarin ár hefur málning
veriö flutt út til Rússlands. Þaö
hafa aðallega veriö Harpa, sem er
stærsti útflutningsaðilinn á máln-
ingu og Málningarverksmiðjan
Sjöfn, sem flutt hafa út málningu.
Málning hf. hefur ekki náö samn-
ingum um útflutning á málningu,
þrátt fyrir að verð og gæöi væri
fyllilega samkeppnisfært aö mati
erlendra kaupenda.
Málning hf. hefur selt fram-
leiðsluleyfi á skipamálningu til
Færeyja, og veitt tækniaðstoð við
aö reisa málningarverksmiðju þar,
en hún er sú fyrsta og eina starf-
andi málningaverksmiðjan í Fær-
eyjum. Auk skiþamálningarinnar
framleiöir þessi málningarverk-
smiðja grunnmálningu og fúa-
varnarefni.
Leita fyrir sér um lóð.
Áriö 1973 lauk þeirri samvinnu,
sem Málning haföi átt viö Glidden
um framleiðsluleyfi á plastmáln-
ingu, en tekin upp samvinna við
danska fyrirtækiö S Dyrup & Co.,
sem er annaö stærsta málningar-
framleiðslufyrirtæki í Danmörku.
Málning hf. framleiöir nú bæöi
plastmálningu og húsgagnalökk
meö framleiðsluleyfi frá þessu
danska fyrirtæki.
Málning hf. býður milli 15 og 20
staðalliti í plastmálningunni, en
auk þess er hægt að bjóöa
hundruö mismunandi lita með
litavélum. Stefán og Óskar sögðu,
að nú væru mest ráðandi Ijósir litir
innanhúss, en utanhúss væru vin-
sælastir grádrappaöir grunnlitir
meö líflegum dökkum litum í inn-
fellum.
Þeir sögðu í lok samtalsins, að
nú væri oröið nauðsynlegt fyrir
fyrirtækiö aö stækka viö sig hús-
næöi og væru þeir að leita fyrir sér
um lóö hjá nágrannabyggðarlög-
unum, þar sem bæjaryfirvöld hafa
ekki boðið fyrirtækinu viöunandi
aöstæöur í Kópavogi. Annars
hefði þeim líkaö mjög vel aö reka
fyrirtækiö í Kópavogi og þaö heföi
verið stefna þess aö fá Kópavogs-
búa til starfa í fyrirtækinu.
FLATKÖKUR
Magn: 2 stk. Innihald: Rúgmjöl,
heilhvoiti, hveiti, feiti og salt.
Bakarí
Fríðríks Haraldssonar sf
Káranesbfaut 96, KópavoQi 9 4 13 01
Ef svo er, þá sérhæfum við okkur í framleiðslu
á flatkökum og kleinum. Bæði eru ákaflega
vinsæl með kaffi og fátt er gómsætara í
nestispakkanum.
Lcitið upplýsinga nú þegar.
KLEINUR
Maorc 0 alk. lonlhaM: Hmitl. tykur.
ger. nfMk. on toytMdropir.
Bakarí Friðriks Haraldssonar s.f.,
Kársnesbraut 96, Kópavogi, sími 41301.
60