Frjáls verslun - 01.08.1978, Síða 61
Sjötti stærsti
sparisjóðurinn á landinu
— sparifjárinnstæður
í Sparisjóði Kópa-
vogs um einn millj-
arður
Sparisjóður Kópavogs er sjötti
stærsti sparisjóðurinn á landinu,
með um einn milljarð í innstæðum.
Sparisjóðirnir eru 43 á öllu
landinu, þó nokkrir bankar hafa
yfirtekið sparisjóði, en að öðru
leyti hefur þróunin hjá þeim verið
eðlileg. [ Reykjaneskjördæmi eru
starfandi þrír sparisjóðir, og einn-
ig þrir í Reykjavík. Sparisjóður
Kópavogs hefur starfað síðan
1956, en elzti starfandi spari-
sjóðurinn á landinu var stofnaður
fyrir rúmlega eitt hundrað árum,
og er hann á Siglufirði.
Jósafat Líndal er sparisjóös-
stjóri í Sparisjóði Kópavogs og
hefur verið sparisjóðsstjóri síðan
1968. Við hann spjallaði F. V. um
stund um starfsemi sparisjóðsins.
Tildrög að stofnun
Tildrögin að stofnun Sparisjóðs
Kópavogs voru þau, aö nokkrir
áhugamenn úr Kópavogi fóru fram
á það við banka í Reykjavík, að
hann setti upp útibú í Kópavogi, en
því var neitað, og sagt að þar væri
engin viðskipti aö fá. Þá var það,
aö þessir menn tóku sig saman um
stofnun sparisjóðs í Kópavogi, og
var hann opnaður 17. marz 1956.
Hóf hann starfsemi sína á Skjól-
brautinni í vesturbænum, en var
fluttur um set síðar á Digranesveg
10 í austurhluta bæjarins, þar sem
hann er nú starfræktur.
Nú eru hins vegar starfandi tvær
lánastofnanir í Kópavogi, þótt
bankamönnum hafi ekki litist á
blikuna, þegar leitað var til þeirra í
upphafi, enda er Kópavogskaup-
staður nú annar stærsti bærinn á
landinu fyrir utan Reykjavík.
Viðskiptavinir að langmestu leyti
Kópavogsbúar
Viðskiptavinir Sparisjóðs Kópa-
vogs eru að langmestu leyti fólk,
Jósafat Líndal, sparisjóðsstjóri, í afgreiðslu sparlsjóðsins.
61