Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1978, Page 73

Frjáls verslun - 01.08.1978, Page 73
nema 0.1% af heildartekjum í verslun. Þegar verið er að ræða vaxta- byrði atvinnuveganna er gjarnan talað um fjármagnsgjöld (vextir og verðbætur) samkvæmt skattfram- tölum fyrirtækja, en fjármagns- gjöldin eru öll frádráttarbær, burt- séð frá því hvers eðlis og hvaða hlutverki fjármagnið, sem þeir eru greiddir af, á að gegna. Þegar um er að ræða langtíma- fjármagn, sem notað er t.d. til fjár- mögnunar húsbygginga, er ekki nema lítill hluti fjármagnsgjalda af því raunverulegur kostnaður, þó að þau séu sett þannig fram í skatta- legum tilgangi. Ástæðan er sú, að í verðbólgu hækka fastafjármunir sí- fellt í verði og eru því vextir og verðbætur af langtímalánum að miklu leyti fremur fjárfesting (t. d. byggingarkostnaður) heldur en rekstrarkostnaður, enda fæst fjár- festing greidd til baka, þegar selt er. Það er því raunalegt, þegar því er stundum lýst yfir, að fjármagns- kostnaður fyrirtækja sé farinn að nema tugum prósenta af heildar- tekjum. [ langflestum tilvikum er ekki nema lítill hluti slíkra fjármagns- gjalda raunverulegur rekstrar- kostnaður. Afgangurinn er hrein fjárfesting, sem afskrifa má sam- kvæmt innra bókhaldi á ævitíma viðkomandi fjármunar, t.d. 50 árum, ef um fasteign er að ræða. En nýtast allir þeir fjármunir sem fyrirtæki hafa lagt fé sitt í á undan- förnum árum við að auka veltuna eða hagkvæmni? Telja verður lík- legt, að það aðhaldsleysi sem nei- kvæðir raunvextir undanfarinna áratuga hafa haft í för með sér hafi í of mörgum tilvikum leitt bæði til óvandaðri fjárfestinga en ella og óþarfra fjárfestinga (verðbólgufjár- festinga). Þessi atriði geta svo enn frekar verið að verki í dag og íþyngt greiðslugetu fyrirtækjanna, þar sem offjárfestingar fyrri ára styðja ekki sem skyldi við rekstur fyrirtækj- anna og draga úr arðsemi þeirra. Þegar verið er að kenna of háum vöxtum um slæma stöðu fyrirtækja, er þá ekki verið að draga athyglina frá því sem mestu máli skiptir, nefnilega slæmri stjórnun? [ viðtali við Helga Bachmann, forstöðumann Hagdeildar Lands- banka [slands, í Vinnuveitandanum 1. tbl. '78 segir Helgi, að arðsemi íslenskra fyrirtækja sé almennt of lág. Þegar rætt er um arðsemi fyrirtækja, er átt við arðsemi heild- arfjármagns þeirra, en arðsemi heildarfjármagns er reiknað út samkvæmt eftirfarandi sambandi: Hagnaður fyrir vexti og skatta X 100______________________________ Helldarfjármagn í ársbyrjun Ef arðsemi fyrirtækja er of lág, getur það samkvæmt þessu stafað bæði eða annaðhvort af of mikilli fjárfestingu fyrirtækja eða of litlum hagnaði fyrir vexti, en hvort tveggja er mjög háð stjórnun. Neikvæðir raunvextir ýta undir verðbólgufjár- festingar og aðhaldsleysi í stjórnun, en hvort tveggja hefur neikvæð áhrif á fyrrgreint samband og er of lítil framleiðni ein af or- sökum verðbólgu hér á landi. Til þess að fyrirtæki eða fjárfest- ing sé hagkvæm, verður arðsemi heildarfjármagns að vera hærri að jafnaði en þeir vextir sem settir eru upp fyrir lánsfjármagnið í þjóð- félaginu hverju sinni og skiptir hér engu máli á hvern hátt fyrirtækið er fjármagnað. Eigendur verða að jafnaði að fá af fé sínu þá vexti, sem þeir gætu í öllu falli fengið annars staðar frá (og væri ekki úr vegi að miða við spariskírteini ríkissjóðs í þessu sambandi). I Bandaríkjunum er höfuðorsök fyrir gjaldþroti fyrirtækja talin vera léleg stjórnun eða um 90%, en 10% vegna skorts á tækifærum og trúi ég því ekki, að mjög frábrugðið hlutfall gildi hér á landi. Ég hef m. ö. o. enga trú á því, að jákvæð raun- vaxtastefna stjórnvalda myndi skilja við atvinnulífið í rúst eins og sumir halda fram, að því tilskildu að viðeigandi ráðstafanir séu gerðar í gengismálum og að ríkisvaldið haldi að sér höndum, þannig að koma mætti verðbólgunni niður á viðráðanlegt stig. Það er þvert á móti mjög líklegt að auka megi hagvöxt og framleiðni þjóðarbúsins með jákvæðri vaxtastefnu stjórn- valda. Tjón það, sem neikvæðir raunvextir hafa með öðru unnið efnahagslífi Islendinga, kemur skýrt fram í athugun, sem Verslun- arráð (slands framkvæmdi árið 1977 fyrir tímabilið 1965—1974. ( Ijós kom, að íslendingar hafa þurft að verja að jafnaði árlega tæplega 30% þjóðartekna til fjárfestingar til að ná sama hagvexti og t. d. Bandaríkjamenn, sem aðeins verja um 15% þjóðartekna í fjárfestingar. Illa nýtt fjármagn landsmanna hefur því skert neyslumöguleika þjóðar- innar á undanförnum árum og í náinni framtíð. Hver eru áhrif vaxta á lánastofn- anir, almenning og verðbólgu- þróun? Áhrif stórlega neikvæðra raun- vaxta, síðustu 6 ár, á hinn frjálsa peningalega sparnað, sem fer um bankakerfið, hefur valdið því, að bankakerfið hefur skroppið saman um þriðjung, ef miðað er við þjóð- arframleiðslu, en sannað er, að raunvextir (mismunur nafnvaxta og verðbólgu) hafi mikil áhrif á þessa tegund sparnaðar. T. d. árið 1974 var hinn almenni sparifjáreigandi (þar með gamla fólkið) rændur um 30% af sparifé sínu. Sparifjáreig- endur hafa því leitað að öðrum sparnaðarformum í vaxandi mæli svo sem spariskírteinum og fast- eignum. Hinir neikvæðu vextir hafa valdið því, að eftirspurn hefur vaxið í þjóðfélaginu og aukið þannig enn- frekar á verðbólguna. Þrátt fyrir þetta eru samt margir, sem hafa á orði við mig í starfi mínu hjá Verð- bréfamarkaði Fjárfestingarfélags íslands, að helst vildu þeir geyma fé sitt á banka, ef það einungis væri tryggt, að raunvextir fengju að vera jákvæðir. Við afleiðingu minnkunar banka- kerfisins hafa allir, sem ekki njóta sérstakra forréttindalánveitinga, orðið varir. Lánsfé það, sem bank- arnir hafa til að skammta hefur stórminnkað, og var það þó af mjög skornum skammti fyrir. Búa nú at- vinnuvegirnir því við mikla óvissu um rekstrarfjárfyrirgreiðslu, en slíkt ástand er kostnaðarsamt og út- heimtir mikinn tíma stjórnenda og gerir alla áætlanagerð erfiða. Jafn- framt hefur bönkum og bankaúti- búum fjölgað á kostnaðarsaman hátt. Til að viðhalda óbreyttu sparnaðarhlutfalli hefur því hlutur hins þvingaða peningalega sparnaðar vaxið verulega, en honum er svo deilt út í gegnum sjóðakerfið með aukinni forsjá hins opinbera. Til að hamla gegn þessari öfug- þróun hefur Seðlabankinn tekið upp hreyfanlega vexti, sem á að vera skref í þá átt að koma upp raunhæfum vöxtum hér á landi, en vextir eru samt enn neikvæðir og hefur nú bilið milli nafnvaxta og verðbólgu aftur aukist eftir aukningu verðbólgunnar að und- anförnu. Hinum heyfanlegu vöxtum er skipt í grunnvexti og verðbótaþátt vaxta. I meginreglu þeirri sem fylgt er við vaxtaákvarðanir á verðbóta- þáttur vaxta að vaxa um 60% af 73

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.