Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1978, Side 76

Frjáls verslun - 01.08.1978, Side 76
fiölmidlar Andrés önd — bezti dönskukennarinn á íslandi? Hér segir frá aðdragandanum að útgáfu vikublaðsins Anders And & Co. á vegum Gutenberghus f Kaupmannahöfn. Blaðið er nú selt í 200 þús. eintökum í viku hverri í Danmörku og hér eru seld rúm 5000 eintök af hverju tölublaði. Enn sækja íslendingar margt til hinnar fornu sambandsþjóðar Dana. Lestur danskra vikurita hér á landi er eitt afbrigði áframhald- andi menningarsamskipta við frændþjóðina, þó að menn greini eflaust á um gildi þessa þáttar þeirra. En hinu er ekki að leyna, að hin dönsku afþreyingarblöð gegna hér ákveðnu hlutverki, sem innlendir aðilar virðast ekki hafa haft fjárhagslegt bolmagn eða kunnáttu til að taka að sér. Það af dönsku blöðunum, sem selst í langstærstu upplagi hér á landi er Anders And & Co., Það er flutt inn reglulega í 5100 eintökum hvert tölublað. Þar næst kemur Hendes Verden, sem er selt í 3000 ein- tökum. Það er Gutenberghus í Kaup- mannahöfn, sem sér íslenzkum lesendum, aðallega af yngri kyn- slóðinni, fyrir frásögnunum af Andrési önd og félögum. Fyrir nokkru var minnzt 100 ára afmælis útgáfufyrirtækisins Gutenberghus og var þá meðal annars rifjuð upp sagan um tilurð Andrésar andar sem vikublaðs hjá fyrirtækinu, en það gefur út eins og kunnugt er, fjöldan allan af vikublöðum og bókum, m. a. Hjemmet, Hendes Verden, Alt for damerne og bækur með myndum Walt Disney. Andrés sóttur til Ameríku Það var snemma árs 1946 að stór amerísk sprengjuflugvél, svo- kallað „fljúgandi virki“ hóf sig til flugs frá Kastrupflugvelli og var ferðinni heitið til Bandaríkjanna. Nokkrum sætum hafði verið komið fyrir í vélinni og meðal farþega var (í)ALT3>f5NHY'S ANDE/?S AMO&Co Fyrsta kápumyndin á Anders And & Co. í marz 1949 76

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.