Frjáls verslun - 01.08.1978, Qupperneq 77
þáverandi forstjóri blaðaútgáfu
Gutenberg, Dan Folke, sem hafði
líka getið sér orö fyrir tónsmíðar
sínar. Tilgangur hans með ferðinni
var aðeins einn: Að koma með
Andrés önd og félaga til Dan-
merkur. Nú vita menn í Danmörku,
ungir og aldnir, og lesendur í ná-
grannalöndum Dana, að Dan
Folke fór ekki erindisleysu.
Áhugi hans á Andrési önd, haföi
vaknað, þegar hann dvaldist sem
flóttamaður í Svíþjóð frá árinu
1943 til stríðsloka. Þar var hann í
sambandi við ameríska blaða-
menn og komst á snoðir um að í
Bandaríkjunum væri gefið út
barnablað, sem Walt Disney stæði
að. Hann vildi tryggja fyrirtæki sínu
útgáfuréttinn á því.
Þess vegna var hann meðal
fyrstu farþega, sem fóru flugleiðis
frá Evrópu til Bandaríkjanna eftir
ófriðinn og vestan hafs hitti hann
Walt Disney að máli. Þeir urðu
mestu mátar og fyrir framan nefið
á helztu blaðaútgáfufyrirtækjum í
Evrópu, sem vissulega höfðu mikil
áhrif og aðstöðu, tókst honum að
fá einkarétt handa Gutenberghus
til að gefa út Andrés önd og félaga
í Danmörku, Svíþjóð, Noregi,
Vestur-Þýzkalandi og í Finnlandi í
samvinnu við annað útgáfufyrir-
tæki.
Undirbúningur að útgáfunni tók
nokkurn tíma. Það var pappírs-
skömmtun í Danmörku og Andrés
önd varö að sýna nokkra biðlund.
Þetta vandamál var aftur á móti
ekki fyrir hendi í Svíþjóð og þar
hélt Andrés önd innreiö sína á
evrópskan vettvang undir nafninu
Kalle Anka.
Hinn 1. marz 1949 var svo röðin
að lokum komin að Dönum og
Anders And & Co. var þá fyrst gef-
ið út sem mánaðarrit í 75 þús.
eintaka upplagi.
Uppvaxtarár Andrésar
Upphaf Andrésar andar má
rekja aftur til ársins 1932 þegar
hann birtist sem kvikmyndastjarna
í teiknimyndum. Það kom Walt
Disney nokkuð á óvart aö þetta
afkvæmi hans, sem varð fyrst og
fremst þekkt fyrir ólund og reiði-
köst en óskaplega bjartsyni og
ævintýramennsku skyldi öðlast
þær vinsældir, sem raun varð á, og
verða í forystu fyrir marglitum og
fjölbreytilegum hóp nýrra sögu-
persóna sem hann skóp fyrir hvíta
tjaldið. Danir höfðu kynnzt Andrési
önd í kvikmyndunum en ekki í
blöðum. Sölustjórinn í Guten-
berghus ákvaö að Andrés skyldi
fljúga. Hann lærði flug og lét mála
mynd af Andrési á litla einkaflugvél
útgáfufyrirtækisins, sem síöan var
notuð til að fara í heimsóknir og
kynningarferðir um Danmörku.
Hundruö blaðasala og þúsundir
barna fóru í fyrsta skipti í flugferð í
þessari vél, sem notuð var til að
kynna Andrés í 15 ár. Þar sem vélin
lenti, streymdu að þúsundir barna
og heimsóknirnar fengu rækilegt
umtal í blöðum viðkomandi
byggóarlaga.
Útgáfudögum fjölgað
í maí 1956 þótti ekki nóg aö
blaðiö kæmi út einu sinni í mánuöi.
Þá var afráðið að gefa það út
hálfsmánaðarlega. Frá því íjanúar
1959 hefur Anders And & Co svo
komið út sem vikublað.
Nú seljast 200 þús. eintök af
blaðinu í Danmörku og það er talið
aö fjórir til fimm lesi hvert eintak,
ekki aöeins börn, því að Andrés á
fjölmarga aðdáendur í hópi full-
orðinna. Blaðið hefur einnig náð
mikilli útbreiðslu í Svíþjóð, Noregi
V.-Þýzkalandi og Finnlandi og
danska útgáfan hefur náð mikilli
sölu hérlendis eins og vikið var að í
inngangi að þessari grein. Og að-
standendur blaðsins í Danmörku
benda á að það sé ekki svo lítið
sem þessi Andrés geti komið til
leiðar því að hann hafi stuðlað að
stórauknum áhuga íslenzkra
skólabarna á danskri tungu!
Velheppnuð kynning
Útbreiöslu blaðsins eiga útgef-
endurnir að þakka mikilli kynn-
ingarstarfsemi eins og áður er
vikið að. Til viðbótar flugferðunum
var efnt til skemmtana þar sem
sýndar voru kvikmyndir með aðal-
hetjunni, og persónur úr mynda-
sögum blaðsins komu þar fram
„Ijóslifandi" og sprelluðu fyrir
börnin. Fyrir allmörgum árum var
efnt til fyrstu Andrésar andar-leik-
anna í Noregi en það er skíðamót
barna. Þeir sem vinna á hverju
móti komast í aðalkeppnina, Kalle
Anka-mótið. Þessi hugmynd hefur
verið framkvæmd í Svíþjóð einnig
Þegar Andrés kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1934 var hann háls-
langur og langnefjaður ...
77