Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1978, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.10.1978, Blaðsíða 23
önnur þota Arnarflugs kemur inn til lendingar. og íslands, tvisvar á dag, hvern laugardag. í júlímánuði flutti fé- lagið t. d. 1700 farþega frá Dusseldorf til íslands. Hafa þessar ferðir með þýzka ferðamenn gefizt mjög vel. I sumar þauð Arnarflug upþ á svokölluð Noröurpólsflug með viðkomu á Svalbarða. Voru farnar fjórar slíkar ferðir frá Keflavík í sumar. Farþegar fengu sérstakt skjal undirritað af flugstjóranum þess efnis, að viðkomandi farþegi hefði flogið yfir Norðurpólinn. Norðurpólsflugið vakti athygli erlendis og var m. a. á dagskrá vestur-þýzka sjónvarpsins þáttur frá einu slíku flugi. Er ætlunin aö halda áfram að bjóða Norðurpóls- flug næsta sumar. 4—5 fyrirspurnir erlendis frá á dag Afkoma Arnarflugs er sem kunnugt er eingöngu byggð á leiguflugi. Félagiö hefur sótt um leyfi til stjórnvalda um að fljúga í áætlunarflugi til Kaupmannahafn- ar, Dublin, London, Rotterdam, Dusseldorf og Zúrich, en um- sóknum hefur verið synjað. Halldór Sigurðsson sagði, að í sumar hefði Arnarflug fengið fjórar til fimm fyrirspurnir á dag erlendis frá um leiguflug. Var m. a. flogið fyrir Britannia Airways milli London Aþenu, Malaga og Tel Aviv með farþega, sem höfðu oröiö fyrir verulegum töfum vegna hæga- gangs franskra flugumferðastjóra, einnig var flogið m. a. fyrir TAP í Portúgal og Hapag Lloyd í Þýzka- landi. Fjölmennt starfslið Hjá Arnarflugi starfa nú tæplega 100 manns. Félagið hefur á aö skipa átta til níu áhöfnum á báðar vélarnar. I þjónustu félagsins eru um 50 flugliðar, en þrír erlendir flugstjórar starfa hjá Arnarflugi. Viðhalds- og þjónustudeild er á Keflavíkurflugvelli, en kröfur um viðhald og öryggi eru að sjálf- sögðu þær sömu fyrir flugfélög í leiguflugi og áætlunarflugi. I Keflavík er einnig framleiddur matur fyrir farþega Arnarflugs. Félagið hefur einnig á að skipa sölufólki erlendis, auk starfsfólks- ins á aðalskrifstofu. Eðlilegt að íslenzku félögin standi saman Eins og kunnugt er keyptu Flugleiðir hf. nýlega meirihluta hlutabréfa í Arnarflugi, en stærsti hluthafinn var Olíufélagið hf. Vil- hjálmur Jónsson forstjóri þess, var stjórnarformaður Arnarflugs og verður það áfram. Magnús Gunnarsson, forstjóri Arnarflugs var spurður að því hvaða breytingar þessi meirihluta- kaup Flugleiða hefðu í för með sér fyrir Arnarflug. Hann sagði, að ekki væri í raun Ijóst, hvaða áhrif þetta hefði á starfsemi Arnarflugs, en forráðamenn Flugleiða hefðu sagt, að félagið myndi starfa áfram sem sjálfstæður aðili í leiguflugi. Ákveðið hefði þó verið, aö sam- ræma t. d. viðhald beggja félag- anna, til að fyllsta hagkvæmni kæmi fram, og þar sem hagkvæmt þætti mundu félögin hafa náið samstarf. Magnús sagði ennfremur: — Við höfum áttað okkur á, að þessi rekstrareining er lítil og áhættu- söm. Félagið hefur vaxið gífurlega mikið á þeim tíma sem það hefur starfað, frá því að flytja 18 þúsund farþega og upp í á þriðja hundrað þúsund farþega, sem félagið mun flytja í ár. Ef menn vilja, að félagið þróist áfram á þessari braut, er Ijóst að til náins samstarfs viö stærri aðila í flugrekstri varð að koma. Það er eðlilegt, að íslenzku flugfélögin standi saman á þessum markaði, sagði Magnús Gunnarsson að lokum. 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.