Frjáls verslun - 01.10.1978, Blaðsíða 23
önnur þota Arnarflugs kemur inn til lendingar.
og íslands, tvisvar á dag, hvern
laugardag. í júlímánuði flutti fé-
lagið t. d. 1700 farþega frá
Dusseldorf til íslands. Hafa þessar
ferðir með þýzka ferðamenn gefizt
mjög vel.
I sumar þauð Arnarflug upþ á
svokölluð Noröurpólsflug með
viðkomu á Svalbarða. Voru farnar
fjórar slíkar ferðir frá Keflavík í
sumar. Farþegar fengu sérstakt
skjal undirritað af flugstjóranum
þess efnis, að viðkomandi farþegi
hefði flogið yfir Norðurpólinn.
Norðurpólsflugið vakti athygli
erlendis og var m. a. á dagskrá
vestur-þýzka sjónvarpsins þáttur
frá einu slíku flugi. Er ætlunin aö
halda áfram að bjóða Norðurpóls-
flug næsta sumar.
4—5 fyrirspurnir erlendis frá á
dag
Afkoma Arnarflugs er sem
kunnugt er eingöngu byggð á
leiguflugi. Félagiö hefur sótt um
leyfi til stjórnvalda um að fljúga í
áætlunarflugi til Kaupmannahafn-
ar, Dublin, London, Rotterdam,
Dusseldorf og Zúrich, en um-
sóknum hefur verið synjað.
Halldór Sigurðsson sagði, að í
sumar hefði Arnarflug fengið fjórar
til fimm fyrirspurnir á dag erlendis
frá um leiguflug. Var m. a. flogið
fyrir Britannia Airways milli London
Aþenu, Malaga og Tel Aviv með
farþega, sem höfðu oröiö fyrir
verulegum töfum vegna hæga-
gangs franskra flugumferðastjóra,
einnig var flogið m. a. fyrir TAP í
Portúgal og Hapag Lloyd í Þýzka-
landi.
Fjölmennt starfslið
Hjá Arnarflugi starfa nú tæplega
100 manns. Félagið hefur á aö
skipa átta til níu áhöfnum á báðar
vélarnar. I þjónustu félagsins eru
um 50 flugliðar, en þrír erlendir
flugstjórar starfa hjá Arnarflugi.
Viðhalds- og þjónustudeild er á
Keflavíkurflugvelli, en kröfur um
viðhald og öryggi eru að sjálf-
sögðu þær sömu fyrir flugfélög í
leiguflugi og áætlunarflugi. I
Keflavík er einnig framleiddur
matur fyrir farþega Arnarflugs.
Félagið hefur einnig á að skipa
sölufólki erlendis, auk starfsfólks-
ins á aðalskrifstofu.
Eðlilegt að íslenzku félögin standi
saman
Eins og kunnugt er keyptu
Flugleiðir hf. nýlega meirihluta
hlutabréfa í Arnarflugi, en stærsti
hluthafinn var Olíufélagið hf. Vil-
hjálmur Jónsson forstjóri þess, var
stjórnarformaður Arnarflugs og
verður það áfram.
Magnús Gunnarsson, forstjóri
Arnarflugs var spurður að því
hvaða breytingar þessi meirihluta-
kaup Flugleiða hefðu í för með sér
fyrir Arnarflug. Hann sagði, að
ekki væri í raun Ijóst, hvaða áhrif
þetta hefði á starfsemi Arnarflugs,
en forráðamenn Flugleiða hefðu
sagt, að félagið myndi starfa áfram
sem sjálfstæður aðili í leiguflugi.
Ákveðið hefði þó verið, aö sam-
ræma t. d. viðhald beggja félag-
anna, til að fyllsta hagkvæmni
kæmi fram, og þar sem hagkvæmt
þætti mundu félögin hafa náið
samstarf.
Magnús sagði ennfremur: —
Við höfum áttað okkur á, að þessi
rekstrareining er lítil og áhættu-
söm. Félagið hefur vaxið gífurlega
mikið á þeim tíma sem það hefur
starfað, frá því að flytja 18 þúsund
farþega og upp í á þriðja hundrað
þúsund farþega, sem félagið mun
flytja í ár.
Ef menn vilja, að félagið þróist
áfram á þessari braut, er Ijóst að til
náins samstarfs viö stærri aðila í
flugrekstri varð að koma. Það er
eðlilegt, að íslenzku flugfélögin
standi saman á þessum markaði,
sagði Magnús Gunnarsson að
lokum.
23