Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1978, Page 56

Frjáls verslun - 01.10.1978, Page 56
byggd Glerborg tekur upp nýjar framleiösluaöferöir Anton framkvæmdastjóri I Hafnarfirði er stað- sett stærsta glersam- setningarverksmiðja landsins, það er Gler- borg hf., sem stofnuð var árið 1972 Helsta verkefni verksmiðjunnar er framleiðsla á einangrunargleri, en einnig fer þar fram nokkur sala á einföldu gleri, svo og á öllum þeim efnum sem tilheyra ísetn- ingu glers. Um tuttugu og fimm manns starfa hjá fyrirtækinu. Hluthafar í því eru níu og starfa þeir allir hjá fyrirtækinu, ef ekki í fullu starfi, þá í hlutastarfi. Fyrir nokkru var tekin sú stefna hjá fyrirtækinu að selja traustustu starfsmönnum þess hlut í því. Höfðu nokkrir af upphaflegum hluthöfum í því verið keyptir út og í staðinn voru fjórum starfsmönnum verksmiðjunnar seldir hlutir í því. Framkvæmdastjóri Glerborgar er Anton Bjarnason, og hitti FV hann að máli nýlega: ,,Við höfum alltaf kappkostað það hér, að vera fremstir með nýj- ungar á okkar sviöi, svo og tækja- kost, eins og hann er hagkvæm- astur miðað við stærð verksmiðj- unnar," sagði Anton, ,,og núna er okkur einmitt í mun aö kynna ný tæki, nánast sjálfvirka fram- leiðslulínu, sem viö höfum verið að fjárfesta í. Með þessum nýju tækjum, sem eru mikil og fullkomin, erum við komnir af stað meö nýjung í fram- leiðslu á einangrunargleri, sem bætir framleiösluna verulega. Þetta er sú framleiösluaðferð, sem í dag er talin sú besta sem völ er á. Þessi aöferö hefur verið að þróast í Evrópu undanfarin tíu ár eða svo, fyrst og fremst í Þýskalandi, og er hún að byrja aö dreifast um heim- inn núna. Til dæmis eru Skandi- navar nú að breyta sínum fram- leiðsluháttum á grundvelli þessa, en við erum einna fyrstir á Norð- urlöndum að taka þessar vélar og tæki í noktun." Tvöföld líming á glerinu Framleiðsla okkar batnar nú af því að við fáum tvöfalda límingu á glerinu, í stað einfaldrar. Þegar búið er að setja saman álramm- ann, sem fer á milli glerja, þá er sprautað sérstöku Ifmi beggja vegna á hann. Þetta lím er margfalt þéttara en það sem notað hefur verið hér á undanförnum árum og með því á rúðan aö nást algerlega rakaþétt. Síöan fer rúðan í gegn. um þessa vélasamstæðu og að endingu er sprautað yfirlími, hringinn um hana. Það hefur mik- inn teygjanleika og viðloðunar- kraft, sem er mikilvægt upp á styrkleika glersins þegar það er komiö í, til dæmis með tilliti til vindálags. Þessa tvo kosti, sem báðir eru nauðsynlegir, hefur reynst erfitt, nánast ómögulegt að sameina í einu lími. Framleiösla á einangrunargleri er alltaf ákaflega vandmeðfarin. Þess þarf aö gæta að aöeins valin efni séu notuð í þetta og svo þarf að gæta að mörgu ööru, til dæmis hreinlæti, sem er ákaflega mikil- vægur þáttur þessarar fram- leiðslu. Þessi nýja vélasamstæða felur í sér tryggingu á flestum þáttum. Hún þvær glerið, þurrkar, pressar límingar og færir gleriö áfram milli framleiðsluathafna, al- 56

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.