Frjáls verslun - 01.10.1978, Qupperneq 77
Skálafell til leigu
Hótel Esja leigir út veitingasali á
annarri hæð hótelsins til hvers
kyns mannfagnaðar. í haust hefur
verið mikið um, að ýmis félaga-
samtök og aðrir aðilar haldi fundi
á hótelinu, auk þinga sem þar
hafa verið haldin, samkvæma og
annars mannfagnaðar og þegar
líða tekur á veturinn tekur tími
árshátíðanna við.
Steindór Ólafsson, aðstoðarhó-
telstjóri á Hótel Esju sagði, að unnt
væri að leigja út fjóra litla sali til
mannfagnaðar og fundarhalda,
sem hver um sig tekur 50 til 60
manns í sæti. Einnig er hægt að
opna á milli salanna, og séu allir
fjórir opnaðir sem einn salur er
hægt að taka 150—160 manns í
sæti.
Hvers kyns veitingar er hægt að
bera fram, bæði kaffiveitingar og
mat, en þó salur sé tekinn á leigu
er ekki nauðsynlegt að veitingar
séu keyptar.
Einn þessara sala á annarri
hæðinni hefur bæði dansgólf og
flygil og hefur þessi salur verið
mikið leigöur út fyrir matarveislur,
og hljómlistarmenn fengnir til að
leika undir dansi.
Á níundu hæð hótelsins er
Skálafell. Þann stað er hægt að
leigja út, utan venjulegs bartíma, til
ýmis konar mannfagnaðar s. s.
kokkteilsamkvæma, kynningar-
funda fyrirtækja t. d. eða blaða-
mannafunda. Sagði Steindór, að
ekki væri langt um liðið síðan fariö
var að leigja út Skálafell í þessu
skyni, en þar eru vínveitingar á
boðstólum.
Á fimmtudögum hafa verið
haldnar tískusýningar í Skálafelli,
en um helgar, það er föstudags-,
laugardags- og sunnudagskvöld
er í Skálafelli boðið upp á
skemmtikrafta, þ. á. m. söngvara
og er það nýnæmi þar uppi. Um
helgar er leikin Ijúf tónlist á raf-
magnsorgel fyrir gesti, sem gjarn-
an fá sér snúning um leið.
Skálafell er orðið vinsæll samkomustaður þar sem menn fá sér hressingu og spjalla saman í næði.
77