Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1979, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 01.03.1979, Blaðsíða 9
Salome Þorkelsdóttir, hreppsnefndarfulltrúi og varaoddviti Mosfellshrepps var á síðasta aðalfundi samtaka sveitarfélaga í Reykjanes- kjördæmi, SASÍR, kjörinn formaður samtak- anna og framkvæmdastjóri þeirra fyrst um sinn. Er það í fyrsta sinn að kona er kosin formaður landshlutasamtaka hér á landi. SASÍR eru stærstu landshlutasamtök sveit- arfélaganna á landinu, en sjö sveitarfélög eiga aðild að þeim. Eru það Kópavogskaupstaóur, Garðabær, Seltjarnarneskaupstaður, Mos- fellshreppur, Bessastaðahreppur, Kjalarnes- og Kjósarhreppur. í þessum sveitarfélögum eru búsettir um 25 þúsund manns. Á þessum fundi gengu sveitarfélögin á Suðurnesjum úr SASÍR, og stofnuðu eigin samtök, samtök sveitarfé- laga á Suðurnesjum, SSS. Hlutverk Salome sem formanns SASÍR er m.a. að boða til og stjórna stjórnarfundum, og vakir fyrir stjórninni að gera samtökin virkari en verið hefur. Helsta hlutverk SASÍR er að vinna aö sameiginlegum verkefnum þeirra sveitarfé- laga er eiga aðild að samtökunum. Salome Þorkelsdóttir er fædd 3. júlí 1927 í Reykjavík. Hún nam við Kvennaskólann í Reykjavík, starfaði um tíma á skrifstofu í Reykjavík, og bjó um hríð austur í Biskups- tungum. Frá 1948 hefur Salome verið búsett í Mosfellssveit. [ hreppsnefnd Mosfellshrepps hefur Salome setiö sem aðalmaður frá 1966, en 1962-66 var hún varamaður. Varaoddviti hefur hún verið frá 1974. Auk þess að vera í hreppsnefnd starfar Salome á skrifstofum Mosfellshrepps sem aðalgjaldkeri, en þar hefur hún starfað um 10 ára skeið. Þorsteinn Magnússon, viðskiptafræðingur hefur verið ráðinn skólastjóri Bankamanna- skólans í fullt starf. Þorsteinn er ekki ókunn- ugur starfi skólans, því hann hefur kennt þar á reiknivélar frá upphafi. Aðalstarf Þorsteins var kennsla við Verslunarskóla Islands, þar sem hann kenndi hagnýtar viöskiptagreinar, aöal- lega bókfærslu. Bankamannaskólinn hefur verið starfræktur í tæp 20 ár. Haldin eru að jafnaði tvö nýliða- námskeið á ári, þriggja mánaða námskeið, en um hundrað manns sækja þau að meðaltali á ári. Á námskeiðunum eru kenndar ýmsar bankanámsgreinar s.s. almenn bankafræði, um innlán, útlán, gjaldeyrismál og verklegar greinar. Nú er í undirbúningi að halda framhalds- námskeið næsta skólaár, sem standa í sex til tólf mánuði, og jafnhliða þeim sérnámskeið fyrir bankamenn s.s. gjaldkera, gjaldeyris- deildir og fl. Um 1500 manns hafa verið í Bankamannaskólanum frá upphafi. Þorsteinn Magnússon er fæddur 17. október 1933 í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá Verslunarskólanum árið 1955, og prófi í við- skiptafræðum frá Háskóla (slands árið 1963. Aö loknu viðskiptafræðiprófi hóf hann kennslustörf við Verslunarskóla íslands. Auk þess hefur hann kennt við ýmsa aðra skóla á námskeiðum t.d. við viðskiptadeild Háskóla ís- lands, Stjórnunarfélag íslands, Bréfaskólann og Einkaritaraskólann. Þorsteinn hefur á seinni árum starfað mikið fyrir yfirvöld menntamála við skipulagningu viðskiptabrauta í framhaldsskólum og hinum nýju fjölbrautarskólum. Hann hefur einnig unnið að samningu kennslubóka í verslunar- greinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.