Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1979, Blaðsíða 81

Frjáls verslun - 01.03.1979, Blaðsíða 81
fyrírtækjafréttir Ný skrifstofuhúsgögn á íslandi: Facit 80 Fyrirtækið Gísli J. Johnsen hefur flutt starfsemi sína í nýtt húsnæði á Smiðju- vegi í Kópavogi, sem m.a. er búið skilrúm- um og húsgögnum frá Facit. Nú nýlega flutti fyrirtækið Gísli J. Johnsen hf. starfsemi sína af Vesturgötu 45 í rúmgott og glæsi- legt húsnæði að Smiðjuvegi í Kópavogi. Það vakti athygli gesta á blaðamannafundi sem haldinn var af þessu tilefni auk þess sem fyrirtækið átti 80 ára afmæli, hve smekkiegar innréttingar eru á skrifstofu fyrirtækisins. Þetta eru skilrúm og húsgögn sem fram- leidd eru af sænska fyrirtækinu Facit AB, en Gísli J. Johnsen hf. er umboðsaðili fyrirtækisins á Is- landi. Blaðamanni Frjálsrar verzlunar gafst tækifæri á að hitta á staðnum H. Legart Paulsen sem stjórnar útflutningssöludeild Facit AB, en hún hefur aðsetur í Kaupmanna- höfn. Paulsen var fyrst spuröur að því hversvegna sænskt fyrirtæki veldi Kaupmannahöfn sem að- setur söludeildar? Paulsen sagði aö samvinna Norðurlandaþjóðanna hefði aukist verulega á undanförnum árum og ákveðin verkaskipting mætti heita komin á. Til gamans væri oft tekið þannig til orða að Finnarnir hönn- uöu hlutina, Svíarnir framleiddu þá, Danir sæju um að selja og Norðmenn önnuðust flutningana. Við báðum Paulsen að fræða lesendur okkar um fyrirtækið Facit AB. Hann sagði að Facit væri eitt af fyrirtækjum Elektrolux sam- steypunnar sænsku. Verksmiðjur Facit væru í Atvidaberg en þar störfuðu 3000 manns, þær hefðu verið keyptar af Elektrolux fyrir 6 árum. Nú nýlega hefur Elektrolux samsteypan einnig keypt Husq- varna verksmiðjurnar og er þannig orðið eitt af stærstu fyrirtækjum í Evrópu með 66 þúsund starfs- menn og árlega umsetningu uppá rúmlega milljarð sænskra króna. Facit hefur um árabil framleitt tölvur, ritvélar, skrifstofuhúsgögn og húsgögn til fjölbreyttra annarra nota en húsgagnaframleiðsla hef- ur verið fastur liður hjá Facit allar götur síðan árið 1895. Um 42% af þeim húsgögnum sem Facit fram- leiðir er flutt út, aðallega á markað í Mið-Evrópu. Facit á einnig fyrir- tæki í mörgum löndum og um- boðssölukerfið nær til flestra landa. Paulsen sagði að veruleg aukning hefði orðið á sölu fyrir- tækisins í Mið-Austurlöndum, Arabaríkjunum, Hong Kong og Hawai. Um 10 ára skeið hefur Facit framleitt skrifstofuskilrúm, en slík kerfi hafa rutt sér rúms á undan- förnum árum erlendis undir nafn- inu „office landscape". Hér er um ákveðið hönnunarkerfi að ræöa sem nær til bæöi innréttinga og allra nauösynlegra hús- gagna fyrir skrifstofur. Kerfið er upphaflega hannað af sænska arkitektinum Carl Cristiansson og kallast þessi Jína" Facit 80. Inn- réttingakerfið er ekki einungis mjög fallegt heldur þrælsterkt og mjög sveigjanlegt. Hægt er að velja um mismunandi liti á því áklæði sem er á skilrúmunum, en þau er einnig hægt aö fá götuð eða með reyklituðu „plexiglass". Skilrúmin eru sérstaklega stöðug, reyndar þannig úr garði gerð að á þau má festa skrifborðum, skápum og hillum. Mörg stórfyrirtæki erlendis eru meðal notenda Facit 80. Má þar nefna sem dæmi IBM í Hollandi sem upphaflega innréttaði skrif- stofur sínar með Facit 80 fyrir 2300 manns en hefur nú aukið skrif- stofurýmið þannig aö með skil- rúmunum er nú innréttað fyrir Facit 80. Skilrúmin, sem skapa virkni með hagkvæmari og fallegri vinnu- stað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.