Frjáls verslun - 01.03.1979, Blaðsíða 8
áfangar
Sigmar Sigurðsson, sem starfað hefur um tíu
ára skeið hjá Loftleiðum og síðar Flugleiðum,
hefur nú verið ráðinn farmgjaldaráðgjafi hjá
Flugfélaginu Cargolux í Luxemborg, og tók
hann við starfinu 1. mars s.l.
Sigmar starfar hjá Cargolux aö markaðs- og
sölumálum. Hans starf veröur m.a. fólgið í því
að endurskoða og fylgjast með gjaldskrám á
flugleiðum Cargolux, annast þjálfun í sambandi
við markaðs- og sölumál og standa fyrir nám-
skeiðum um fragtmálin m.a. um lög og reglur
þar að lútandi.
Sigmar er fæddur 21. nóvember 1947 í
Keflavík. Hann stundaði m.a. nám viö
verslunarskóla í Englandi 1968. Hann hefur
einnig starfað mikið að félagsmálum t.d. hjá
Dale Carnegie, þar sem hann var aðstoðar-
kennari, þar til hann hélt utan.
Hann varð fastráðinn starfsmaður hjá Loft-
leiðum á Keflavíkurflugvelli 1969, en hafði áður
starfað á sumrin viö flugafgreiðslustörf og
önnur störf. Tveimur árum síðar varð hann
hleðslueftirlitsmaður. Hóf hann starf í farm-
söludeild, eöa fragtdeild Loftleiða í Reykjavík í
september 1972, sem sölumaður, en við sam-
einingu Flugfélaganna 1974 hóf Sigmar störf
sem fulltrúi forstöðumanns fragtdeildar.
Sem fulltrúi forstöðumanns fragtdeildar í
Reykjavík hefur Sigmar í fyrsta lagi unnið að
sölumálum hér heima og erlendis, í öðru lagi
þjálfað starfsfólk hér og erlendis í sambandi
við fragtmálin og í þriðja lagi verið fulltrúi Flug-
leiða á fragtfundum IATA.
Árni Árnason, rekstrarhagfræðingur tekur
við starfi framkvæmdastjóra Verslunarráðs ís-
lands 1. júní n.k., en hann hefur frá því í ágúst
1974 verið hagfræðingur þess. Aðild að
Verslunarráðinu eiga um 400 fyrirtæki úr flest-
um greinum atvinnulífsins, einkum þó á við-
skiptasviðinu.
— Starf Verslunarráðsins beinist einkum að
því að vinna að sameiginlegum hagsmunamál-
um einstakra atvinnugreina og bæta starfsskil-
yrði atvinnulífsins í heild, auk þess sem við
veitum okkar félagsmönnum margvíslega
þjónustu, aðstoð og upplýsingar, sagði Árni
Árnason.
Að undanförnu hefur Verslunarráðið verið
að Ijúka heildarstefnumótun í efnahags- og at-
vinnumálum. Að kynna þá stefnu og vinna
henni aukið fylgi er mikið verk, sagði Árni.
Jafnframt þarf nauðsynlega að miöla almenn-
ingi auknum upplýsingum um atvinnulífið og
auka skilning fólks á því að allar greinar at-
vinnulífsins eru jafnnauðsynlegar og verða að
vinna saman til að skapa okkur þau lífskjör sem
við njótum.
— Verslunin er t.d. forsenda þeirra verka-
skiptinga milli atvinnuvega og fyrirtækja, sem
leitt hefur af sér þá lífskjarabyltingu, sem orðið
hefur á þessari öld. Ef við viljum enn bæta lífs-
kjör okkar, þurfum við að auka frjálsræði í at-
vinnulífinu og gera atvinnufyrirtækin sterkari.
Að leggja hönd á plóginn til þess að svo megi
takast verður stór þáttur í mínu starfi hjá Versl-
unarráöinu, sagði Árni.
Árni Árnason er fæddur 26. apríl 1949. Hann
lauk stúdentsprófi frá Verslunarskólanum
1970, og stundaði síðan nám við University of
Minnesota 1970-1974, og lauk þaðan M.B.A.
prófi (Master of Business Administration).
8