Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1979, Blaðsíða 26

Frjáls verslun - 01.03.1979, Blaðsíða 26
er allt að 95% frauðsins loft þannig að rúmtakið gerir það að verkum að flutningskostnaður er mjög mikill. Polystyrol frauðplastið er framleitt í mismunandi rúmþyngd- um, yfirleitt á bilinu 16—30 kg/ rúmm. sumar verksmiðjurnar framleiða einnig einangrunar- hólka fyrir vatnslagnir úr polystyrol plasti og einnig þéttilista undir bárujárnsklæðningu. Einangrun úr polyurethane-- plasti mun vera framleidd af a.m.k. 4 fyrirtækjum, þ.á m. Berki hf. í Hafnarfirði og Úretan hf. í Reykjavík og á Selfossi mun vera að fara af stað fyrirtæki sem mun framleiða röraeinangrun úr poly- urethane frauði. Elst og stærst þeirra fyrirtækja sem framleiða polyurethane ein- angrun er Börkur hf. í Hafnarfirði. Fyrirtækið var stofnað árið 1964 og hefur aðallega verið í fram- leiðslu á röraeinangrun fyrir veitu- kerfi hitaveitna, sérstakri einangr- un fyrir frysti- og kæliklefa og einangrunarpanel. Polyurethane einangrun hefur mesta einangr- unargildi þeirra frauðefna sem eru á markaðnum, efnið þolir tölu- verðan hita og er laust við vatns- drægni auk þess sem það er raka- helt. Þótt polyurethane sé fyrst og fremst notað í einangrunarfram- leiðslu hérlendis er rétt að geta þess að notkunarsvið þess er mjög vítt og á því má byggja mjög fjöl- breytta framleiðslu sem á eflaust eftir að vaxa fiskur um hrygg hér á landi. Framleiðsla einangrunarplasts hefur aukizt að magni til um tæp 79% á síðustu 10 árum fram til áramóta 1978, úr 25,3 þúsund rúmmetrum í 45,2 þúsund rúm- metra samkvæmt tölum Hagstof- unnar. Frá árinu 1972 t.o.m. 1977 hefur fyrirtækjum sem framleiða plasteinangrun fjölgað úr 15 í 18 á landinu. Framleiðsla á einangrun- arrörum fyrir hitaveitur, þ.e. poly- urethane, jókst um tæp 196% á 5 árum 1972—1976 og er þá átt við magnaukningu. Plastumbúðir og filmuframleiðsla Framleiðsla plastumbúða er vax- andi iðnaöur. Þegar litið er á um- búðaframleiðslu má í aðalatriðum skipta henni í tvo meginþætti, annarsvegar plastílát af öllum stærðum og gerðum fyrir ýmsar neyzluvörur og hinsvegar plast- filmu- og plastpokaframleiðslu. Plastílát eru framleidd af a.m.k. 3 fyrirtækjum sem nota margar mis- munandi plasttegundir. ílátin eru framleidd með ýmsum aðferðum, t.d. formblæstri, þrýstimótun og einnig meö svokallaöri hverfi- steypu (Rotational moulding). Eitt þeirra fyrirtækja sem hvað lengst hefur framleitt plastílát er Sigur- plast hf. í Reykjavík. Knud Kaaber framkvæmdastjóri kvað fram- leiðsluna vera í stööugum og jöfn- um vexti, en fyrirtækið hefur fram- leitt dósir, flöskur, brúsa, glös o.fl. úr plasti síðan 1960 og starfsfólk er nú 22. Sigurplast prentar einnig á plastílátin. Sæplast hf. í Reykja- vík er stofnað árið 1973. Það fyrir- tæki er nú að framleiða fyrstu fisk- kassana fyrir skuttogarana, en sú framleiðsla hefur verið að þróast hjá fyrirtækinu að undanförnu. Fiskkassarnir eru framleiddir með hverfisteypuaðferð og eru að formi til samkvæmt norskum staðli eins og þeir fiskkassar sem eru í notkun í landinu. Guðmundur Þormóðsson framkvæmdastjóri sagöist áætla að markaðurinn fyrir fiskkassa gæti orðið verulegur og benti á, í því sambandi, að á síð- asta ári hefðu verið fluttir inn fisk- kassar fyrir um 400 milljónir og að langmestu leyti frá Noregi. Sæ- plast framleiðir einnig vörubretti úr plasti fyrir fiskkassa, vörupalla fyrir vöruskemmur og flutningaaðila. Þá er fyrirtækið einnig með sér- stök einangruð ker sem eru sér- staklega framleidd með það fyrir augum að notast við sjókælingu á fiski um borð í skipum. Sæplast hefur fjárfest fyrir um 50 milljónir í framleiðslutækjum, en með þeim veröa fiskkassarnir framleiddir og ýmsar aðrar vörur. í filmuframleiðslu er Reykja- lundur brautryðjandinn hérlendis. Reykjalundur hefur um langf skeið framleitt polyethene-vatnsrör, sem notuð hafa verið um allt land.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.