Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1979, Blaðsíða 98

Frjáls verslun - 01.03.1979, Blaðsíða 98
Gísli ásamt konu slnnl Lenu M. Rlst og einni dótturlnnl. tímarit sem hestamenn gefa út. Hann er aðili að Kaupstefnunni hf. og kvikmyndagerðinni Sýn, sem rekin er í tengslum við Auglýs- ingastofuna. Hann tekur þátt í ýmsu félagsstarfi m.a. í íþrótta- deild Fáks, sem gengist hefur fyrir mótum, fræðslufundum og skemmtunum, og á vori komanda verður m.a. haldið íþróttamót á vegum deildarinnar. ... ég var dæmigerður bor- garbúi... — Áhugi minn á hestum vakn- aði, þegar ég var í sveit 10—15 ára gamall á Torfastöðum í Fljótshlíð, en samtalið hófst á því að spyrja, hvernig þetta hefði hafist, og hve- nær Gísli heföi eignast fyrsta hestinn. — Svo var það fyrir rúmum átta árum, að ég eignaðist fyrsta hest- inn, Geisla, sem er af Eiríksstaöa- kyni. Fengur, faðir Sörla, var afi Geisla. Pétur Behrens kunningi minn, tamningamaður og teiknari, sem hefur oft unnið hjá mér á vetrum, var alltaf að hvetja mig til þess að fara að stunda hesta- mennsku. Hann sagði, að ég væri dæmigeröur borgarbúi, sem sökkti mér niður við teikniborðið, og sinnti engu öðru en viðskipt- unum. Ég skaut því alltaf á frest að gera alvöru úr þessu, fannst ég of önnum kafinn, skuldaði mikið og þar fram eftir götunum. — Rétt fyrir jólin (þetta var 1970), hringir Pétur í mig norðan úr landi, og segist hafa keypt handa mér hest, að mér forspurð- um, og nú skyldi reyna á, hvort áhugi minn á hestamennsku væri raunverulega fyrir hendi. Hann skyldi taka að sér að temja hest- inn, en ég yrði að senda greiðslu strax. Ég sendi ávísun á bóndann þarna norður í Húnavatnssýslu, og þannig hófst þetta. Geisla á Gísli enn. Hann er hvít- ur 13 vetra, geysilega viljamikill og fjörugur. Er hann mest nú notaður á sumrin, þar sem hesturinn unir sér ekki í hesthúsunum í Víðidal, og gengur því úti ásamt öðrum hrossum á jöröinni fyrir austan, en þar er hann í sínu rétta umhverfi. Eins og lækning að stunda hestamennsku Fjölskylda Gísla, kona hans Lena og dæturnar fjórar, taka mikinn þátt í hestamennskunni. Lena hefur verið með Gísla frá upphafi, og dæturnar þegar þeirra tími leyfir, enda sagði Gísli, að í sínum augum væri grundvallarat- riði, að fjölskyldan geti átt sam- eiginlegar tómstundir. Fyrsti hestur Lenu heitir Skuggi. Hann er nú á tólfta vetri. — Skuggi er mikill gæðingur, sagði Gísli. Þegar hún eignaðist hann var hann frekar lítill og horaður og þvældist eiginlega fyrir tamninga- mönnum á hlaöinu heima á Hvít- árbakka, þaðan sem hann kom. Árið 1976 varð Skuggi efstur al- hliða gæðinga hjá Fáki. Á fjórð- ungsmóti hestamanna á Hellu á Rangárvöllum, 1976 varð hann í öðru sæti í flokki alhliða gæðinga, og á landsmóti hestamanna á Skógarhólum á síðasta sumri varð hann í 18. sæti. Skuggi hefur verið með einkunnir frá 8.38—8.68 í flokki alhliða gæðinga. — Ég setti mér sem mark aö vera ekki eftirbátur Lenu um hestaeigu, sagði Gísli. Hann á einnig hest, sem hefur orðið efstur í flokki alhliða gæðinga, og heitir ögri. Ögri og Skuggi eru báðir af mjög þekktum stofni, Horna- fjarðarstofni. Ég hef verið í góðum tengslum við hestamenn og tamn- ingamenn, sem hafa valið hesta fyrir mig og meö mér, sérstaklega þeir Reynir Aðalsteinsson, Ragnar Hinriksson og Pétur Behrens. Gísli á nú hlut í hesthúsi í Víði- dal, en þar hefur hann haft hest- ana frá því að hann fór að stunda hestamennsku. Hann ásamt öðr- um hestaeigendum í húsinu skipt- ast á um að hirða hrossin og gefa j þeim. — Maður kemst í meira sam- , band við hestana þannig, sagði ] Gísli. Þeir heilsa manni með hneggi, þegar maður kemur aö gefa þeim, og verða vinir manns. Allar helgar nota þau Gísli og Lena til að sinna hestunum sínum, fara í útreiðartúra og hirða um þá, en auk þess fer Gísli upp í hesthús á virkum dögum, jafnvel tvisvar til þrisvar í viku, til þess að gefa hestunum. — Það verkar eins og lækning aö stunda hestamennskuna, sagði Gísli. — Hestamenn eru ekki í vandræðum með sínar tómstund- ir. í fyrsta lagi hefur maður eitthvað fyrir stafni, og í öðru lagi styrkir hún mann líkamlega og andlega. Þessu fylgir mikil útivera, maður puðar mikið og upplifir svo margt, ekki síst náttúruna bæði vetur og sumar. 94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.