Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1979, Blaðsíða 43

Frjáls verslun - 01.03.1979, Blaðsíða 43
samvinnu við MITI. Að Keidanren eiga aðild 6-700 stærstu fyrirtækin og skiptast eftir viöskiptagreinum í ákveðna hópa. Keidanren hefur yfir að ráða sérmenntuðu starfsliði sem vinnur að rannsóknum og áætlanagerð fyrir hinar ýmsu nefndir og undirbýr ráðstefnur þar sem ráöamönnum samtakanna gefst kostur á að fræðast og mynda sér skoðun í þýðingarmiklum málum. MITI tekur sjaldnast formlegar ákvarðanir án við- ræðna og oftast er um samkomulag að ræða milli fyrirtækja og ríkisvalds um stefnuna í viðskiptamálum. Ef ákvörðun er þannig tekin sem kemur hart niður á einhverri grein atvinnulífsins þá er alltaf hugsað fyrir því að bæta það á annan hátt. Til dæmis má taka í þessu sambandi að fái Sumitoma samsteypan aðstoð við verkefni í Singapore þá getur Mitsui átt von á hinu sama í íran og Mitsubishi í Saudi-Arabíu. Raunhæft dæmi um þetta eru olíufélögin eftir olíu- kreppuna 1973. Til að milda verðbólguáhrif olíu- hækkunar OPEC-landanna á efnahagslífið í Japan, bannaði MITI hækkun á olíu sem svaraði hækkun OPEC-landanna. Vitaskuld kom þetta mjög niður á olíufyrirtækjunum uns svo var komið að þau töpuðu stórfé. Þegar tækifærið kom var ætlast til þess að MITI kæmi til móts við olíufélögin þannig að þau gætu bætt sér skaðann. Sumarið 1977 þegar yenið steig mjög í verði varð olía hagstæðari í innflutningi og hagur olíufyrirtækjanna vænkaðist. Samkvæmt því sem olíufélögin höfðu lagt á sig var þeim leyft að njóta fyrri samstarfsvilja lengur en annars hefði orðið. Embættismenn ráðuneytanna og kaupsýslumenn hittast reglulega í sérstökum umræðunefndum, en allar stærri ríkisstofnanir og ráóuneyti starfrækja slíkar nefndir. í þeim er rætt um stefnumótunina á hinum ýmsu sviðum. Opinberlega eiga menn sæti í umræðunefndum þessum sem einstaklingar, en þess er vandlega gætt að fulltrúar hinna ólíku fyrirtækja, verkalýðsleiðtogar og sérfræðingar séu til staðar. Þannig að í raun er allra sjónarmiða gætt. Umræðunefndir þessar eru í eðli sínu nokkuð ólíkar, en oftast mun um að ræða tæki stjórnvalda til stefnumörkunar þar sem starfs- menn ráðuneytanna velja sjálfir nefndarmennina, undirbúa og velja umræðuefniö. Skýrslur þessara nefnda eru einnig ritaöar af embættismönnunum. Þingið (Diet) ákveður vitaskuld stefnuatriðin endan- lega, en ef um samstöðu embættismanna og um- ræðunefnda er að ræða gerir þingið lítið annað en að samþykkja það sem þar hefur verið ákveðið. Niðurstöður umræðunefndanna eru birtar opin- berlega og þeim er veitt mun meiri athygli en títt er á Vesturlöndum um hliðstæöar skýrslur. Almenningur er því betur að sér um þau mál sem stjórnvöld fást við hverju sinni og áhugasamir borgarar koma ekki af fjöllum þegar þýðingarmiklar ákvarðanir eru teknar um atriði sem snerta þjóðarhag. Tilgangurinn er að skapa traust almennings á embættismönnunum og stuðning við ákvarðanir þeirra áður en þær eru end- anlega teknar. Þau málefni sem rædd eru af helstu embættis- mönnum MITI eru einnig til umræðu hjá háttsettum ráðamönnum innan Keidanren. Stundum komast þessir aðilar aö gagnstæðum niöurstööum og hags- munaáreksturinn getur orðið harður. MITI tekur sínar ákvarðanir óháð fyrirmælum viðskiptalífsins sem stundum veldur gagnrýni aðila í viðskiptalifi þess efnis að MITI eigi ekki að skipta sér af málum sem þeim komi ekki við. Aðrir viöurkenna að aðila viö- skiptalífsins skorti þá heildaryfirsýn sem nauðsynleg sé til þess að geta leyst ágreining og togstreitu milli hinna ýmsu greina eða fyrirtækja. Þessa yfirsýn hafi MITI hinsvegar og þess vegna séu menn þrátt fyrir allt reiöubúnir til þess að treysta á ákvarðanir MITI. Forsvarsmenn Keidanren foröast á hinn bóginn að taka afstöðu sem iíklegt er að mæti mótstöðu innan þeirra eigin raða og þess vegna er stundum hentugra að MITI sé í hlutverki blóraböggulsins sem allir mega skamma. MITI tekur þó ekki neinar afgerandi ákvarð- anir í reynd nema hafa tryggt sér nægilegan stuðning og hefur auk þess yfir að ráða þvingunartækjum ef annað bregst. Þá neita hinir stærri bankar að lána til framkvæmda sem eru í andstöðu við áætlanir MITI. Rétt upplýsingastreymi getur haft æskileg áhrif á hugmyndir forstöðumanna fyrirtækjanna. Til dæmis eru lýsingar á nýrri tækni og skipulagningu líklegar til þess að skapa umræður og áhuga hinna ýmsu fyrir- tækja á því að endurnýja hjá sér. Samkeppnin virkar þannig til góðs. Þetta, fremur en boðvald frá MITI, er líklegt til að hafa áhrif í þá átt að fyrirtækin þróist í samræmi við vilja embættismanna MITI. Það er þessi félagslegi þrýstingur milli forráöamanna hinna ýmsu fyrirtækja, jafnt sem álit þeirra innan fyrirtækisins, sem hvetur þá til viðbragða. Fjármálaráöuneytið (MOF) hefur yfirumsjón meö starfsemi japanska seðlabankans sem er banki 12 stærstu viðskiptabankanna sem fjármagna höfuðstól fyrirtækjanna. MOF setur reglur um verðbréfamark- aðina og hefur tryggt að fjármagnið í fyrirtækjunum kemur aðallega úr bönkunum fremur en úr kauphöll- unum. Það er auðveldara fyrir ráðuneytið að fylgjast með starfsemi bankanna en að ráða við sveiflurnar á verðbréfamörkuðunum. Efnahagsstefnan. 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.