Frjáls verslun - 01.03.1979, Blaðsíða 86
Tölvur frabær hjalpartæki við
stjórnun sé rétt á málum haldið
Flnnbjörn Gíslason: „Tölvur eru frábær hjálpartæki, ef rétt er aö málum
staðið, en mér sýnist vandséð hvernig þær geti unnlð flóknari verkefni
en þau sem maðurinn setur inn í þær.“
Samtal við forráða-
menn Tölvumið-
stöðvarinnar h.f. um
fyrirtækið og tölvu-
notkun
Tölvunotkun er ört vaxandi
þáttur í stjórnun fyrirtækja hér á
landi sem annars staðar. Af ýms-
um ástæðum hefur þó fyrirtækjum
hér almennt ekki reynst unnt að
taka þessi tæki í þjónustu sína.
Má þar sem orsök nefna stærð
fyrirtækjanna og skort á sérhæfðu
fólki til að sjá um rekstur tölvanna.
Til þess að leysa þennan vanda
hafa verið stofnsett hér nokkur
þjónustufyrirtæki, sem taka að sér
úrvinnslur í tölvum fyrir önnur fyr-
irtæki. Eitt þessara fyrirtækja er
Tölvumiðstöðin h.f., sem hefur þá
sérstöðu að vera rekið í nánu
samstarfi við löggilta endurskoð-
endur.
Blaðamaður F.V. átti stutt viðtal
við Finnþjörn Gíslason, kerfis-
fræðing, framkvæmdastjóra
Tölvumiðstöðvarinnar, og spurði
fyrst:
F.V.: — Hver voru tildrögin að
stofnun fyrirtækisins?
Finnbjörn: — Endurskoðunar-
skrifstofa N. Manscher h.f. hafði
frá árinu 1972 rekið tölvuþjónustu
fyrir viðskiptamenn sína meö lítilli
bókhaldstölvu, Burroughs L-5000.
Á árinu 1976 bætti hún svo viö
annarri afkastameiri bókhalds-
tölvu L-9000. Báðar þessar vélar
vinna með svokölluð segulkort og
sameina þannig kosti tölvu og
bókhaldsvélar þar sem þær vinna
með bókhaldskort í stað hreyf-
ingalista.
Með tilkomu þessarar nýju tölvu
jókst verulega þörf skrifstofunnar
á því að hafa aðgang að mönnum
með tæknikunnáttu á tölvusviði.
Hófust þá viðræður við forsvars-
menn Tölvutækni h.f. um stofnun
sameiginlegs fyrirtækis þessara
aðila, Tölvumiðstöðvarinnar h.f.,
sem sameinaði bókhalds- og
tölvuþekkingu. Fyrirtækið var svo
stofnað í janúar 1977. ( ársbyrjun
1978 keypti N. Manscher h.f. hlut
Tölvutækni h.f. í félaginu og í
framhaldi af því fluttist ég til
Tölvumiðstöðvarinnar h.f. frá
Tölvutækni.
F.V.: — Þú nefndir áðan tvær
bókhaldstölvur í eigu fyrirtækis-
ins, er þá þjónusta ykkar ein-
skorðuð við bókhald?
Finnbjörn:— Nei, reyndarekki.
Á árinu 1978 bættist enn við véla-
kostinn og í þetta sinn afkastamikil
smátölva Burroughs B-80. Þessi
vél vinnur á seguldisk eftir
,,diskettum“ eða ,,kassettum“. (
dag getum við því boðið upp á
vinnslu eftirtalinna verkefna:
1. Fjárhagsbókhald I.,
Viðskiptamaður fær (t.d. mán-
aöarlega) færsludagbók, bók-
haldskort og útskrift á aðalbók,
sem um leið er rekstrar- og efna-
hagsyfirlit.
2. Fjárhagsbókhald II.
Viðskiptamaður fær færstudag-
bók, lista yfir hreyfingar á hverjum
bókhaldsreikningi og aðalbók,
sem um leið er rekstrar- og efna-
hagsyfirlit. í athugun er að byggja
verðbólgureikningsskil inn í þetta
bókhald.
3. Viðskiptamannabókhald I.
Viðskiptamaður fær færsludag-
bók, bókhaldskort og lista yfir
stööu hvers reiknings viðskipta-
manna ásamt aldursgreiningu.
Einnig koma fram á listanum
84