Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1979, Page 86

Frjáls verslun - 01.03.1979, Page 86
Tölvur frabær hjalpartæki við stjórnun sé rétt á málum haldið Flnnbjörn Gíslason: „Tölvur eru frábær hjálpartæki, ef rétt er aö málum staðið, en mér sýnist vandséð hvernig þær geti unnlð flóknari verkefni en þau sem maðurinn setur inn í þær.“ Samtal við forráða- menn Tölvumið- stöðvarinnar h.f. um fyrirtækið og tölvu- notkun Tölvunotkun er ört vaxandi þáttur í stjórnun fyrirtækja hér á landi sem annars staðar. Af ýms- um ástæðum hefur þó fyrirtækjum hér almennt ekki reynst unnt að taka þessi tæki í þjónustu sína. Má þar sem orsök nefna stærð fyrirtækjanna og skort á sérhæfðu fólki til að sjá um rekstur tölvanna. Til þess að leysa þennan vanda hafa verið stofnsett hér nokkur þjónustufyrirtæki, sem taka að sér úrvinnslur í tölvum fyrir önnur fyr- irtæki. Eitt þessara fyrirtækja er Tölvumiðstöðin h.f., sem hefur þá sérstöðu að vera rekið í nánu samstarfi við löggilta endurskoð- endur. Blaðamaður F.V. átti stutt viðtal við Finnþjörn Gíslason, kerfis- fræðing, framkvæmdastjóra Tölvumiðstöðvarinnar, og spurði fyrst: F.V.: — Hver voru tildrögin að stofnun fyrirtækisins? Finnbjörn: — Endurskoðunar- skrifstofa N. Manscher h.f. hafði frá árinu 1972 rekið tölvuþjónustu fyrir viðskiptamenn sína meö lítilli bókhaldstölvu, Burroughs L-5000. Á árinu 1976 bætti hún svo viö annarri afkastameiri bókhalds- tölvu L-9000. Báðar þessar vélar vinna með svokölluð segulkort og sameina þannig kosti tölvu og bókhaldsvélar þar sem þær vinna með bókhaldskort í stað hreyf- ingalista. Með tilkomu þessarar nýju tölvu jókst verulega þörf skrifstofunnar á því að hafa aðgang að mönnum með tæknikunnáttu á tölvusviði. Hófust þá viðræður við forsvars- menn Tölvutækni h.f. um stofnun sameiginlegs fyrirtækis þessara aðila, Tölvumiðstöðvarinnar h.f., sem sameinaði bókhalds- og tölvuþekkingu. Fyrirtækið var svo stofnað í janúar 1977. ( ársbyrjun 1978 keypti N. Manscher h.f. hlut Tölvutækni h.f. í félaginu og í framhaldi af því fluttist ég til Tölvumiðstöðvarinnar h.f. frá Tölvutækni. F.V.: — Þú nefndir áðan tvær bókhaldstölvur í eigu fyrirtækis- ins, er þá þjónusta ykkar ein- skorðuð við bókhald? Finnbjörn:— Nei, reyndarekki. Á árinu 1978 bættist enn við véla- kostinn og í þetta sinn afkastamikil smátölva Burroughs B-80. Þessi vél vinnur á seguldisk eftir ,,diskettum“ eða ,,kassettum“. ( dag getum við því boðið upp á vinnslu eftirtalinna verkefna: 1. Fjárhagsbókhald I., Viðskiptamaður fær (t.d. mán- aöarlega) færsludagbók, bók- haldskort og útskrift á aðalbók, sem um leið er rekstrar- og efna- hagsyfirlit. 2. Fjárhagsbókhald II. Viðskiptamaður fær færstudag- bók, lista yfir hreyfingar á hverjum bókhaldsreikningi og aðalbók, sem um leið er rekstrar- og efna- hagsyfirlit. í athugun er að byggja verðbólgureikningsskil inn í þetta bókhald. 3. Viðskiptamannabókhald I. Viðskiptamaður fær færsludag- bók, bókhaldskort og lista yfir stööu hvers reiknings viðskipta- manna ásamt aldursgreiningu. Einnig koma fram á listanum 84
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.