Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1979, Blaðsíða 37

Frjáls verslun - 01.03.1979, Blaðsíða 37
Mikilvægir áfangar náðst á vegum GATT GATT (eöa Almenna samkomulagið um tolla og viðskipti) hefur allt frá stofnun árið 1948 verið vett- vangur viðræöna og ráöstefna um lækkun tolla og afnám annarra viðskiptatálmana en jafnframt verið sá lagalegi rammi, sem aöildarþjóðirnar hafa byggt við- skipti sín og viðskiptahætti á. Tokyo-viðræðurnar munu vera sjöundu meiri háttar tollalækkunarvið- ræðurnar á vegum GATT, en þær viðræður sem mestum árangri skiluðu í þessu efni eru viöræður kenndar við Douglas Dillon fjármálaráðherra Banda- ríkjanna í upphafi síöasta áratugs og Kennedy-við- ræðurnar svonefndu sem stóðu frá 1964 til 1967. Umtalsverður árangur náðist á þessum fundum og voru tollar á iðnaðarvörum lækkaðir verulega víða um heim í kjölfar þessara samninga. Við upphaf Tokyo— viðræðnanna voru tollar því hlutfallslega þýðingar- minni en áður, en aðrar viðskiptatálmanir þeim mun mikilvægari hlutfallslega. Engar tollalækkanaráðstefnur áttu sér staó fyrstu árin og að loknum Kennedy-viðræðunum, en óró- leikinn í gengismálum á árinu 1971 ýtti við þjóðunum að nýju og á árinu 1972 var að frumkvæði Bandaríkj- anna, Efnahagsbandalagsríkjanna og Japan ákveðið að hefja undirbúning nýrrar ráðstefnu, sem ætlaö skyldi að vinna að frekari tollalækkunum og öðrum aðgerðum til eflingar heimsviðskiptum. Fulltrúar rúmlega 100 þjóða hittust síðan í Tokyo 1973 og komu sér saman um vinnuáætlun þar sem markið var sett hærra en nokkru sinni fyrr í slíkum viðræðum og ákveðið að fjalla ekki einungis um lækkun tolla á iðnaðarvörum heldur einnig landbún- aðarvörum auk afnáms annarra viðskiptatálmana en tolla. Einnig var ákveðið að reyna aö bæta viðskipta- hætti í milliríkjaviðskiptum almennt og ákveðið var að taka sérstakt tillit til þróunarlandanna og vandamála þeirra í viðræðunum. Öllum löndum var heimiluð þátttaka í þessum viðræðum burtséð frá því, hvort þau væru aðilar að GATT, en mörg þróunarlönd hafa einmitt veigrað sér við þátttöku í þeim samtökum sakir þeirra skuldbindinga, sem í aðild felast. 33% meðallækkun tolla Vegna efnahagsástandsins í heiminum undanfarin ár hefur dregist aö Tokyo-viðræðunum lyki, en nú að rúmlega fimm árum liðnum liggur fyrir uppkast að nýju samkomulagi. Texti þessi er enn ekki endanleg- ur, en gert er ráð fyrir að smiðshöggið verði rekið á hann á lokafundum ráðstefnunnar í Genf á næstu vikum. Meginefni uppkastsins hefur verið birt í er- lendum blööum og má þar ráða eftirfarandi um text- ann: Gert er ráð fyrir lækkun tolla á þúsundum vöruteg- unda, sem komið verði í framkvæmd á nokkru árabili. Meðaltollalækkunin er talin verða 33%. Að auki er samkomulag um 10 sérsamninga um afnám annarra viðskiptahamlana en tolla, þar sem fjallað er m.a. um kvóta, útflutningsuppbætur og innflutningsgjöld til mótvægis þeim, útboð vegna innkaupa ríkisstofnana, tollskrárflokkun og ýmis tæknileg atriði, sem áhrif geta haft til takmörkunar viðskipta. Hlutverk GATT sem stofnunar mun fara vaxandi í kjölfar þessa samkomulags, en í því eru ýmis ákvæði til þess að styrkja stöðu stofnunarinnar. Sérfræðingar í þessum efnum telja ekki að samkomulagið muni hafa róttækar breytingar í för með sér í heimsvið- skiptunum fyrst í stað, en á hinn bóginn er talið að hefði samkomulag ekki náðst hefði það getað haft afdrifaríkar afleiðingar í för með sér fyrir alþjóðavið- skipti, hækkaða tollmúra og e.t.v. aðrar truflanir. Þau ríki sem mestra hagsmuna hafa að gæta í þessum viöræðum eru Bandaríkin, Japan og ríki Efnahagsbandalagsins. Nái þessi ríki innbyrðis sam- komulagi eins og nú er talið víst má heita að sam- komulaginu sé borgið. Að vísu verða samningar af þessu tagi að hljóta stuðning þjóðþinga hinna ein- stöku ríkja og vitað er um töluverða andstöðu gegn þessu samkomulagi í Bandaríkjaþingi eins og oft áður. Carter forseti hefur lagaheimild til að ganga á eigin spýtur frá samningum um tollalækkanir en ekki um afnám annarra viðskiptatakmarkana og verður því að leggja samkomulagið í heild fyrir þingið auk þess sem einstök atriði þess krefjast sérstakra lagabreyt- inga. Búizt er við að samningurinn verði lagður fyrir þingið í apríl og fá þingmenn þá 90 daga til að gera upp hug sinn. Hagsmunir íslands íslendingar hafa tekið þátt í Tokyo-viðræðunum frá upphafi. Á hinn bóginn eigum við lítilla beinna hags- muna að gæta í viðræðunum sakir þess að þegar hefur verið samiö ýmist um tollfrelsi eða lága tolla fyrir okkar einhæfa útflutning í helztu vióskiptalöndum okkar í Evrópu og Ameríku. Má segja að landsmenn séu þegar nokkuð vel settir að þessu leyti enda frí- verzlunarsamningar í gildi bæði við EBE og EFTA og lágir tollar á freðfiski í Bandaríkjunum. Hins vegar er nauðsynlegt að fylgjast vel með allri þróun mála á þessu sviði, því að hagur okkar af áframhaldandi frjálsum alþjóðaviöskiptum er mikill og ótvíræður. Að sögn Þórhalls Ásgeirssonar, ráðuneytisstjóra í viðskiptaráðuneytinu er ekki gert ráð fyrir að íslend- ingar þurfi að lækka tolla sína sérstaklega í framhaldi af Tokyosamkomulaginu þar eð þær almennu tolla- lækkanir, sem gerðar hafa verið hérlendis frá árinu 1973 munu taldar fullnægjandi mótvægi við þær tollalækkanir, sem koma okkur til góða þegar Tokyo- samkomulagið gengur í gildi. íslendingar hafa þegar tilkynnt Bandaríkjamönnum að þeir muni óska eftir lækkun tolla á frystum fiskflökum eftir að nýja sam- komulagið tekur gildi og Bandaríkjamenn hafa sömuleiðis sent hingað sinn óskalista. Ekki hefur verið tímabært að hefja formlegar viðræöur um þessi mál á meðan heildarsamkomulag hefur ekki náöst á milli stærstu viðskiptaaðilanna, þ.e. Bandaríkjanna, EBE-ríkjanna og Japan. 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.