Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1979, Blaðsíða 79

Frjáls verslun - 01.03.1979, Blaðsíða 79
vaxtabyrðar á bakinu og verða að taka á sig hinn háa olíukostnað. Bátum hér í Eyjum hefur farið fækkandi. Þó að auglýsingin í desember sem slík hafi ekki borið þann árangur, sem reiknað var með hvað snertir sölu á bátunum, þá var beztu bátunum helzt sýndur áhugi og nú er verið að selja einn mjög góðan bát héðan úr Eyjum til Grindavíkur. F.V — Hvað segja aflaskýrslur um afkomuna í fyrra? Arnar: — Frá árinu 1977 hefur bolfiskaflinn minnkað úr 33,700 tonnum í 32,300 í fyrra. Heildar- aflinn, sem berst á land hér 1977, þar með talin loöna að sjálfsögðu, var 157,800 tonn en 150,500 tonn í fyrra. Hlutur þorskaneta hefur farið minnkandi í heildaraflamagninu. Var hann 31,8% árið 1977 en 27% árið 1978. Svipuð þróun hefur verið með botn- vörþuna. Þaó sem kemur á móti er aukning í hlutfalli togaraaflans, sem hefur vaxið úr 16,7% árið 1977 í 22,9% árið 1978. Eins og ég sagði áður hefur heldur meiri afli borizt hér á land fyrstu tvo mánuði þessa árs en á sama tíma í fyrra. Tölurnar eru þær, að fyrstu tvo mánuði 1978 var botnfiskaflinn 3364 tonn en 4065 tonn í ár. Það er aukning í afla togaranna, sem þessu veldur. F.V.: — Eru einhverjar fyrirætlanir uppi um að fá hingað fleiri togara? Arnar: — Ég á ekki von á því. Útgerð togara héð- an úr Eyjum hefur verið erfið. Það er fyrst og fremst hár olíukostnaður, sem gerir hana erfiða. Meðalsigl- ingatími togaranna á Vestfjarðamið er um 26 klst. en Vestfjarðatogararnir þurfa ekki að sigla nema 4—6 tíma. Ef aflinn er fenginn á miðunum hér nær Eyjun- um er miklu meira af öðrum tegundum en þorski í honum, þ.e.a.s. ufsa og karfa, sem ekki eru jafnverð- mætar. Það er líka dýrt að hafa mannskap um borð í þessum löngu ferðum. Vestfjarðatogarar geta farið inn með sinn afla og landað, ef gerir brælu, en okkar skip verða að bíða (vari. F.v.: — Hvernig hefur afkoma vinnslufyrirtækj- anna verið? Arnar: — Hún hefur verið mjög erfið frá miðju ári 1977 og engin ákveðin lausn fengizt á þeim vanda. Þessi stóru og miklu hús hér í Vestmannaeyjum, sem voru byggð með tilliti til þess að hér voru miklir topþar á vertíðinni áður fyrr, eru mjög erfið í rekstri. Hlutur þorsks og ýsu í aflanum hér var ekki nema 64,8% í fyrra en er víða mun hærra. Þetta þýðir að hér berst meira á land af öðrum tegundum, sem lægra verð fæst fyrir. Helztu fyrirtækin hér í fiskvinnslunni eru ísfélag Vestmannaeyja h.f., Fiskiðjan h.f. og Vinnslustöðin h.f. Þau eru mjög sviþuð að stærð og framleiðslu- verðmæti hjá hverju um sig var um tveir milljarðar. Heildarútflutningsverðmæti sjávarafurða frá Vest- mannaeyjum var í fyrra 10,2 milljarðar á móti 7,2 mill- jöröum árið áður. F.V.: — Hver er saga fyrirtækisins Samfrosts? Arnar: — Þetta er sameiginleg skrifstofa frysti- húsanna í Vestmannaeyjum. Samfrost var stofnað af fjórum frystihúsum hér árið 1968 og var fyrirtækinu ætlað að þjónusta frystihúsin á þeim sviðum sem samvinna þeirra kæmi helzttil greina. Fyrirtækinu má skipta í þrennt. í fyrsta lagi er framleiðnideild, sem sér um vinnurannsóknir og ýmislegt varðandi bónusmál í frystihúsunum. Svo er það tölvudeild, sem reiknar út vinnulaun og bónus fyrir öll húsin. Hún annast líka ákveðna þjónustu fyrir bæjarsjóð Vestmannaeyja. Þá er hér viöskiptadeild. Innan hennarer útgerðarfélagið Klakkur h.f., sem er sameign þriggja frystihúsa, Lifr- arsamlag Vestmannaeyja, sem eins og nafnið bendir til tekur á móti lifur og vann úr um 1000 tonnum t.d. í fyrra. Hér eru einnig skrifstofur fyrir fiskverkunar- stöðina Stakk, sem þurrkar saltfisk. Einnig er hér skrifstofa Rannsóknarstofu fiskiðnaðarins í Vest- mannaeyjum, sem er sjálfseignarstofnun. Og að sjálfsögðu erum við einnig með skrifstofu fyrir Sam- frost og undir hana heyrir sameiginleg ferskfisks- matsstöð fiskkaupenda í Vestmannaeyjum, sem sér um allar togaralandanir. Vinnuveitendafélag Vest- mannaeyja hefur hér skrifstofu og við erum umbjóð- endur SÍF og Síldarútvegsnefndar. Hér eru haldnir reglulega fundir með stjórnendum þeirra fyrirtækja, sem Samfrost starfar fyrir, einn til tveir fundir í viku, þar sem rædd eru sameiginleg mál og reynt að finna lausn á vandamálum, sem upp koma hverju sinni. Starfsmenn Samfrosts eru 12 og eru þá meðtaldir starfsmenn í matsstöðinni. F.V.: — Er þetta samstarf einsdæmi á landinu? Arnar: — Mér er ekki kunnugt um að sams konar samstarf sé með fiskvinnslufyrirtækjum annars staðar á landinu. Aftur á móti eru uppi hugmyndir um að taka upp vísi að þessu samstarfi hjá fiskverkendum á Suöurnesjum. Af því tilefni hafði sjávarútvegsráðu- neytið samband við okkur hjá Samfrosti. Fulltrúi frá okkur mætti á fundi með mönnum frá ráðuneytinu og fiskverkendum á Suðurnesjum í febrúar til að vinna aö þessu máli. Það finnst myndarlegur þorskur enn innan um í aflanum. 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.