Frjáls verslun - 01.03.1979, Blaðsíða 17
ordspor
Ekki hefur hlásið byrlega fyrir fvrir-
tcekjum, sem annazt hafa framköliun á
Ijósmyndum fyrir almenning. Þegar lit-
vœðingin hófst fyrir alvöru í Ijósmynda-
töku áhugamanna, risu hér ný framköil-
unarfirmu og önnur, sem fyrir voru, fjár-
festu í nýjum tcekjum til að framkalla lit.
Samkeppnin á þessum vettvangi hefur
verið gífurleg en nú er hún í lcegð, því að
sum þessara fyrirtcekja hafa verið lýst
gjaldþrota. Hverjar sem ástceðurnar fyrir
þessum örlögum framköUunarfyrirtœkja
kunna að vera, vekur það hins vegar at-
hygli að framköllun á litmvndum hefur
hcekkað um 30% eftir að fyrirtceki lögðu
upp laupana og samkeppni minnkaði.
•
Benedikt Gröndal hefur áunnið sér
traust og vinsældir meðal samstarfs-
manna í utanríkisráðuneytinu. Þykir
hann „góður ráðherra“, sem setur sig vel
inn í mál, er undir hann heyra. Auk þess
er hann sagður hafa lag á að fá starfsfólk
ráðuneytisins til árangursríkrar sam-
vinnu. Það er því ekki að ástæðulausu
sem utanríkisráðherrann gengur í ráðu-
neytinu undir nafninu Benni Goodman.
•
Sögur hafa verið á kreiki í borginni um
að hlutabréf í Flugleiðum að nafnverði
200 milljónir króna séu nú til sölu. Erþað
einstaklingur, einn af stœrri hluthöfum í
fyrirtœkinu, sem mun vilja selja. Viðrœð-
ur hafa farið fram um hugsanleg kaup
Loftleiðaflugmanna á þessum bréfum,
eða hluta þeirra, en Ufeyrissjóður flug-
mannanna hefur áður fjármagnað hluta-
bréfakaup í Flugleiðum. Stefna flugmenn
að því að ná 20% eignaraðild í félaginu.
Helztu sérfræðingar stjórnvalda í
olíuvinnslumálum fylgjast náið með þró-
un þeirra mála í Noregi um þessar
mundir, en ailt bendir til þess að olíu-
boranir og vinnsla norðan við 62. breidd-
argráðu verði ekki eins erfið viðfangs og
sérfræðingar höfðu áður talið. Benda
niðurstöður af athugunum Norðmanna
til þessa. Þykja tíðindin gefa mönnum
hér á landi auknar vonir um að boranir og
vinnsla á miklu dýpi við erfið skilyrði
vegna strauma og veðurs, gæti tekizt á*
landgrunninu við ísland. Allar tilraunir
af því tagi eru vitaskuld háðar þeim
rannsóknum, sem nú fara fram á setlög-
um á landgrunninu og hvort þær gefa
vísbendingu um að hér sé olíu að finna.
•
Vandamál landbúnaðarins á íslandi
hafa orðið mörgum leikmanninum tilefni
til vangaveltna. Sumum hefur meira að
segja legið svo á hjarta þetta dœgurmál .
þéttbýlisins, að þeir hafa sett fram margar
og misjafnlega gáfulegar skoðanir á
prenti um það hvernig leysa ætti málið.
Bœndum hefur hinsvegar ekki þótt nein
ástceða til að þvarga í fjölmiðlum við sér-
frœðinga á mölinni um sin mál, en hafa
haldið bœndafundi í flestum sveitum
landsins. Þessir fundir hafa verið gagn-
legir að sögn bœnda og oft verið bœði
fjörugir og fjölsóttir. Hefur margur fund-
armaðurinn hlegið dátt að „úrrœðum“
sjálfskipuðu sérfrœðinganna í Dagblað-
inu. Og meðal þeirra tillaga sem heyrst
hafi um, er ein sögð hafa vakið mesta
athygli, enda eignuð Jónas Dagblaðsrit-
stjóra. Lausnin er sú að fljótlegasta ráðið
til að fækka bændum sé að borga 50 þús-
und krónur fyrir hvert skott!
15