Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1979, Blaðsíða 58

Frjáls verslun - 01.03.1979, Blaðsíða 58
Hægt að taka upp efni í 500 skipti á sömu spóluna Nú eru liðin 15 til 20 ár síðan myndsegulbönd voru tekin í notk- un í heiminum. Upphaflega voru þau notuð á sjúkrahúsum til að taka upp uppskurði. Sjónvarps- stöðvar tóku þau einnig í notkun, svo og verslunarmiðstöðvar til að auglýsa vörur. Nú eru um það bil sex ár liðin síðan farið var að nota myndsegulbönd á heimilum. Þessi myndsegulbönd hafa farið sigurför um heiminn, og hafa nú verið á íslenskum markaði um nokkurt skeið. Einn sá aðili sem flytur inn slík myndsegulbönd hér á landi er fyr- irtækið Japis. I október s.l. fékk Japis umboð fyrir Sony fyrirtækið í Japan, og selur það ýmsar vörur frá Sony þ.á.m. myndsegulbönd, sjónvörp og hljómflutningstæki. Örn Georgsson, er sölustjóri Japis. Við hann spjallaði F.V. sér- staklega um myndsegulbands- tækin. Það var Sony sem fyrst kom með myndsegulböndin á markað í heiminum. Sagði örn, að Sony væri stærsti framleiðandi heimsins á þessu sviði, og væri ástæðan m.a. sú, að fyrirtækið framleiðir slitminnsta þræðingarkerfið. Leo Isai, vísindamaður, sem starfar hjá Sony fyrirtækinu fékk t.d. Nobels- verðlaunin fyrir rannsóknir sem leiddu til þess að unnt væri að færa mynd og hljóma yfir á band. Aðaldreifingamiðstöð Sony í Evrópu er í Sviss, en dreifing fyrir Norðurlöndin fer fram í Danmörku, og þaðan fær Japis vörurnar sendar. Varahlutalagerinn er hins vegar í Belgíu. Með myndsegulbandi er hægt að taka upp efni úr útsendingu sjónvarps, en unnt er að stilla tækið allt að þrjá sólarhringa fram í tímann, að sögn Arnar. Örn sagði, að öll sjónvarpstæki sem hafa U.H.F. aðstöðu í tækjum sínum, en það er til staðar í nær öllum sjón- varpstækjum, geti notaö þessi myndsegulbönd. Auk þess, sem unnt er að taka upp efni beint úr útsendingu og horfa á það síöar, hefur Japis leigt út átekið efni með ýmsum skemmtiþáttum, kvik- myndum og fræðsluefni. Það kostar um eina milljón króna að kaupa Sony myndsegul- bandstæki, en spólur í tækið, sem eru til í þremur lengdum, sú lengsta 3 klst. og 15 mín., kosta frá 15 þús. kr. og upp í 23 þús. kr. Örn sagði, að hægt væri aö taka upp efni á sömu spóluna í allt að 500 skipti. Hann sagöist einnig vilja geta þess að lokum, að í fjölbýlishús- um, þar sem sameiginlegt loftnet er fyrir stigagang, gætu íbúarnir keypt myndsegulbandstæki sam- eiginlega, en það er tengt við loft- netið, og síðan séð hver í sínu sjónvarpstæki. Flytja inn beint frá Japan — milliliðalaust Karnabær hefur um margra ára skeið flutt inn hljómflutningstæki og sjónvörp. Megnið af innflutn- ingi fyrirtækisins á þessu sviði er frá Japan. Upphaflega hófust við- skiptin með innflutningi á Pioneer hljómflutningstækjum árið 1963. 1970 fór Karnabær að flytja inn TTK segulbandsspólur og 1973 hófst innflutningur frá risafyrir- tækinu Sharp í Japan, og flytur Karnabær inn frá þeim framleið- anda einkum sjónvörp og hljóm- flutningstæki, en einnig ferðatæki og vasareiknivélar. Bjarni Stefánsson, fram- kvæmdastjóri, sagði að þegar Karnabær hefði hafið innflutning á Pioneer hljómflutningstækjunum frá Japan, hefði um svipað leyti verið sendur maður frá fyrirtækinu til að kanna markaðshorfur fyrir Pioneer í Evrópu, og var hann í Antwerpen í Belgíu. Nú starfa hins vegar 150 manns hjá Pioneer í Evrópu og fyrirtækiö fjárfesti á síðasta ári fyrir 10 milljónir Banda- ríkjadala í nýrri verksmiðju skammt fyrir utan Brussel. Karnabær flytur inn beint frá Japan í gegn um dreifingarmið- stöðvar í Evrópu. Aðaldreifingar- miðstöð Pioneer í Evrópu er í 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.