Frjáls verslun - 01.03.1979, Blaðsíða 58
Hægt að taka upp efni í 500
skipti á sömu spóluna
Nú eru liðin 15 til 20 ár síðan
myndsegulbönd voru tekin í notk-
un í heiminum. Upphaflega voru
þau notuð á sjúkrahúsum til að
taka upp uppskurði. Sjónvarps-
stöðvar tóku þau einnig í notkun,
svo og verslunarmiðstöðvar til að
auglýsa vörur. Nú eru um það bil
sex ár liðin síðan farið var að nota
myndsegulbönd á heimilum.
Þessi myndsegulbönd hafa farið
sigurför um heiminn, og hafa nú
verið á íslenskum markaði um
nokkurt skeið.
Einn sá aðili sem flytur inn slík
myndsegulbönd hér á landi er fyr-
irtækið Japis. I október s.l. fékk
Japis umboð fyrir Sony fyrirtækið í
Japan, og selur það ýmsar vörur
frá Sony þ.á.m. myndsegulbönd,
sjónvörp og hljómflutningstæki.
Örn Georgsson, er sölustjóri
Japis. Við hann spjallaði F.V. sér-
staklega um myndsegulbands-
tækin. Það var Sony sem fyrst kom
með myndsegulböndin á markað í
heiminum. Sagði örn, að Sony
væri stærsti framleiðandi heimsins
á þessu sviði, og væri ástæðan
m.a. sú, að fyrirtækið framleiðir
slitminnsta þræðingarkerfið. Leo
Isai, vísindamaður, sem starfar hjá
Sony fyrirtækinu fékk t.d. Nobels-
verðlaunin fyrir rannsóknir sem
leiddu til þess að unnt væri að
færa mynd og hljóma yfir á band.
Aðaldreifingamiðstöð Sony í
Evrópu er í Sviss, en dreifing fyrir
Norðurlöndin fer fram í Danmörku,
og þaðan fær Japis vörurnar
sendar. Varahlutalagerinn er hins
vegar í Belgíu.
Með myndsegulbandi er hægt
að taka upp efni úr útsendingu
sjónvarps, en unnt er að stilla
tækið allt að þrjá sólarhringa fram í
tímann, að sögn Arnar. Örn sagði,
að öll sjónvarpstæki sem hafa
U.H.F. aðstöðu í tækjum sínum, en
það er til staðar í nær öllum sjón-
varpstækjum, geti notaö þessi
myndsegulbönd. Auk þess, sem
unnt er að taka upp efni beint úr
útsendingu og horfa á það síöar,
hefur Japis leigt út átekið efni með
ýmsum skemmtiþáttum, kvik-
myndum og fræðsluefni.
Það kostar um eina milljón
króna að kaupa Sony myndsegul-
bandstæki, en spólur í tækið, sem
eru til í þremur lengdum, sú
lengsta 3 klst. og 15 mín., kosta frá
15 þús. kr. og upp í 23 þús. kr. Örn
sagði, að hægt væri aö taka upp
efni á sömu spóluna í allt að 500
skipti.
Hann sagöist einnig vilja geta
þess að lokum, að í fjölbýlishús-
um, þar sem sameiginlegt loftnet
er fyrir stigagang, gætu íbúarnir
keypt myndsegulbandstæki sam-
eiginlega, en það er tengt við loft-
netið, og síðan séð hver í sínu
sjónvarpstæki.
Flytja inn beint
frá Japan —
milliliðalaust
Karnabær hefur um margra ára
skeið flutt inn hljómflutningstæki
og sjónvörp. Megnið af innflutn-
ingi fyrirtækisins á þessu sviði er
frá Japan. Upphaflega hófust við-
skiptin með innflutningi á Pioneer
hljómflutningstækjum árið 1963.
1970 fór Karnabær að flytja inn
TTK segulbandsspólur og 1973
hófst innflutningur frá risafyrir-
tækinu Sharp í Japan, og flytur
Karnabær inn frá þeim framleið-
anda einkum sjónvörp og hljóm-
flutningstæki, en einnig ferðatæki
og vasareiknivélar.
Bjarni Stefánsson, fram-
kvæmdastjóri, sagði að þegar
Karnabær hefði hafið innflutning á
Pioneer hljómflutningstækjunum
frá Japan, hefði um svipað leyti
verið sendur maður frá fyrirtækinu
til að kanna markaðshorfur fyrir
Pioneer í Evrópu, og var hann í
Antwerpen í Belgíu. Nú starfa hins
vegar 150 manns hjá Pioneer í
Evrópu og fyrirtækiö fjárfesti á
síðasta ári fyrir 10 milljónir Banda-
ríkjadala í nýrri verksmiðju skammt
fyrir utan Brussel.
Karnabær flytur inn beint frá
Japan í gegn um dreifingarmið-
stöðvar í Evrópu. Aðaldreifingar-
miðstöð Pioneer í Evrópu er í
56