Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1979, Qupperneq 8

Frjáls verslun - 01.03.1979, Qupperneq 8
áfangar Sigmar Sigurðsson, sem starfað hefur um tíu ára skeið hjá Loftleiðum og síðar Flugleiðum, hefur nú verið ráðinn farmgjaldaráðgjafi hjá Flugfélaginu Cargolux í Luxemborg, og tók hann við starfinu 1. mars s.l. Sigmar starfar hjá Cargolux aö markaðs- og sölumálum. Hans starf veröur m.a. fólgið í því að endurskoða og fylgjast með gjaldskrám á flugleiðum Cargolux, annast þjálfun í sambandi við markaðs- og sölumál og standa fyrir nám- skeiðum um fragtmálin m.a. um lög og reglur þar að lútandi. Sigmar er fæddur 21. nóvember 1947 í Keflavík. Hann stundaði m.a. nám viö verslunarskóla í Englandi 1968. Hann hefur einnig starfað mikið að félagsmálum t.d. hjá Dale Carnegie, þar sem hann var aðstoðar- kennari, þar til hann hélt utan. Hann varð fastráðinn starfsmaður hjá Loft- leiðum á Keflavíkurflugvelli 1969, en hafði áður starfað á sumrin viö flugafgreiðslustörf og önnur störf. Tveimur árum síðar varð hann hleðslueftirlitsmaður. Hóf hann starf í farm- söludeild, eöa fragtdeild Loftleiða í Reykjavík í september 1972, sem sölumaður, en við sam- einingu Flugfélaganna 1974 hóf Sigmar störf sem fulltrúi forstöðumanns fragtdeildar. Sem fulltrúi forstöðumanns fragtdeildar í Reykjavík hefur Sigmar í fyrsta lagi unnið að sölumálum hér heima og erlendis, í öðru lagi þjálfað starfsfólk hér og erlendis í sambandi við fragtmálin og í þriðja lagi verið fulltrúi Flug- leiða á fragtfundum IATA. Árni Árnason, rekstrarhagfræðingur tekur við starfi framkvæmdastjóra Verslunarráðs ís- lands 1. júní n.k., en hann hefur frá því í ágúst 1974 verið hagfræðingur þess. Aðild að Verslunarráðinu eiga um 400 fyrirtæki úr flest- um greinum atvinnulífsins, einkum þó á við- skiptasviðinu. — Starf Verslunarráðsins beinist einkum að því að vinna að sameiginlegum hagsmunamál- um einstakra atvinnugreina og bæta starfsskil- yrði atvinnulífsins í heild, auk þess sem við veitum okkar félagsmönnum margvíslega þjónustu, aðstoð og upplýsingar, sagði Árni Árnason. Að undanförnu hefur Verslunarráðið verið að Ijúka heildarstefnumótun í efnahags- og at- vinnumálum. Að kynna þá stefnu og vinna henni aukið fylgi er mikið verk, sagði Árni. Jafnframt þarf nauðsynlega að miöla almenn- ingi auknum upplýsingum um atvinnulífið og auka skilning fólks á því að allar greinar at- vinnulífsins eru jafnnauðsynlegar og verða að vinna saman til að skapa okkur þau lífskjör sem við njótum. — Verslunin er t.d. forsenda þeirra verka- skiptinga milli atvinnuvega og fyrirtækja, sem leitt hefur af sér þá lífskjarabyltingu, sem orðið hefur á þessari öld. Ef við viljum enn bæta lífs- kjör okkar, þurfum við að auka frjálsræði í at- vinnulífinu og gera atvinnufyrirtækin sterkari. Að leggja hönd á plóginn til þess að svo megi takast verður stór þáttur í mínu starfi hjá Versl- unarráöinu, sagði Árni. Árni Árnason er fæddur 26. apríl 1949. Hann lauk stúdentsprófi frá Verslunarskólanum 1970, og stundaði síðan nám við University of Minnesota 1970-1974, og lauk þaðan M.B.A. prófi (Master of Business Administration). 8
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.