Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1979, Side 19

Frjáls verslun - 01.08.1979, Side 19
sem minnir á Loftleiðir". Þetta þótti mega skilja sem afstöðu í viðkvæmu deilumáli og var ekki birt. Svo annað dæmi sé tekið vildi Helgarpósturinn auglýsa „Biskup- inn í yfirheyrslu", en ekki var sagt hjá hverjum. Um leið og bætt er við textann .....í Helgarpóstinum", kemur í Ijós að biskupinn er ekki til yfirheyrslu fyrir glæp. Þá vildi Dagblaðið auglýsa „Ráðherrasím- inn er 25000" í tengslum við mót- mæli bifreiðaeigenda vegna bens- ínverðs, en það er því aðeins leyfi- legt að auglýsa símanúmer að það sé manns eigið. Það má ímynda sér hvað það væri annars freist- andi að auglýsa símanúmer ein- hvers sem manni er illa við. Hins- vegar hefur alltaf verið auglýst fyrir „Samtök hernámsandstæðinga", en það nafn virðist fela í sér mjög skýra stefnu. Þetta nafn er ekki lengur í notkun hjá samtökum andstæðinga herstöðva á íslandi. Mörg dæmi má finna um það, að menn reyni að koma slíkum aug- lýsingum á framfæri. Til dæmis hafa flokkar reynt að auglýsa „Kjósið X listann", sem að sjálf- sögðu er ekki leyft. Fyrir nokkru kom það fyrir að auglýsing barst, sem sagði: „Kjósið G-listann". Stúlkan, sem tók við auglýsingunni var að því spurð hvort henni þætti þetta eðli- legt, eða hvort hún vildi líka leyfa „Kjósið D-listann“, og hún svar- aði: „Það er allt annað. Þeir eru miklu stærri". Gerður Guðmundsdóttir gefur sér tóm til að brosa til Ijós- myndarans í miðju kafi við auglýsingalestur í hádegisútvarpi. Rétt íslenzkt mál í þriðja tölulið er fjallað um að auglýsingar megi ekki brjóta í bága við almennan smekk og vel- sæmi og í fjórða lið að auglýsingar skuli vera á réttu íslensku máli. Þar eru nánast allir hlutir matsatriði. Til dæmis vill Sambandið oft auglýsa „Mikið magn af. . sem ekki þykir góð íslenska, en hafa þó fengið til þess leyfi. Á ýmsum sviðum er orðið til auglýsingamál, svo sem „þrumustuð" eða „þrumudansleikur" og hversu góð íslenska það er, hlýtur að vera matsatriði. Þá þykir fólki á auglýs- ingastofunni lítið koma til nafna á ýmsum hljómsveitum, svo sem ,,1'slensk kjötsúpa" eða „Hver". Svo kemur auglýsingin: „Hver skemmtir í kvöld". Það orkar líka tvímælis hversu skýr íslenska það er að segja: „Útsýn heldur í hönd- ina á þér á loftbrúnni til Italíu". Öllum er Ijóst að bannað er að auglýsa áfengi og tóbak, eins og segir í fimmta lið, en varla verður það misskilið þegar einhver vill auglýsa: „Komdu með fjör í mag- anum". í sjöttu grein er lagt bann við að auglýsa peningalán, hjónabands- miðlun, hverskonar spádóma eða dulrænar lækningar. Því þótti það orka tvímælis, þegar auglýst var: „Baldur Brjánsson sker upp í Húnaveri". Vissulega vita það flestir að Baldur Brjánsson er töframaður, sem er að gera grín aö lækningum á Filipseyjum, en ekki er víst að allir viti það. Og vissu- lega eru þessar svonefndu lækn- ingar á Filipseyjum ekkert grín í augum þeirra, sem fljúga um- hverfis hnöttinn til að leita sér lækninga. í sjöundu grein er bannað að flytja afmæliskveðjur til einstakra manna. Þar aftur á móti gegnir fréttastofan hlutverki, því að hún segir frá afmælum manna, sem eru sjötugir eða eldri. Þó má gera frá því undantekningar, ef sér- staklega stendur á tylur um auglýsingar í útvarpi — en sveigjanlegar 19

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.